Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 27

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 27
1956 Norrœn tíðindi stjóri stofnfundarins, en Óli Þ. Guð- bjartsson, fundarritari. Stofnendur voru 27. Stjórn Norræna félagsins á Selfossi skipa: Björn Sigurbjarnarson, bankagjald- keri, form., Snorri Ámason, fulltrúi, varaform., Hjörtur Þórarinsson, kenn- ari, ritari. Sigurður Eyjólfsson, skóla- stjóri, gjaldkeri og Páll Jónsson, tann- læknir, meðstjórnandi. Norræna félagið, Hveragerði. Föstudaginn 13. apríl 1956, var stofn- uð félagsdeild í Hveragerði. Stofnfund- urinn var haldinn að Hótel Hveragerði. Magnús Gíslason, framkvæmdastjóri félagsins, flutti stutt erindi um sögu og starf Norrænu félaganna og las drög að félagslögum. Kristmanni Guðmunds- syni rithöfundi var falin fundarstjórn, en hann kaus sér Guðbjart Gunnarsson skólastjóra, sem fundarritara. Fundar- stjóri las upp drög að lögum, grein fyrir grein, og voru þau samþykkt með nokkr- um breytingum. Því næst var kjörin stjórn. Hana skipa: Kristmann Guð- mundsson, rithöf., formaður, frú Grethe Ásgeirsson, Unnsteinn Ólafsson, skóla- stjóri, Jóhannes Þorsteinsson og Snorri Tryggvason. Stofnendur vom 35. Að lokum voru sýndar kvikmyndir frá Svíþjóð. Norræna félagið, Keflavík. Föstudaginn 4. maí 1956 var félags- deild stofnuð í Keflavík. Framkvæmda- stjóri félagsins nauð aðstoðar Rotary- klúbbs Keflavíkur við undirbúning að stofnun deildarinnar. Stofnfundurinn var haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Kefla- vík. Framkvæmdastjóri Norræna félagsins ræddi í upphafi fundarins um sögu og markmið norrænu félaganna. Hann minntist einnig á nokkur fram- tíðarverkefni og verksvið félagsdeild- anna. Alfreð Gíslason, bæjarfógeti, var kjörinn fundarstjóri, en hann tilnefndi Þorgrím Eyjólfsson, forstjóra, fundar- ritara. Fundarstjóri las drög að lögum fyrir deildina og vam þau samþykkt með fáeinum breytingum. Að því loknu var stjóm kosin. Stjórnina skipa: Al- freð Gíslason, bæjarfógeti, formaður, Kristinn Pétursson, bóksali, Johan Ellerup, lyfsali, Þorgrímur Eyjólfsson, formaður og Hermann Eiríksson, skóla- stjóri. Stofnendur vom 50. Að lokum var rætt nokkuð um nor- rænt samstarf m. a. væntanleg vina- bæjatengsl, og að síðustu voru sýndar kvikmyndir frá Svíþjóð. Norræna félagið, ísafirði. Deild innan Norræna félagins hefur verið starfandi hátt á annan áratug á ísafirði. Meðal verkefna sem deildin hefur látið sig skipta má nefna, að á stríðsárunum tók hún þátt í fjársöfnun til hjálpar norrænu frændþjóðunum. Eftir styrjöldina hefur deildin tekið nokkum þátt í vinabæjastarfinu. Má í því sambandi nefna, að skipzt hefur verið á nokkrum bréfum og gjöf send til vinabæjarins Linköping í Svíþjóð. I fyrrahaust (1954) tók deildin á móti danska rithöfundinum Jörgen Bukdahl. Hann flutti erindi á Isafirði á vegum Noræna félagsins, og var því vel tekið. Deildin minntist í apríl byrjun 1955, 150 ára afmælis H. C. Andersens með kaffisamsæti fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Þar flutti Björn H. Jónsson, skólastjóri, ítarlegt erindi um H. C. Andersen. Félagsmenn eru nú 30 talsins. 23

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.