Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 14

Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 14
Norrœn tíðindi 1962 heildarblær yfir þessum hetjukvæðum. Kalevala-kvæðin hafa haft mikil og djúpstæð áhrif á flnaska listsköpun ekki hvað sízt á sviði skáldskapar og tón- listar. Kalevala-dagurinn, hinn 28. febrúar, er haldinn hátíðlegur í Finnlandi. Þann dag dagsetti Elias Lönnrot formálann að lokaútgáfu sinni af Kalevala-kvæð- unum. Aðalpersónur kvæðanna eru: Váiná- möinen, Ilmarinen og Lemminkáinen. En mikill fjöldi persóna kemur fram í kvæðabálknum og er oft erfitt að átta sig á atburðarásinni, svo margslunginn er vefur viðburðanna. Hinn aldurhnigni Váinámöinen er al- inn af móður vatnanna. Hann er upp- hafsmaður akuryrkjunnar. Hann er fjöl- kunnugur og kann margt gjöminga- kvæða og töfraljóða. Hinn ungi Ilmar- inen er þjóðhagasmiður einkum á járn, en Lemminkáinen er góðlyndur og glað- lyndur. Þessir þrír menn verða ástfangnir í hinni fögru mey, sem býr í hinu myrka landi norðursins (Pohjola). Fyrst legg- ur Lemminkáinen land undir fót til að biðja hennar, en hún vill ekki þýðast hann og vísar honum á bug. Því næst fer Váinámöinen á fund hinnar fögru meyjar. Hann vill einnig freista gæf- unnar og er bónorðsför hans þannig lýst: Bláu klæði súð hann sveipti, sveipti snekkju rauðu klæði. Stefni bæði gulli greypti, greypti silfri stefni bæði. Þegar óttan rann hin rauða, roði morguns sást á skýjum, sigldi hann út á sæinn auða, sigldi eftir leiðum nýjum. Siglutréð hann síðan reisti, seglin felldu greiddi og leysti, seglið rauða, seglið bláa. Sauð á keipum bylgjan háa. Frá sér hverjum brotsjó bægði, brúnum kili hafið plægði. Mælti því næst þessum orðum, þessi orð í bragarskorðum: „Stíg á bát minn himnaherra, himins náð lát aldrei þverra, veit mér orku af þreki þínu, þorið efldu í brjósti mínu að þreyta fang við þrútnar bylgjur, þola hafsins römu fylgjur". Áfram nýja súðin siglir, siglir áfram, nálgast óðum, siglir fram með úrgum odda yzt á mistri sveiptum hólma. En þá kemur Annikki, systir Ilmar- inens, auga á Váinámöinen. Hún kemst að fyrirætlunum hans og segir bróður sínum frá því hvað Váinámöinen hyggst fyrir. Annikki hin öllum kunna orð sín felldi í bragarskorður: „Almasveigir Ilmarinen, öllum frægri smiðum snjöllum! Berast högg þín hörð til eyra, hlymur æ þinn steðji glymur. Hesta skaltu hafa á járnum, hertu járn í skeifur þínar. Gerðu við þinn gamla sleða, gerðu nýjan sleða úr tágum. Bú þig skjótt til bónorðsfarar, beindu för til Pohjalanda, bú þig skjótt, því biðiU annar beinir för til sama staðar: Váinámöinen aldinn, ítur yfir höfin bláu siglir, sett eru stefnin silfri og gulli, seglin rauðu og bláu stöfuð. Siglir hann beint til Sariola, Syrgisdala í Pohjola.“ 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.