Norræn tíðindi - 01.12.1962, Síða 21

Norræn tíðindi - 01.12.1962, Síða 21
1962 Norrœn tíöindi Fulltrúafundur Norrænu félaganna í Kaupmannahöfn 1962 Hinn árlegi fulltrúafundur Norrænu félaganna var haldinn í Kaupmanna- höfn dagana 11. og 12. okt. 1962. Formaður Norræna félagsins í Dan- mörku, Olaf Hedegaard, bankastjóri, • stjórnaði fundinum, en fundurinn var haldinn á Börsen, í hinni merku og sögufrægu byggingu, sem reist var á dögum Kristjáns konungs IV. um 1630. Fundinn sátu 33 fulltrúar: 13 frá Danmörku, 4 frá Finnlandi, 5 frá Nor- egi, 10 frá Svíþjóð og einn frá íslandi. Vegna anna á alþingi gat Gunnar Thoroddsen, formaður Norræna félags- ins ekki sótt fundinn og var fram- kvæmdastjóri félagsins því eini fulltrúi Norræna félagsins á fundinum. Fjögur mál eða málaflokkar voru á dagskrá: Fyrsta málið var: Norðurlönd og Evróya, og hafði það aukafyrirsögn- ina: Det europæiske og ökonomiske fællesskab, det nordiske samarbejde og foreningerne Norden. Framsögumaður í því máli var Frantz Wendt, einn af dönsku fulltrúunum. Hann er aðalritari dönsku deildar Norðurlandaráðs. Hann hafði samið ýtarlega greinar- Frá fundi formanna og framkvæmdastjóra Norrænu félaganna í Stokkhólmi 7.—8. maí 1962. Þar var ákveðið, að fulltrúafundur ársins 1962 skyldi haldinn í Kaupmannahöfn í október og voru dagskrármálefni fundarins þá einnig rædd og ákveðin. — Formenn félaganna sitj- andi (frá vinstri): Olaf Hedegaard, fyrrum bankastjóri (D), Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra (1), Yngve Kristensson, borgarstjóri (S), Henrik Groth, bókaútgefandi (N), K.-A. Fagerholm, forstjóri (F). — Ritarar standandi (frá vinstri): Ole Harkjær (D), Magmis Gísla- son (1), Arne F. Andersson (S), Henry N. Bache (N), Birger Olsson (S), Veikko Karsma (F) 19

x

Norræn tíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.