Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 15

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 15
1956 Norrœn tíðindi in hlutu: Sigrún Löve, 12 ára, nemandi í Melaskólanum i Reykjavík og Gunnar Árna- son, 15 ára, frá Siglufirði, nemandi í Mið- skólanum i Stykkishólmi. Tvenn aukaverðlaun voru veitt. Þau hlutu: Signý Thoroddsen, 14 ára, sem hlaut ævintýri H. C. Andersens á dönsku, og Guðbjcrg Guðmundsdóttir Kolka, 13 ára, er fékk ævintýri skáldsins í íslenzkri þýðingu eftir Björgúlf Ólafsson. Bókaútgáfan Leiftur gaf þá bók sem verðlaun. Báðar stúlk- umar, sem hlutu bókaverðlaunin, eru nem- endur í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Reykjavik. I maí. Verknámsskóli í Osby bauð einum nemanda ókeypis námsdvöl 5—6 sumarmánuði 1955. Osby er kauptún norðarlega á Skáni, skammt frá Hásselholm í Svíþjóð. Þetta er í annað sinn, sem rektor Emil Arfwedson býður íslenzku æskufólki ókeypis námsdvöl á Osby lantmannaskola. Níelsa Magnúsdóttir, Stykkishólmi, hlaut skólavist í Osby og fór utan í maíbyrjun. Styrkur til náms við húsmæðraskóla I Store Restrup í Danmörku, var veitur sem eftir- gjöf á nokkrum hluta dvalarkostnaðar. Þarna er um sumarskóla að ræða, sem stendur frá 1. maí til 31. ágúst. 1 nokkur ár hefur forstander Svend Haug- aard St. Restrup Husmandsskole, boðið ís- lenzkum stúlkum þessi fríðindi. 1 fyrra (1954) fengu 8 íslenzkar stúlkur skólavist þar. Að þessu sinni hlutu þrjár stúlkur frá Stykkis- hólmi skólavist í Store Restrup: Erla Sigurð- ardóttir, Hanna Jónsdóttir og Hánsa Jóns- dóttir. Sænsk kirkjumálanefnd heimsótti Island í lok maímánaðar, og naut að nokkru fyrir- greiðslu Norræna félagsins. Frú Arnheiður Jónsdóttir tók á móti nefnd- inni sem fulltrúi félagsins. Nefnd þessi dvaldi hér á landi frá 24. maí til 4. júlí. Nefndina skipuðu 5 fulltrúar frá Sveriges Kyrkliga Studieförbund, og formaður hennar var Thor- sten Aberg, rektor við Katrineberg folkhög- skola í Halland. 1 júnf. Norræn mót og námskeið voru haldin víða á Norðurlöndum sumarið 1955, eins og að undanförnu. Fyrir milligöngu Norræna félags- ins tóku Islendingar þátt í eftirtöldum nám- skeiðum og mótum: Norrænt verzlunarmannamót á Sjusjö Hög- fjállshotell skammt frá Lillehammer í Noregi, dagana 19.—25. júní. Þátttakendur: Ólöf Konráðsdóttir, Isafirði, Ólafur Helgason, Reykjavík og Sigríður Guð- mundsdóttir, Reykjavík. Norrænt kennaranámskeið í Abisko, uppi í fjöllum í Lapplandi í Svíþjóð í síðustu viku júlímánaðar. Nafn námskeiðsins: De nordiska fjállens natur. Þátttakandi: Friðrik Pétursson, Vestmanna- eyjum. Norrænt kennaranámskeið á Bohusgárden við XJddevalle í Sviþjóð í fyrstu viku ágúst- mánaðar. Nafn námskeiðsins: Att lása och förstá. Þátttakendur: Árni Gunnarsson, Reykjavík og Valdemar Össurarson, Reykjavík. Laugardaginn 25. júní fóru þau Sigrún Löve, Reykjavík, og Gunnar Árnason, Siglu- firði, sigurvegararhir í ritgerðasamkeppninni um ævintýri H. C. Andersens, flugleiðis til Kaupmannahafnar í boði Norræna félagsins í Danmörku. 1 júlí. Heimsókn 15 danskra kennara var mark- verðasti viðburðurinn í júlímánuði. Þetta er í annað sinn sem íslenzkir kennarar taka á móti dönskum kennurum, og munu alls 27 Danir hafa komið hingað á þennan hátt. Þrívegis hafa íslenzkir kennarar sótt danska kennara heim og munu alls 46 Is- lendingar hafa notið þessarar gagnkvæmu fyrirgreiðslu. Heimboð þessi eru merkur liður í norrænni samvinnu og hafa átt sér stað fyrir milli- göngu Norrænu félaganna, en það var sendi- herra Dana á Islandi, frú Bodil Begtrup, sem átti frumkvæðið að þessum gagnkvæmu heim- boðum. Dönsku kennaramir fimmtán dvöldu hér frá 6.—31. júlí. Þeir bjuggu fyrstu vikuna hjá starfssystkinum sínum í Reykjavík. En farnar voru kynnisferðir til nokkurra þekktra staða á Suðurlandi. Hinn 12. júlí var svo farið til Norðurlands. Allmargir íslenzkir kennarar gerðust ferðafélagar dönsku kenn- aranna, og naut ferðafólkið sólar og sumars á Norðurlandi síðari hluta júlímánaðar. Á 11

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.