Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 22

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 22
Norrœn tíðindi 1956 Fulltrúafundur Norrœnu félaganna 1955 Fulltrúafundur Norrænu félaganna var haldinn hér í Reykjavík dagana 26. —28. ágúst 1955. Eftirtaldir fulltrúar sátu fundinn: Danmörk: C. V. Bramsnæs, fhv. nationalbank- direktor, formaður. Sigurd J. Christensen, assurandor. Frantz W. Wendt, generalsekretær, að- alritari. Finnland: Yrjö Similá, rádman, formaður. J. Olle Tallquist, fil. mag. Veikko Karsma, generalsekreterare, að- alritari. ísland: Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, for- maður. Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri. Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur. Arnheiður Jónsdóttir, kennari. Páll Isólfsson, tónskáld. Sigurður Magnússon, kennari. Stefán Jóh. Stefánsson, forstjóri. Magnús Gíslason, námstjóri, aðalritari. Noregur: Henning Bödtker, regeringsadvokat, formaður. Erling Österud, skolestyrer. Henry N. Bache, generalsekretær, aðal- ritari. Svíþjóð: Nils Goude, direktör, framkvæmdastjóri, formaður. Harald Elldin, rektor. Hildur Nygen, undirvisningsrád. Ame F. Andersson, direktör. Birger Olsson, sekreterare, ritari. Fulltrúafundurinn hófst föstudaginn 26. ágúst í Alþingishúsinu með því að formaður Norræna félagsins, Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, setti fundinn og bauð gestina velkomna. Fundarstjóri var kjörinn Gunnar Thoroddsen, en til vara C. V. Brams- næs, Yrjö Similá, Henning Bödtker og Nils Goude. Ritarar voru kosnir Birger Olsson og Magnús Gíslason. Málefni fundarins voru: 1. Stutt yfirlit yfir störf félaganna á því tímabili, sem liðið er frá síð- asta fulltrúafundi. (Yfirlit yfir starfsemi félaganna gáfu eftirtaldir fulltrúar: C. V. Bramsnæs, Veikko Karsma, Magnús Gíslason, Henning Bödtker og Arne F. Andersson). 2. Sérstaða íslands í norrænni sam- vinnu. Framsögum.: Gunnar Thoroddsen. 3. Vinabæjamót á Islandi. Framsögum.: Arnheiður Jónsdóttir. 4. Fyrstu athuganir um möguleika á stofnun nýrra norrænna sjóða. Framsögum.: Arne F. Andersson. 5. Norrænn dagur 1956. Framsögum.: Frantz Wendt. 6. Samnorrænt frímerki. Framsögum.: Frantz Wendt. 18

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.