Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 26

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 26
Norrœn tíðindi 1956 ÞATTUR FELA6SDÐLDANNA Norrænu félögin starfa í deildum. Víða um Norðurlönd eru því starfandi deildir innan félaganna í borgum, kaup- stöðum, kauptúnum og í sveitum. Deild- irnar eru á annað hundrað talsins í hverju landi. í Svíþjóð eru þær t. d. 166 og í Danmörku 127. Hér á landi hafa alls verið stofnað- ar deildir á átta stöðum: Siglufirði, ísa- firði, Akureyri, Patreksfirði, Akranesi, Selfossi, Hveragerði og Keflavík. Fjórar þær síðastnefndu voru stofnaðar á þessu ári. Stjórn Norræna félagsins mun nú beita sér fyrir stofnun félagsdeilda víða um land á næstu mánuðum, til að stuðla að aukinni starfsemi félagsins. Félags- starfinu getur orðið mikill stuðningur að slíkum deildum. Þær auka áhuga fólks á norrænni samvinnu, en samstarf norrænu þjóðanna gerist nú víðtækara með ári hverju. Hlutverk félagsdeildanna er m. a. að efna til kynninga- og fræðslustunda með aðstoð aðalfélagsins, efla tengsl við- komandi staðar við vinabæi meðal frændþjóðanna á Norðurlöndum og vera tengiliður milli aðalfélagsins og ein- stakra félagsmanna. Norrænu félögin vinna að gagn- kvæmri kynningu norrænu þjóðanna, og þau þurfa því að ná til sem flestra ein- staklinga. Virkar félagsdeildir eiga hér mjög mikilvægu hlutverki að gegna. Norræna félagið, Akranesi. Þann 15. marz 1956 var stofnuð deild innan Norræna félagsins á Akranesi. Framkvæmdastjóri félagsins, Magnús Gíslason, boðaði til stofnfundarins. Fundurinn var haldinn í barnaskólahús- inu. Magnús Gíslason flutti stutt erindi um Norræna félagið, hlutverk þess og nokkur framtíðarverkefni og las að því loknu upp drög að lögum fyrir félags- deildina. Því næst fól hann Hálfdáni Sveinssyni, kennara, fundarstjóm. Fundarstjóri skipaði Guðmund Björns- son, kennara, fundarritara. Vom nú drög að lögum deildarinnar lesin og rædd grein fyrir grein, og samþykkt með litlum breytingum. Þá var kjörin stjóm, sem þannig er skipuð: Hálfdán Sveinsson, kennari, fomiaður, Ragnar Jóhannesson, skólastjóri, varaform., Þorvaldur Þorvarðsson, kennari, ritari, Njáll Guðmundsson, skólastjóri, gjald- keri, Jón M. Guðjónsson, sóknarprestur, meðstjómandi. Stofnendur voru 50. Að fundinum loknum voru sýndar norrænar kvikmyndir. Þess má geta, að tveir bændur ofan úr Borgarfirði mættu á fundinum. Frá þeim barst fyrirspurn um, hvort ekki væri hægt að stofna félagsdeild í sveit. Og þar eð ekkert er því til fyrirstöðu, varð það að ráði, að þeir tóku með sér gögn til undirbúnings og hyggjast nú kanna nánar möguleika þess að setja á stofn félagsdeild fyrir Borgarfjarðar- hérað. Norræna félagið, Selfossi. Stofnuð var félagsdeild innan Norr- æna félagsins á Selfossi þann 23. marz 1956. Stofnfundurinn var haldinn í iðn- skólanum. Magnús Gíslason, framkvæmdastjóri félagsins, gekkst fyrir stofnun deildar- innar. Hann flutti erindi á fundinum um noræna samvinnu. Sýnd var í lok fund- arins litkvikmynd af heimsókn dönsku konungshjónanna' til Grænlands. Snorri Ámason, fulltrúi, var fundar- 22

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.