Norræn tíðindi - 01.12.1962, Síða 3
NORRÆN TIÐINDI
FÉLAGSRIT NORKÆNA FÉLAGSINS
KEYKJAVÍK
Ritstjóri og ábyrgðarm.:
MAGNtJS GlSLASON
1.—2. tbl. Desember 1962 7. árgangur
Sigurganga norrænnar samvinnu
Meðal fornra frásagna, er herma frá norrœnni samvinnu, er sú, sem
nú skal greina.
Það var einn vetur, að Ölafur Noregskonungur Tryggvason sendi menn
til Sigríðar drottningar í Svíþjóö, er kölluð var hin stórráða, og hóf upp
bónorð sitt við drottningu. Hún tók því vel, og var það mál fest með
einkamálum.
Um vorið fór Ólafur konungur austur til Konungáhéllu, til stefnu
móti Sigríði drottningu. Er þau fundust, þá töluðu þau það mál, er rœtt
hafði verið um veturinn, að þau mundu gera samgang sinn, og fór það
mál áílt líklega.
Þá mœlti Ölafur, að Sigríður skyldi skírn taka og rétta trú. Hún
svarar: „Ekki mun ég ganga af trú þeirri, er ég hefi fyrr haft og frœndur
mínir fyrir mér. Mun ég og ekki að því telja, þótt þú trúir á þann guð,
er þér líkar.“
En nú tók að stga í biðillinn, sem var maður bráðlyndur, — og still-
ingin engin. Hann mœlti af þjósti:
„Hvt mun ég vilja eiga þig hund,heiðna,“ og laust t andlit henni með
glófa sinum, er hann hélt á. Stóð hann upp stðan og bœði þau.
Þá mælti Sigrtður:
„Þetta mætti verða vél þinn bani.“
Fór konungur norður í Víkina, en drottning austur t Svtavéldi.
Þessi tilraun til norrœnnar samvinnu hlaut þannig heldur kuldaleg
og snögg endalok.
En orð Sigríðar stórráðu reyndust spámæli og rœttust áður en varði.
Sveinn Danakonungur tjúguskegg fékk hennar skömmu síðar, og eggj-
aði hún nú eiginmann sinn lögeggjan til orrustu við Ölaf Tryggvason.
Konungum Svía og Dana, ásamt norskum keppinautum Ölafs konungs,
tókst með samstilltu norrænu átaki að ráða niðurlögum hans t Svoldar-
orrustu, árið eitt þúsund, sama ár sem allar þjóðir Norðurlanda höfðu
1