Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 32

Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 32
Norræn tlðindi 19 62 Veggfeppi eftir Júlíömi Sveinsdúftur í Hæstarétti Dana Nýlega var komið fyrir í hinum nýja réttarsal Hæstaréttar í Kaupmannahöfn ryateppi eftir íslenzku listakonuna Júlí- önu Sveinsdóttur. Danska blaðið Aktu- elt segir frá afhendingunni, sem fram fór ekki alls fyrir löngu, en dómarar tóku sér frí um stund til að taka formlega við teppinu, sem listaverkasjóður ríkis- ins hafði beðið Júlíönu að gera. „Teppinu er komið fyrir á endavegg að baki dómaranna", segir blaðið, „svo að þessi líflega skreyting og sterku lit- brigði trufli þá ekki í sínum ábyrgðar- miklu störfum. I sterkum ávölum ,,kúrfum“ abstrakta mynstursins er ekkert táknmál, en með hinni miklu ró í litum, ber það blæ alvöru, sem sam- ræmist vel þessum stað. Viðfangsefnið er afbragðs vel af hendi leyst og lista- konan gat með góðri samvizku tekið á móti lofinu, sem formaður listaverka- njóðs, Agnete Wothz, og forseti Hæsta- réttar, Kaarsberg, báru á hana við af- hendingarathöfnina. Sjálf lagði hún í stuttri þakkarræðu mesta áherzlu á, að heiðrinum deildi hún með listvefnaðar- konunni Bodil Hatou-Nielsen, sem á- samt samverkakonum sínum hefði ofið teppið af sérstakri kunnáttusemi. Meðan á athöfninni stóð greip hið loðna djúpbláa yfirborð teppisins ljós- geislana á víxl í myndrænum leik, sem gerði listrænu áhrifin ennþá sterkari. Og þegar forseti Hæstaréttar lét undan hvatningu nokkurra félaga sinna og bað dómarana um að fara í hinar bleikf jólu- litu skikkjur sínar og setjast á sinn stað, kom skýrt í ljós hve val listakonunnar á litunum hafði tekizt“. * Aukin menningas'tengsl Islands og IVoregs Á síðasta aðalfundi félagsins Norsk- Islandsk Samband í Osló, flutti formað- ur félagsins, dr. philos. Hallvard Ma- geröy, ávarp þar sem hann sagði m. a.: „I ár eru liðin 700 ár frá því að Is- land gekk Noregi á hönd. Það var með alþingissamþykktinni 1262 um að meiri hluti íslendinga skyldu sverja Hákoni Hákonarsyni hollustueiða. Þetta er ekki endurminning sem við gleðjumst yfir, því menningarsamvinnan milli íslands og Noregs hefur verið bezt, þegar ís- land hefur verið frjálst. Árið 1961 var gott „íslandsár". Ólaf- ur konungur gisti ísland, íslendingar komu til Noregs og gáfu styttu af Ingólfi Amarsyni. Styttan var afhent við mikil hátíðahöld í Rivedal í Vestur- Noregi, en þar er fæðingarstaður Ing- ólfs. Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra Islands, kom til Osló og flutti at- hyglisverða ræðu um samskipti íslands og Noregs á fjölmennum fundi í hátíða- sal háskólans. I október 1961 hélt Há- skóli Islands hátíðlegt 50 ára afmæli sitt og voru þá norsku prófessorarnir Knut Robberstad og Anne Holtsmark sæmdir heiðursdoktorsnafnbótum. Enn- fremur má nefna för formanns félags- ins Norden, Henrik Groth, til Islands. En sú ferð var farin á vegum félagsins Norden og félagsins ísland—Noregur. Henrik Groth flutti fyrirlestra bæði í Reykjavík og á Akureyri". Einnig minntist dr. Hallvard Mageröy á undirbúning að íslenzkukennslu í menntaskólum í Noregi og ræddi um til- lögu um útgáfu rits með upplýsingum um ísland á vegum Norsk—Islandsk Samband. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.