Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 23

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 23
1956 Norræn tíðindi 7. Staða norrænna sendikennara í heimalandi. Framsögum.: Arne F. Andersson. 8. Tillaga um sameiginlegt heiðurs- merki. Framsögum.: Arne F. Andersson. 9. Ýmis mál. Dagskrá fundarins var í aðalatriðum þessi: Föstudagur 26. ágúst. Kl. 9,30 Fundur í Alþingishúsinu. — 12,15 Hádegisverður í Sjálfstæðis- húsinu í boði Norræna félags- ins. — 14,00 Fundur í Alþingishúsinu. — 17,00 Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, tók á móti full- trúunum á Bessastöðum. — 19,30 Kvöldverður í ráðherrabúð- staðnum, Tjamargötu 32, í boði utanríkisráðherra. Laugardagur 27. ágúst. Kl. 9,30 Fundur í Alþingishúsinu. — 12.15 Hádegisverður í Þjóðleikhús- kjallaranum í boði Islands- deildar Norðurlandaráðs. — 14,00 Fundur í Alþingishúsinu. Síðari hluti dagsins og kvöldið frjálst. Sunnudagur 28. ágúst. Ferð um Suðvesturland í boði Reykja- víkurbæjar. Lagt af stað frá Alþingis- húsinu kl. 9,30. Fyrst var farið að Reykjum í Mosfellssveit og hitaveitan skoðuð. Farið um Þingvöll að Sogs- fossum og þar borðaður hádegisverður kl. 13,00. Síðan komið við í Hveragerði, Krýsuvík og Hafnarfirði, og þar var snæddur kvöldverður í boði Hafnar- fjarðarbæjar. Ýmsar samþykktir voru gerðar. Þær helztu voru þessar: Fulltrúafundur Norrænu félaganna lætur í Ijós þá von, að nefnd sú, sem skipuð var að frumkvæði Norðurlanda- ráðsins til að fjalla um bættar sam- göngur milli Islands og Norðurlanda, muni geta bent á leiðir og ráð til að auðvelda og auka gagnkvæm samskipti milli Islands og hinna norrænu frænd- þjóða. Fulltrúafundurinn harmaði þær deil- ur, sem risið hafa á sviði norrænna flugsamgangna og lýsti þeirri von sinni, að vandamálin yrðu leyst í anda nor- rænnar samvinnu. Fulltrúafundurinn væntir þess, að sú sérstaða, sem Island hefur ennþá með því að viðhalda í framkvæmd vegabréfa. skyldu ríkisborgara Norðurlanda, verði úr sögunni sem fyrst. Fulltrúafundurinn hvatti Norrænu fé- lögin til að stuðla enn frekar að því að styrkja hin menningarlegu tengsl Is- lands og Norðurlanda með því að auka hina gagnkvæmu fræðslustarfsemi með kvikmyndum og fyrirlestrum, auknum kennara- og nemendaskiptum og farand- sýningum á bókum og listaverkum. Ákveðið var að halda norrænan dag í þriðja sinn haustið 1956 og kanna möguleika á sameiginlegri ferð fulltrúa frá vinabæjum á Norðurlöndum til Is- lands sumarið 1957. Fulltrúafundurinn ákvað að skipa nefnd til að vinna að undirbúningi og ganga frá tillögu um, hvernig efla mætti norræna menningarsióði, sem fyrir eru, eða rnynda nýja, — en tilmæli höfðu borizt frá Norðurlandaráði til Norrænu félaganna um að athuga og leggja fram tillögur um þessi mál fyirr næsta þing ráðsins. Ákveðið var að halda næsta fulltrúa- fund í Svíþjóð 1956. 19

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.