Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 28

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 28
Norrcen tíðindi 1956 Stjórn deildarinnar skipa: Kristján Jónsson, frá Garðsstöðum, formaður; Björn H. Jónsson, skólastjóri, vara- formaður; Birgir Finnsson, fram- kvæmdastjóri, ritari; Guðmundur Jóns- son frá Mosdal, gjaldkeri; Jónas Tómas- son, tónskáld, meðstjórnandi. Norræna félagið, Sigiufirði. Norræna félagið í Siglufirði var stofn- að þann 27. júní 1938, að tilhlutun Guð- mundar Hannessonar bæjarfógeta, er þá var kjörinn fyrsti formaður þess. Aðrir í hina fyrstu stjórn félagsins voru kjörn- ir þeir Baldvin Þ. Kristjánsson, Þorkell Clementz, Otto Jörgensen og Alfons Jónsson. Stofnendur voru 50 talsins. Strax á fyrsta ári lét félagið til sín taka um aukin samskipti við frænd- þjóðirnar. Sambandið milli frændþjóð- anna var þá lífrænna en það er nú, þeg- ar fjöldi útlendra fiskiskipa frá öllum Norðurlandaþjóðunum stundaði síld- veiðar fyrir Norðurlandi og Siglufjörð- ur var aðalbækistöð flotans. Samkomur og samsæti voru haldin. Gagnkvæm kynni og vinátta myndaðist, er síðan hefur því miður nokkuð fyrnzt, vegna óviðráðanlegra og breyttra aðstæðna. Starfið hefur þó ávallt haldið áfram í upprunalegum anda og tilgangi. Árið 1941 var Baldvin Þ. Kristjáns- son kosinn formaður í stað Guðmundar Hannessonar, er þá baðst undan endur- kosningu og gengur þá starfið sinn vana gang. Þegar kemur fram um 1945, verð- ur cvenjuleg deyfð í starfi félagsins og helzt svo þar til 1948. Þá boða nokkrir áhugamenn undir forystu Jóhanns Jó- hannssonar skólastjóra og Þ. Ragnars Jónassonar til aðalfundar og skemmti- fundar 4. des. 1948. Hefst nú starfið á ný af fullum krafti. Þá er tilkynnt að Siglufjörður hafi verið kjörinn vinabær Herning í Danmörku og fögnuðu menn yfirleitt þeirri ráðstöfun. Á aðalfundi í janúar 1949 er kjörinn nýr formaður, Þ. Ragnar Jónasson, í stað Jóhanns Jóhannssonar, er þá baðst undan endurkjöri. Á fundinum berst tilkynning um vinabæjamót í Herning í Danmörku dagana 10.—14. júní og ósk um, að félagið sendi einn eða fleiri fulltrúa til Herning. Lifnar nú áhugi manna, en félagið er fámennt og fá- tækt, og því ekki hægt um vik fyrir það a ðleggja út í kostnaðarsamt ferðalag; það verður því að reyna á þegnskap og áhuga manna og sjá hvað á vinnst. Loks eru þessir erfiðleikar yfirunnir og til ferðarinnar eru fengnir fjórir fulltrúar, þau hjónin Ingibjörg Eggertsdóttir og Sigurður Gunnlaugs- son, Gróa Halldórsdóttir og Sigurjón Sigurjónsson. Fór þetta fólk svo fyrir félagið á eigin kostnað sem fyrstu full- trúar frá íslandi til vinabæjamóts með hinum frændþjóðunum. Aldrei fyrr hafði verið haldið vinabæjamót, þar sem Is- land átti fulltrúa, og þótti því mót þetta marka tímamót í sögu norrænu félaganna og vinabæjahreyfingarinnar. Mót þetta var í alla staði hið ánægju- legasta, og varð vísir þess samstarfs, er síðan hefur ætíð verið milli vinabæj- anna allra og Siglufjarðar. Vinabæja- hringnum var með móti þessu lokað, en hann skipa 5 bæir, einn í hverju Norðurlandanna. Vinabæir Siglufiarðar eru Herning í Danmörku, Utajárvi í Finnlandi, Holmestrand í Noregi og Vá- nersborg í Svíþjóð. Síðan 1949 hafa svo verið vinabæjamót í öllum þessum bæjum. Norræna félagið hefur átt full- trúa á fjórum vinabæjamótum, og eitt mót hefur verið haldið hér á Siglufirði. Fyrsta vinabæjarmótið, sem haldið hefur 24

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.