Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 7

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 7
1956 Norrœn tíðindi Ókeypis skólavist á norrœnum lýðháskólum Undanfarin níu ár hafa 10—12 nem- endur ár hvert fengið ókeypis skóla- dvöl á lýðháskólum á Norðurlöndum fyrir atbeina félagsins. Gert er ráð fyr- ir að svo verði einnig skólaárið 1956 —57. Æskilegt er, að væntanlegir nem- endur hafi lokið námi frá héraðsskól- um eða gagnfræðaskólum hér og séu orðnir 18 ára. Meðmæli frá skólastjóra auk afrits af prófskírteini þurfa að fylgja umsóknum. Kjör þau, sem upp á er boðið, eru þessi: Danmörk: 1 nemandi, 666.00 danskar krónur. Skólarnir byrja um 1. nóv. og þeim lýkur um 1. apríl. Finnland: 1 nemandi, 25.000.00 finnsk mörk. Skólarnir hefjast í lok okt. og standa yfir fram í aprílbyrjun. Noregur: 2 nemendur, 750.00 norskar krónur. Skólarnir byrja að jafnaði í októberbyrjun og standa 6—7 mánuði eða til maíloka. Svíþjóð: 8 nemendur, 105.00 sænskar krónur á mánuði, meðan skólinn stendur yfir, en það eru um 6 mán- uðir. Auk þess fá væntanlegir nem- endur ókeypis ferðir með járn- brautarlest frá landamærastöð að skólanum og til baka. Nær því 100 íslenzkir unglingar hafa þegar notið þessarar fyrirgreiðslu Nor- rænu félaganna. Ásgeir Ásgeirsson, forseti Islands, var kjörinn heiðursfélagi Norræna félagsins 4. maí 1954. 3

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.