Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 10

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 10
Norrœn tiðindi 1956 KONUNGSKOMAN Það var eins og veðurguðirnir héldu vemdarhendi sinni yfir Reykvíkingum dagana 10.—13. apríl s.l. Það var lík- ast því, sem þeir vissu, að eitthvað ó- venjulegt stæði til, — eitthvað, sem gat brugðizt á hrapalegan hátt, ef þeirra fulltingi nyti ekki. Og þeir brugðust heldur ekki. Þegar silfurfuglinn ,,Alf Viking“ tyllti sér á Reykjavíkurflugvöll laust fyrir klukkan hálf þrjú síðdegis hinn 10. apríl, skartaði höfuðstaður hins unga, íslenzka lýðveldis hinum fegursta búningi sínum. Úti við sjóndeildarhring stirndi á jökulskallann yzt á Snæfells- nesi, í norðri blánaði Esja, breið og traust, en til austurs og suður Reykja- nesskagann stóðu hin fomu fjöll vörð í þögulli ró, sveipuð blámóðu fjarlægð- arinnar. Svifléttir skýhnoðrar liðu í suðurátt, en sólin hellti geislaflóði sínu yfir mannfjöldann, sem beið á Reykja- víkurflugvelli tiginna gesta. Þegar horft er um öxl og minnzt komu dönsku konungshjónanna til Islands hina sólbjörtu apríldaga 1956, verður ekki annað sagt, en vel hafi til tekizt, móttökur verið landi og þjóð til sóma og hinum ágætu gestum vafalaust til ánægju. Mikið var í húfi, að allt færi vel úr hendi. Ekkert fordæmi var til fyrir slíkri heimsókn, því að þetta var í fyrsta sinn sem erlendur þjóðhöfðingi kom í opinbera heimsókn til hins ís- lenzka lýðveldis. Það var engin tilviljun, að Friðrik níundi Danakonungur og Ingiríður Friðrik Danakonungur og Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri í Melaskóla. drottning hans urðu fyrstir slíkra gesta. Til þess liggja eðlileg rök. Það fór í alla staði vel á því, að svo skyldi verða. Forðum vomm vér sambandsþjóð Dan- merkur, og konungur Islands var og konungur Danmerkur. Þess vegna var eðlilegt og ánægjulegt, að Danakonung- ur skyldi sýna oss þann sóma að verða fyrstur erlendra þjóðhöfðingja til þess að sækja oss heim í opinberri heimsókn. Óhætt er að fullyrða, að hlýhugur milli íslendinga og Dana hefir aldrei verið meiri en einmitt nú, eftir að vér höfum að fullu endurheimt sjálfstæði vort og endurreist lýðveldið að Þing- 6

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.