Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 14

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 14
Norrœn tíöindi 1956 Að lokum var svo stiginn dans til klukk- an eitt. Birger Olsson ritari, Svíþjóð, Henry N. Bache aðalritari, Noregi, Veikko Karsma, aðalrit- ari, Finnlandi, Jens Rosenkjær, framkvæmda- stjóri, Danmörku og Magnús Gíslason, fram- kvæmdastjóri, Islandi. Ýmis sameiginleg málefni og framtíðar- verkefni voru rædd á fundi framkvæmda- stjóranna, m. a. tilmæli, sem félögunum barst frá 3. þingi Norðurlandaráðsins um að at- huga möguleika á stofnun samnorræns sjóðs til eflingar norrænni menningarsamvinnu. 1 marz. Umræðu- og skemmtifundur var haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum sunnudaginn 13. marz. Formaður félagsins, Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, setti fundinn og bauð félags- menn og gesti velkomna. Gat hann þess í upphafi máls síns, að stjórn N.F. hefði ráðið Magnús Gíslason, námsstjóra, sem fram- kvæmdastjóra félagsins og bauð formaður hann velkominn til strafs í þágu félagsins. Umræðuefni fimdarins var: Norðurlanda- ráðið. 1 ávarpsorðum sínum i upphafi fund- arins minntist formaður þess, hve giftu- drjúgt líf og starf Hans Hedtofts, fyrrv. for- sætisráðherra Dana, hefði verið i þágu nor- ræns samstarfs og þó sérstaklega I sambandi við Norðurlandaráðið, en hann var frum- kvöðull að stofnun þess. Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við minningu hins látna merkismanns. Sigurður Bjarnason alþingismaður, hélt mjög fróðlega ræðu um Norðurlandaráðið, stofnun þess og störf, en Sigurður hefur frá upphafi verið formaður Islandsdeildar ráðsins og einn af forsetum þess. Hann minntist á ýmis sameiginleg hagsmuna- og menningar- mál allra Norðurlandaþjóðanna, er rædd hafa verið á þrem fundum, sem þegar hafa verið haldnir. Einnig minntist hann á nokkur mál, sem snerta hag íslenzku þjóðarinnar sér- staklega. Að erindi Sigurðar loknu, kom fram svo- hljóðandi tillaga frá stjórn félagsins, og var hún samþykkt einróma: „Norræna félagið í Reykjavík telur stofnun Norðurlandaráðsins eitt hið drýgsta framlag til eflingar norrænni samvinnu og lýsir yfir eindregnum stuðningi við starfsemi þess." Magnús Gíslason söng nokkur norræn lög með imdirleik dr. Páls Isólfssonar, 1 apríl. H. C. Andersens hátíð var haldin í Sjálf- stæðishúsinu laugardaginn 2. apríl. Hátíð þessi var haldin i samvinnu við Sendiráð Dana á Islandi. Tilefni hátíðarinnar var, að þá voru liðin 150 ár síðan ævintýraskáldið fæddist. Sendiherra Dana á Islandi, frú Bodil Beg- trup, og Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, varaformaður Norræna félagsins, fluttu stutt ávörp. — Formaður félagsins, Gunnar Thor- oddsen, var staddur i Ameríku. Skemmtunin hófst með því að blásið var í tvo ævafoma lúðra. Tómas Guðmundsson, skáld, flutti frum- samið ljóð, er hann nefndi kveðja til Dan- merkur. Einar Ólafur Sveinsson, prófessor, hélt ræðu um H. C. Andersen. Þuriður Pálsdóttir, óperusöngkona, söng nokkur lög við ljóð eftir H. C. Andersen. Fritz Weisshappel lék undir. Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup og Am- dís Bjömsdóttir, leikkona, lásu upp úr verk- um skáldsins. Valur Gíslason, leikari, kom fram í gervi skáldsins og ávarpaði áheyrendur. Að lokum var svo dansað fram eftir nóttu. Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, heiðursfélagi N.F., og forsetafrúin, frú Dóra Þórhallsdóttir, voru viðstödd hátíðahöldin. Um 100 gestum var boðið, m. a. allri ríkis- stjóminni og norrænu sendiherrunum. Fjöl- menni var mikið. Norrænu félögin efndu til ritgerðarsam- keppni í samvinnu við skólayfirvöldin, meðaJ nemenda í bama- og gagnfræðaskólum. Rit- gerðarefnið nefndist: „Hvaða ævintýri H. C. Andersens mér finnst mest gaman að og hvers vegna". Tvær ritgerðir voru verðlaunaðar, önnur eftir barnaskólanemanda og hin eftir gagn- fræðaskólanema. Verðlaunin voru ferð til Danmerkur í boði Norræna félagsins danska. Sérstök dómnefnd dæmdi um ritgerðirnar. Nefndina skipuðu: Helgi Elíasson, fræðslu- málastj., Freysteinn Gunnarsson, skólastjóri og Magnús Gíslason, námsstjóri frá Norræna félaginu. Urslit voru kunngjörð 2. apríl og verðlaun- 10

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.