Norræn tíðindi - 01.12.1962, Síða 22
Norrœn tlðindi
1962
gerð um þetta mál, sem útbýtt var á
fundinum. og kom hann þar m.a. fram
með athyglisverðar tillögur um endur-
skipulagningu á nokkrum þáttum í
starfsemi Norrænu félaganna með til-
liti til nýrra viðhorfa á evrópskum vett-
vangi. Ýmiss nýmæli koma þar fram,
sem verða tekin til athugunar af stjóm-
um félaganna á næstu mánuðum.
Fundurinn samþykkti allýtarlega á-
litsgerð um þetta mál, þar sem m.a. er
nefnt, að það sé álit fundarins að nauð-
sjmlegt sé, að norrænu þjóðirnar séu vel
á verði í sambandi við þróun mála á
sviði efnahagsbandalags-málanna í Evr-
ópu, og að þau styrki sem bezt sam-
stöðu sína, þar sem þjóðimar megi sín
lítils ein og ein, en sameinaðar geti þær
orðið öflugur aðili í þessum efnum.
Annað mál á dagskrá var: Norrœnu
félögin og kennslan í Noröurlandamál-
um. Framsögumaður var Arne F. And-
ersson, framkvæmdastjóri Norræna fé-
lagsins í Svíþjóð.
Meðal tillagna, sem fram komu í því
máli, var endurskoðun á starfsskilyrð-
um og launakjörum sendikennara, sem
starfað hafa á vegum félaganna.
Einnig kom fram tillaga um að at-
hugað yrði, hvort ekki væri unnt að
nota ný-íslenzkan framburð að ein-
hverju eða nokkru leyti á skyldunám-
skeiðum í fornnorrænu máli, sem kall-
ast oldnordisk í Danmörku, gammel-
norsk í Noregi og fornsvenska í Sví-
þjóð, en allir norrænir stúdentar, sem
lesa móðurmál til embættisprófs, verða
að taka slíkt námskeið í fornnorrænu
máli og er þá notaður framburður, sem
er harla mismunandi í hverju þessara
landa fyrir sig, og oft er engin sönnun
fyrir því, að sá framburður sé nær því
upprunalega en nútímaíslenzkur fram-
burður orðanna. Ef tekinn yrði upp nú-
tímaíslenzkur framburður á fornmáli
þessara landa, t.d. að vissu marki,
mundi það þýða, að þúsundir norrænna
móðurmálskennara fengju nokkurra til-
sögn í nútíma-íslenzku árlega og nám-
skeiðin í fornnorræna málinu yrðu líf-
rænni og aðgengilegri fyrir stúdentana.
Þriðja mál fundarins var: Sérstaða
Islands og Finnlands í norrœnni sam-
vinnu. Henrik Groth, bókaútgefandi,
formaður Norræna félagsins í Noregi
var framsögumaður og lagði hann mjög
glögga greinargerð fyrir fundinn um
ýmsa þætti þessa máls.
Hann gerði grein fyrir samstarfi og
tengslum skandínavísku landanna
þriggja Danmerkur, Noregs og Svíþjóð-
ar hvers um sig við ísland og Finn-
land og kom fram með mjög athyglis-
verðar tillögur í 10 liðum til örvunar
gagnkvæmu samstarfi þessara þjóða.
Þar er m.a. talað um að skipa nefnd,
sem fengi það verkefni, að efla þátt
Islands og Finnlands í menningarsam-
skiptum norænna þjóða almennt, að
efna til námskeiða og fyrirlestra í
ríkara mæli en nú er um íslenzkar og
finnskar bókmenntir og aðra menning-
arþætti í nágrannalöndum, að fá fleiri
ísl. og finnskar bækur þýddar á önnur
Norðurlandamál og að láta semja óska-
lista yfir hvaða skáldrit ætti öðrum
fremur að þýða. Rætt var um aukna
útgáfustarfsemi til að kynna bæði bók-
menntir og listir þjóðanna út á við, út-
gáfu orðabóka, aukin nemendaskipti, og
síðast en ekki sízt minntist Henrik
Groth á stofnun norrænu menningar-
miðstöðvarinnar, sem ráðgert er að
reisa í Reykjavík til eflingar samstarfs
og tengsla milli íslands og norrænu
frændþjóðanna.
Uffe Grosen, formaður dönsku menn-
ingarmálanefndarinnar, er var einn af
20