Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 12
Norrœn tíðindi
19fi2
Sömu lögum lýtur val þjóöa, er þær
velja sér aörar þjóöir til að vinna með
að lausn mála, er báðar mega hafa
sóma og blessun af.
Kunnugt er, að Norðurlandaþjóðirn-
ar eru skyldari oss en nokkrar aðrar
þjóðir. Má segja að hér eigi við orð
móður Einars Benediktssonar, sem hún
segir við son sinn: „Sama blóðið er i
okkur, dropar tveir en sami sjór.“
Á Norðurlöndum er alþýðumenntun
meiri en víðast hvar annarstaðar, stétt-
armismunurinn minni, listir og vtsindi
almennari, félags- og dómsmálalöggjöf
betri og mildari, mannréttindi meiri og
þráin í varanlegan og öruggan frið ein-
lægari. Öll þessi þjóðareinkenni hafa
samþróazt á Norðurlöndum vegna
margra alda menningartengsla milli
landanna.
Það hlaut því að leiða af sjálfu sér,
að er Island varð sjálfsætt ríki, tæki
það upp samvinnu við þessi lönd um
lausn margra vandamála, sem það var
ekki fœrt um að leysa eitt sér.
Norðurlöndunum var það vel Ijóst í
síðustu heimsstyrjöld, að ef þau hefðu
borið gæfu til að sameinast um utan-
ríkismál og friðarmál strax að loknum
ófriði 1918, á sama hátt og þau hafa nú
gert, og komið þar fram sem ein órjúf-
anleg heild, þá hefði mörgum hörmung-
um, sem þær urðu að þola, verið afstýrt.
Eins og þeim er það og Ijóst, að beri
þau gœfu til að halda saman og koma
fram sem ein heild framvegis, þá koma
þau til að hafa mikil og afgerandi áhrif
á gang hinna örlagaríkustu mála í fram-
tíðinni, ekki einasta t Evrópu heldur og
á miklu víðtœkara svæði.
Norðurlöndin leggja á það mikla
áherzlu, að ísland slitni ekki úr tengsl-
um við þau. Þau líta á Island, sem varn-
arvegg, er óvelkomnir menningar-
Móðir Lemminkáinens.
Hluti af málverki eftir Akseli Gallen-Kallela
(1865—1931)
straumar frá vestri brotni á, svo að þeir
flæði eigi án andspyrnu inn á Norður-
löndin. Treysta þar á forna og nýja
menningu þjóðarinnar og þrótt hennar
þótt að hún sé fámenn. Og þær eru fús-
ar til að fórna all miklu til þess, að ís-
lenzka þjóðin verði jafnan vaxinn þeim
vanda. Sýna þau þetta bezt með þvt að
byggja hér og starfrækja Norræna
menningarstofnun, svo sem ákveðið er,
en kostnað allan bera Norðurlöndin
sameiginlega. Er þess vænst, að Finn-
ar spyrni á sama hátt við óœskilegum
menningarstraumum frá austri.
Að minni hyggju á tsland að vera
framvegis virkur þátttakandi t nor-
rænni samvinnu, og mun það láta margt
gott af sér leiða ekki einasta fyrir oss
sjálfa, heldur og fyrir aðrar þjóðir.
Gísli Jónsson.
10