Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 29

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 29
1956 Norrœn tíðindi verið á íslandi, var haldið hér dagana 26. júlí til 1. ágúst 1951. Þar mættu fulltrúar frá öllum vinabæjum Siglu- f jarðar. Mótið tókst með ágætum í alla staði og hefur verið fyrirmynd annarra bæja hvað tilhögun alla snertir. Öll skjöl og nákvæm lýsing á móti þessu hafa áður verið send Norræna félag- inu í Reykjavík og þarf því ekki að fjölyrða um það nú. Á aðalfundi félagsins haustið 1951 er svo Sigurður Gunnlaugsson kosinn formaður, og gegnir hann því starfi enn. Fyrrverandi formaður Þ. Ragnar Jónasson baðst eindregið undan endur- kjöri vegna mikils annríkis. Starfsemi félagsins hefur einkum verið fólgin í því að halda uppi sem mestu lífrænu sambandi milli vinabæj- anna. Bréfaskriftir hafa verið milli fé- lagsdeildanna og einstaklinga. Skipzt hefur verið á gjöfum í sambandi við vinabæjamótin. í fyrstu var skipzt á þjóðfánunum, svo að nú eiga norrænu félögin í vinabæjum Siglufjarðar stóra þjóðfána allra Norðurlandanna og nú standa yfir skipti á „skjaldarmerkjum" vinabæjanna. Norræna félagið hér hefur þegar gefið tveim vinabæjum sínum skjaldarmerki Siglufjarðar útskorið í tré. Næst átti Siglufjörður að halda vinabæjamót í sumar, en vegna fyrir- hugaðrar hópferðar til íslands sumarið 1957 hefur félagið ákveðið að fresta vinabæjamótinu til þess tíma, í von um meiri þátttöku frá vinabæjunum. Hvort sem úr hópferðinni verður eða ekki, er því ákveðið vinabæjamót í Siglufirði sumarið 1957, og verður það þá annað mótið á Islandi innan þessa vinabæja- hrings. Talsvert starf er því framundan og nokkrir örðugleikar, en það er bjart- sýnn áhugi hér í Siglufirði á nor- rænni samvinnu. Við lítum því björtum augum til framtíðarinnar og vonum hið bezta um starf núverandi stjórnar N.F. í Reykjavík, sérstaklega hvað viðkemur meira samstarfi milli félagsins í Reykja- vík og hinna ýmsu félaga út um landið. Við teljum nauðsynlegt að félögin öll myndi með sér náið samband til frekari kynna og betri árangurs í sameiginlegu áhugamáli. Núverandi stjórn Norræna félagsins í Siglufirði skipa: Formaður Sigurður Gunnlaugsson, varaform. Ragnar Jó- hannesson, ritari Þ. Ragnar Jónasson, gjaldkeri Hjörleifur Magnússon og vara- gjaldkeri Bjarni Jóhannsson. Þessi er, í stuttu máli, saga Norræna félagsins í Siglufirði. Þess skal að lokum getið, að við ósk- um þess einlæglega, að deildir þær, sem starfandi eru úti um land, sendi okkur línu um starfsemi sína og áhugamál, er við hefðum ánægju af að kynnast og ræða. Með félagskveðju. S. G. Norrænn menningarsjóður Á þriðja fundi Norðurlandaráðsins var borin fram tillaga þess efnis, að athugaðir yrðu möguleikar á því að stofna kerfisbundna sjóði til styrktar norrænni samvinnu í menningarmálum. Var þeirri tillögu vísað til menningar- málanefndar Norðurlandaráðsins, sem síðan ákvað að bjóða Norrænu félögun- um að skipa nefnd, sem hefði heimild ráðsins til að kanna hina ýmsu mögu- leika til öflunar fjár til styrktar hinum norrænu menningarmálasjóðum. Á fulltrúafundi Norrænu félaganna í Reykjavik s. 1. sumar var mál þetta 25

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.