Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 12

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 12
Norrœn tíðindi 1956 Vina bæjatengsl Þess hefur verið óskað, að ég skrifaði nokkur orð um vinabæjasamböndin í félagsblað Norræna félagsins. Mér er bæði ljúft og skylt að verða við þess- um tilmælum. Á undanförnum árum hafa nokkrir bæir hér á landi stofnað til vinabæja- tengsla. Má þar fyrst nefna Reykjavík, en höfuðborgir allra Norðurlandanna hafa vinabæjasambönd sín á milli og skiptast á heimsóknum og gjöfum. Það má t. d. minna á, að það er orðinn fastur siður, að Oslóborg sendi Reykjavík jólatré árlega sem vinargjöf. Og nú er 50 fulltrúum frá Norrænu félögunum í Reykjavík, Osló, Helsingfors og Stokk- hólmi boðið til vinabæjamóts í Kaup- mannahöfn í júnílok í sumar. Fyrsta vinabæjamót sem haldið var hér á landi fór fram á Siglufirði dagana 26. júlí til 1. ágúst 1951. Þá mættu hér fulltrúar frá öllum vina- bæjum Siglufjarðar. Röðin er nú aftur komin að Siglufirði, og ætlunin var að stofna til vinabæjamóts þar í sumar, en því hefur nú verið frestað til 1957, en þá munu Norrænu félögin gangast fyrir sameiginlegri ferð til íslands fyrir full- trúa fleiri íslenskra vinabæja. Þá er ráðgert að stofna til allsherjarvinabæja- móts hér og skipuleggja kynnisferð út um land. Á öðrum stað í þessu riti er birt yfirlit yfir þau vinabæjatengsl við ís- lenzka bæi, sem þegar hefur verið stofn- að til. Vinabæjastarfsemin er víða orðin vinsæll liður í norrænu samstarfi, en þessi þáttur norrænnar samvinnu er til- tölulega nýr. Hann hófst fyrst fyrir al- vöru að stríðslokum. Mörg mót eru nú haldin árlega í einhverju landanna og auka þau gagnkvæm kynni og skilning á högurn frændþjóðanna. Fyrir tveimur árum var ég fulltrúi Norræna félagsins á einu slíku móti, sem haldið var í Biskerod í Danmörku. Þar var samankomið fólk frá öllum Norður- löndum. Norræna félaginu í Reykjavík var boðið að senda fulltrúa þangað og mætti ég þar fyrir hönd félagsins en ekki sem fulltrúi vinabæjar. Þar var sem að líkum lætur mikið rætt um, á hvern hátt bezt væri að haga samstarfi vinabæjanna, og var þar m. a. talað um skiptiferðir skólaung- menna. Einnig var rætt um, hve æski- legt það er að vanda val vinabæja, þannig, að sem mest persónuleg kynni geti átt sér stað og árangur starfsins orðið sem beztur. Okkur íslendingum er mestur fengur í því að fá vinabæi, sem ekki liggja langt frá alfaraleiðum. Það þarf að vera auðvelt að heimsækja þá án mik- illar fyrirhafnar og mikils tilkostnaðar. Hingað til hafa tilviljanir of oft ráðið því, hvaða bæir hafa orðið fyrir valinu, Þegar stofnað hefur verið til vinabæja- tengsla við íslenzka bæi, og þá hefur ekki verið tekið tillit til þess, sem hér að framan er minnzt á. — Sem dæmi um þetta get ég nefnt, að Hveragerði hefur hlotið vinabæi, sem allir eru f jarri alfaraleið: Brande á Jótlandi, Skoger í Noregi, Örnsköldsvik langt norður í Norrlandi í Svíþjóð og Áánekoski í Finnlandi. Tveir þeir síðastnefndu eru svo fjarlægir að það mun reynazt erfitt og kostnaðarsamt að hafa náið samband við þá héðan. Þegar ég var á ferð í Finnlandi fyrir tveimur árum var ég beðin að heimsækja Áánekoski og 8

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.