Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 11

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 11
1956 Norrœn tíöindi velli við Öxará. Koma Friðriks Dana- konungs hefir enn treyst þau bönd, sem ávallt hljóta að tengja þessar tvær frændþjóðir. Dönsku konungshjónin voru oss mikl- ir aufúsugestir. Hinn mikilhæfi konung- ur Danmerkur og hin aðlaðandi drottn- ing hans hafa áður heiðrað Island með veglegum móttökum forseta Islands og forsetafrúar, er þau gistu Danmörk í opinberri heimsókn fyrir réttum tveim árum. Enn minnumst vér góðvildar og hlýhugs dönskukonungshjónanna, er þau sýndu æðsta embættismanni hinnar íslenzku þjóðar í hinni fögru borg við Sundið. Nú endurguldu dönsku kon- ungshjónin þessa heimsókn, en Islend- ingar allir fögnuðu þeim, og hlýjar óskir fylgdu þeim, hvar sem þau fóru. Heimsókn konungshjónanna dönsku var tvíþætt. Hin danska þjóð heiðraði Islendinga með því að hingað kom þjóð- höfðingi hennar og maki hans, en í annan stað treystu konungshjónin með persónulegri ljúfmennsku sinni þau tengsl, sem ávallt hljóta að vera með þessum tveim þjóðum. Myndugleiki konungs og mildi og Ijúfmennska drottningar heilluðu hugi allra, sem þau hittu á leið sinni. Menn ræða mikið og rita um gagn- semi slíkra heimsókna, og sýnist sitt hverjum um hið ytra borð þeirra, eins og gerist og gengur. En á því leikur enginn vafi, að slíkar heimsóknir eru til hinnar mestu gagnsemi, þegar bet- ur er að gáð. Það er ekki tildur og prjál að búa slíkum gestum þær beztu móttökur, er vér megum. Ef vér á ann- að borð viljum heita siðmenntuð, frjáls þjóð, verðum vér líka að kunna að taka á móti góðum tignum gestum, æðstu valdsmönnum annarra sjálfstæðra þjóða, og vér verðum að kunna þær um- gengnisvenjur, sem tíðkast við slík tækifæri. Dvöl Friðriks Danakonungs og Ingi- ríðar drottningar varð ekki löng hér, frekar en tíðkast við slík tækifæri. En þeim gafst þó á þessum skamma tíma tækifæri til þess að sjá ýmsar helztu menntastofnanir vorar, sjá af eigin raun, að hér norður við hin yztu höf býr frjáls, menntuð, norræn þjóð, sem hefir á skömmum tíma tekizt að koma sér upp þeim sýnilegu táknum mennta og menningar, sem lengi hafa verið tal- in sjálfsögð með bræðraþjóðum vor- um, þótt í smærri stíl sé. Hér verður ekki sögð saga þessarar heimsóknar. Það hefir þegar verið gert í dagblöðunum og skýrt frá henni í út- varpsfréttum. Þessar hugleiðingar eru miklu fremur til þess að rifja upp og leggja áherzlu á gildi þessarar heimsóknar og annarra, sem á eftir kunna að fara. Hið íslenzka lýðveldi hefir í fyrsta sinn veitt móttöku erlendum þjóðhöfðingja. Það tókst í alla staði vel og giftusamlega. Fyrst og fremst ber forseta vorum og for- setafrú þakkir fyrir að vel tókst, en í annan stað öllum öðrum, sem þar lögðu hönd að verki, en síðast en ekki sízt öllum almenningi, sem af innilegum hlýhug fagnaði góðum gestum og tign- um. Og þegar silfurfuglinn hóf sig aftur til flugs að morgni föstudagsins 13. apríl, skartaði Island enn sínum feg- ursta búningi. Enn voru hin öldnu f jöll sveipuð blámóðu, — enn hellti sólin gjafmild geislaflóði sínu um láð og lög. Hinni fyrstu heimsókn erlends þjóð- höfðingja var lokið, en vér geymum endurminningima um góða gesti. Thorolf Smith. 7

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.