Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 30

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 30
Norrœn tíðindi 1956 Vinabœir Nokkur undanfarin ár hafa óskir bor- izt frá norrænum bæjum um vinabæja- tengsl við íslenzka bæi. Hefur þá venj- an verið sú, að ósk hefur borizt frá norrænum bæ um samband við ákveð- inn bæ á Islandi. Skrifað hefur verið bréf um málið og sent bæjarstjórn eða sveitarstjóm viðkomandi bæjar, sem þá oftast hefur brugðizt vel við og sam- þykkt vinabæjasambandið. Sjaldan hef- ur það þó verið athugað nánar, hvort þeir bæir, sem um er að ræða, séu öðr- um fremur hentugri sem vinabæir hlut- aðeigandi bæjar. En oftast hefur sá bær, sem óskina sendir til íslands, áður tengzt vináttuböndum við bæi með- al hinna frændþjóðanna og þannig öðl- ast íslenzki bærinn 4 vinabæi samtímis, sinn í hverju landi. Hér skal birt yfirlit yfir vinabæi þeirra 10 bæja á íslandi, sem þegar hafa samþykkt vinabæjatengsl: Island: Akranes Akureyri Hafnarfjörður Hveragerði ísafjörður Reykjavík Sauðárkrókur Selfoss Seyðisfjörður Siglufjörður Danmörk: Tonder Randers Frederiksberg Brande Roskilde Kobenhavn Varde Lyngby Ábenrá Herning Pinnland: Nárpes Lathi Tavastehns Áánekoski Joensuu Helsingfors Kajana Dickursby Lojo Utajárvi Noregur: Langesund Álesund Bærum Skoger Tonsberg Oslo Levanger Askim Honefoss Holmestrand Svíþjóð: Vástervik Vásterás Uppsala Örnskjöldsvik Linköping Stoekholm Kramfors Huddinge Váxjö Vánersborg rætt og nefnd skipuð að ósk Norður- landaráðsins til að fjalla um málið. Hélt hún fund í Stokkhólmi í október s. 1., en í nefndinni eiga sæti af hálfu Norræna félagsins Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri og Sveinn Ásgeirsson, hag- fræðingur. C. V. Bramsnæs, fyrrum þjóðbankastjóri Dana, var kjörinn for- maður nefndarinnar. Nefndin hefur skil- að áliti, þar sem bent er á, að engir sjóðir séu til, sem hafi þann tilgang að stuðla að menningarlegri samvinnu allra Norðurlanda. Þeir ýmsu sjóðir, sem fyrir hendi eru, miða allir tilgang sinn við menningarleg samskipti tveggja eða þriggja landa. Það er tillaga nefndarinnar, að stofn- aður verði Norrænn Menningarsjóður að upphæð 30 milj. norskra króna (reiknað í norskum krónum, þar sem þær standa að verðgildi miðja vegu milli gjaldeyris annarra Norðurlanda). Framlag hverrar þjóðar miðist við fólks- fjölda, og veiti ríkið tilskilda upphæð á fjárlögum hvers árs. Lagt er til, að stjórn sjóðsins sé skipuð 15 mönnum, þremur frá hverju landi, og séu 5 til- nefndir af Norrænu menningarmála- nefndinni, 5 af Norrænu félögunum og 5 af Norðurlandaráðinu. Þetta nefndarálit var lagt fyrir 4. fund Norðurlandaráðsins. 26

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.