Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 20

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 20
Norrœu tíðindi 1956 Norrœn námskeið og mót í sumar Á vegum Norrænu félaganna verða, eins og venja er, haldin aílmörg mót og stutt námskeið víða á Norðurlöndum í sumar. Norræna félagið í Reykjavík annast milligöngu um þátttöku héðan. Þeim, sem hafa í hyggju að fara til Norðurlanda í sumar, skal sérstaklega á það bent, að með þátttöku í þessum mótum geta þeir notið ódýrrar dvalar og ferðalaga við hin beztu skilyrði, um leið og þeir fá tækifæri til að eignast vini og kunningja frá öllum Norður- löndunum. Tilgangur þessara móta er fyrst og fremst að stuðla að persónulegum kynn- um fólks á Norðurlöndum og fræða þátttakendur um gildi norrænnar sam- vinnu. Helztu mót og námskeið, sem ákveð- in hafa verið, eru þessi: í Danmörku. Norræn æskulýðsvika verður haldin dagana 1.—8. júlí í Hindsgavlhöllinni á Fjóni, en það er félagsheimili Norræna félagsins í Danmörku. Mót þetta er fyrst og fremst ætlað fólki á aldrinum 17—25 ára. Gert er ráð fyrir, að mótið sæki á annað hundrað þátttakendur víðsvegar að á Norðurlöndum. Kostn- aður verður 85.00 danskar krónur fyrir vikudvölina. Námskeið fyrir móðurmálskennara verður á Hindsgavl 8.—15. júlí. Mark- mið þessa námskeiðs er að gefa móður- málskennurum tækifæri til að kynnast, miðla af reynslu sinni og hlýða á erindi þekktra sérfræðinga í þessum greinum. Námskeið þetta heldur Norræna félagið í Danmörku í samvinnu við samtök danskra kennara. Vikudvölin á Hinds- gavl kostar 150.00 eða 160.00 krónur danskar eftir því, hvar þátttakendur búa í höllinni. Fræðslumót um Fjón verður haldið á Hindsgavl vikuna 15.—21. júlí. Námskeið fyrir félagsmenn nor- rænna stéttarfélaga verður á Hindsgavl dagana 22.—29. júlí. Námskeiðið er haldið í samvinnu við upplýsingastofn- un verkamanna í Danmörku. Kostnaður verður alls 150.00 eða 160.00 danskar krónur, eftir því hvar í höllinni þátttak- endurnir búa. í Finnlandi. Norrænt mót verzlunar- iðnaðar- trygginga- og bankamanna verður hald- ið í Helsingfors dagana 5.—12. júní n. k. Þátttakendurnir munu búa í stúd- entagarðinum Otnás í útjaðri borgar- innar. Farið verður í kynnisferðir m. a. til Kotka, Myllykoski og Lahti. Kostn. aður vegna námskeiðsins verður 7000 finnsk mörk. Auk þess er ráðgert að halda nám- skeið fyrir æskulýðsleiðtoga, verkstjóra og námskeið í náttúruvernd á vegum Norræna félagsins í Finnlandi. í Noregi. Norrænt kennaranámskeið verður haldið á Trondarnes lýðháskóla, Har- stad, í Norður-Noregi dagana 31. júlí til 6. ágúst. Námskeið þetta er haldið 16

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.