Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 8

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 8
Norrœn tíöindi 1956 Sambúð og saga Einn þáttur í starfsemi norrænu fé- laganna er að samræma, svo sem verða má, frásagnir sögukennslubóka á Norð- urlöndum um samskipti hinna norrænu þjóða. Á 19. öld, sem var tímabil hinnar rómantísku þjóðernisvakningar, var sögukennslu flestra þjóða Norðurálfu hagað svo, að sagan skyldi fyrst og fremst tendra ættjarðarást og þjóðar- metnað í hugum æskufólks í hverju landi. Hins var einatt miður gætt, þeg- ar um viðkvæm samskipti þjóða var að ræða, þótt sögukennslan kveikti bál haturs og tortryggni í garð grannþjóð- anna. I flestum löndum var viðhorfið eitthvað á þessa leið: ,,Þjóð mín átti ekki sök á árekstrun- um. Hún var órétti beitt, en varðist af glæsilegri hreysti, og fjandmennimir fengu makleg málagjöld.“ Þegar bornar voru saman kennslubækur tveggja grannþjóða, gat svo farið, að staðhæf- ing stæði gegn staðhæfingu. Norrænu félögin, sem í öndverðu voru til þess stofnuð að auka kynni og vinarþel milli þjóða Norðurlanda, komu fljótt auga á vandamál sögukennsl- unnar. Við athugun kom í ljós, að jafn- vel á hinum friðsömu Norðurlöndum var sagan enginn grannasættir. Árið 1933 skipuðu norrænu félögin hvert í sínu landi sögunefnd. Hlutverk hverrar nefndar var að athuga allt það í sögukennslubókum hinna landanna, er snerti hennar þjóð, gera athugasemdir og tillögur til breytinga, ef um mis- sagnir eða ranga túlkun þætti að ræða. Jafnframt skyldi nefnd hvers lands stuðla að því, að leiðréttingar og at- hugasemdir hinna nefndanna væru tekn- ar til greina við útgáfu nýrra kennslu- bóka. I fyrstu íslenzku sögunefndinni áttu sæti þeir Ámi Pálsson prófessor, Barði Guðmundsson þjóðskjalavörður og Sveinbjörn Sigurjónsson mag. art. Athugun leiddi í ljós, að í sögu- kennslubókum á Norðurlöndum var íslands að litlu getið nema helzt í hin- um norsku. Gagnrýni af Islands hálfu, sem Barði Guðmundsson gerði grein fyrir í allýtarlegri ritgerð, beindist nær eingöngu að norsku kennslubókunum. Niðurstöður allra sögunefndanna vom gefnar út í Helsingfors 1937 í sér- stöku riti, Nordens lároböcker i historia. Árið 1940 gáfu norrænu félögin enn út rit, sem fjallar um vandamál sögu- kennslubókanna, Omstridda spörgsmál i Nordens historia. Annað bindi þess rit kom út 1950, en tafir höfðu orðið sökum heimsstyrjaldarinnar síðari. Þriðja bindi verksins er nú í undirbún- ingi. I sögunefnd em nú af íslands hálfu Sveinbjörn Sigurjónsson, Þórhallur Vil- mundarson cand. mag. og dr. Þorkell Jóhannesson. I fyrra vetur athugaði nefndin mikinn fjölda danskra kennslu- bóka, sem henni bárust og sendi athuga- semdir sínar til dönsku sögunefndar- innar. Þá hefur nefndinni borizt all- mikið safn norskra sögukennslubóka, sem enn eru til athugunar. Á fundi í Kaupmannahöfn 1953, þar sem undir- ritaður mætti fyrir íslenzku nefndina, var um það rætt, að mjög æskilegt væri, að nefndirnar fengju til athugun- ar nýjar útgáfur kennslubóka, meðan þær væru enn í próförk, svo að auð- veldara væri að leiðrétta þegar í stað minni háttar skekkjur. Ein slík próförk hefur íslenzku nefndinni borizt í vetur 4

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.