Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 9

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 9
1956 Norrœn tiðindi frá Noregi, og var hún send um hæl með nokkrum athugasemdum. Norsku kennslubækurnar fjalla mun meira um efni, er snertir Islandssögu en kennslubækur hinna Norðurland- anna, einkum fornöldina. Það er eins og hverjum norskum söguritara renni blóðið til skyldunnar, þegar hann minn- ist þess djarfa ævintýris, er brot af hans eigin þjóð lagði út í það mikla ævintýri að nema ísland. 1 föðurlegu stolti þessa afreks gleymist Norðmann- inum stundum, hvenær þetta afsprengi hinnar norsku þjóðar fór að standa á eigin fótum — hvenær Islendingar gerð- ust sjálfstæð þjóð. Hefur því nokkuð viljað brenna við, að Norðmenn eignuðu sér heiðurinn af fundi GrænlandsogVín- lands og gerðu í kennslubókum sínum óglöggan mun á íslenzkum og norskum fombókmenntum. Þó hefur þetta þok- azt nokkuð í rétta átt í nýjustu útgáf- um kennslubókanna. Vonandi tekst norskum og íslenzkum fræðimönnum, áður en langt líður, að draga heildar línur, sem báðir geta fellt sig við. I norsku sögubókunum er líka nokkuð getið um þróun mála á íslandi á síð- ustu tímum. Jafnvel svo nýr atburður sem Nobelsverðlaimaveiting til Kiljans er kominn inn í norska kennslubók. Á Norðurlöndum utan Islands virðast at- burðir yfirleitt ekki þurfa að verða 50 —100 ára gamlir til þess, að farið sé að geta þeirra í almennum kennslubók- um. Dönsku sögukennslubækurnar eru yf- irleitt mjög fáorðar um ísland. Nokk- urra staðreynda, er lúta að samskipt- um Dana og Islendinga er þó oftast getið. Greint er mjög stuttlega, en hlut- lægt, frá lokaþætti þeirra viðskipta, sambandslögunum 1918 og lýðveldis- stofnuninni 1944. En þar sem eigi er skýrt frá aðdraganda þeirra atburða, hljóta málalok að koma dönskum nem- endum nokkuð á óvart, og veltur þá hér sem oftar mjög á viðhorfi og túlk- un kennarans. Danska sögunefndin hefur af sinni hálfu sett fram allmikla gagnrýni á kennslubækur okkar í íslendingasögu. Þykir henni sem þar kenni nokkurrar andúðar og beiskju í garð Dana. Furðar nefndina á því, að sá tónn skuli eigi hafa mildazt, síðan sjálfstæðisbaráttu okkar lauk með fullum sigri. Telur nefndin, að nú sé eðlilegt, að íslend- ingar geti litið með meiri ró og víðsýni á misfellur í sambúð þjóðanna, t. d. einokunarverzlunina og fjáröflun danskra konunga hér eftir siðaskipti. Æskilegt sé, að slík fyrirbæri séu túlk- uð í ljósi þess, sem gerðist með öðrum þjóðum á sama tíma. Þótt ekki sé víst, að fallizt verði með öllu á þessi sjónarmið, er rétt og æski- legt, að þeir, sem hér rita kennslubækur í íslendingasögu eða undirbúa nýjar út- gáfur eldri kennslubóka, taki viðhorf dönsku nefndarinnar til vinsamlegrar athugxmar. Meðan plögg, sem að þessu lúta, hafa ekki verið gefin út, er upp- lýsinga að leita til íslenzku sögunefndar- innar. Við Islendingar höfum ekki átt í svo stórfelldum brösum við nágranna, að okkur ætti að vera flestum þjóðum auð- veldara að kenna íslenzka þjóðarsögu án þess, að hún gróðursetji í hugum æskufólks illgresi andúðar í garð nokk- urrar annarrar þjóðar. Víða um heim er slíkt miklu örðugra, og þó er nú að því marki stefnt fyrir atbeina Menn- ingar- og fræðslustofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem fylgist af áhuga með við- leitni Norðurlanda á þessu sviði. Sveinbj. Sigurjónsson. 5

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.