Norræn tíðindi - 01.12.1962, Qupperneq 5

Norræn tíðindi - 01.12.1962, Qupperneq 5
196B Norrœn tíöindi Matthías ÞórSarson fyrrum þjóðminjavörður 1877—1961 Matthías Þórðarson var formaður Norræna félags- ins fyrstu 10 árin (1922—1932). Hann gekkst fyrir stofn- un félagsins haustið 1922 fyrir tilmæli Augústar Flygen- ring x Hafnarfirði og Sighvatar Bjarnasonar banka- stjóra, eftir ósk Sveins Björnssonar þá sendiheri-a ís- lands í Kaupmannahöfn, en þeir Augúst og Sighvatur voru þá nýkomnir frá Norðurlöndum. Matthías Þórðarson las norræn mál og fornfræði við Hafnar-háskóla 1898—1902, en ferðaðist síðan og oft síðar um Norðurlönd og kynnti sér m.a. norræna menn- ingarsögu og starfrækslu norrænna minjasafna. Árið 1908 var hann skipaður þjóðminjavörður, og gengndi hann því embætti til 1. des. 1947 eða um 40 ára skeið. Óhætt er að fullyrða, að enginn hafi unnið meira eða merkara starf í þágu íslenzkra þjóðminja en Matthías Þórðarson. Hann var mikill athafnamaður, traustur og félagslyndur. Hann tók virkan þátt í störf- um ýmissa menningarfélaga. Hans mun lengi verða minnst sem brautryðjanda, bæði um skipulagða vörzlu íslenzkra menningarminja og fyrir störf hans að félagsmálum. láti lögmál vinsamlegrar og heiöarlegrar samvinnu og samkeppni ráöa úrslitum, hvort sem árekstur verður á láði, legi eða á loftsins leiðum. Og í norrœnum anda hefur mörgum vandleystum málum verið til lykta ráðið. Afgreiðsla handritamálsins er ávöxtur norrœnnar samvinnu og verð- ur henni aflgjafi og drjúgt veganesti, um leið og úrlausn þessa viðkvœma máls leggur lárviðarsveig um höfuð og herðar hinnar dönsku þjóðar. Nær tíu aldir eru liðnar frá hinni sögulegu bónorðsför til Konunga- hellu. Bónorðum mun nú almennt háttað nokkuð á annan veg en þá var títt, og afleiðingar þeirra tæplega eins örlagaríkar. Að minnsta kosti væntum við þess, að norrœnar þjóðir eigi engar Svoldarorrustur yfir höfði sér. Hitt skulum við vona og þess skulum við biðja, að sá andi frið- ar og einingar megi jafnan svífa yfir vötnum Norðurlanda, að á sannist þau orð Völuspár, að þar skulu dyggvar dróttir byggja og um aldurdaga yndis njóta. Gunnar Thoroddsen. 3

x

Norræn tíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.