Norræn tíðindi - 01.12.1962, Side 10

Norræn tíðindi - 01.12.1962, Side 10
Norrœn tíðindi 1962 íslenzkum kennurum boöið til Danmerkur í sumar Nýlega barst Norræna félaginu bréf, þar sem Norræna félagið í Danmörku og dönsk kennarasamtök bjóða 20 ís- lenzkum kennurum til þriggja vikna ókeypis námsdvalar í Danmörku næsta sumar. Gert er ráð fyrir að íslenzku kennar- arnir fari utan með „Dronnmg Alex- andrine“ 2. ágúst og komi til Kaup- mannahafnar 7. ágúst. Síðan verði dvai- ist í Höfn í þrjá daga, skoðuð söfn og farið í námsferðir um Norður-Sjáland. Sunnudaginn 11. ágúst verður svo farið til Sonderborg á eyjunni Als við Suður-Jótland, og dvalið þar á Iþrótta- skólanum til laugardagsins 24. ágúst. Farið verður í fræðsluferðir um ná- grennið og til landamærahéraða Suður- Jótlands. Laugardaginn 24. ágúst til laugar- dags 31. ágúst verður kennurum síðan boðin námsdvöl í Kaupmannahöfn. Gist verður á hótelum. Heimsóttir verða skólar. Danskir skólar hefja störf um miðjan ágúst. Ýmsar aðrar mennta- stofnanir verða heimsóttar bæði í Kaupmannahöfn og nágrenni. Væntanlegir þátttakendur eiga svo kost á skipsferð heim með m.s. Gullfossi laugardaginn 31. ágúst frá Höfn. Kynningarkvöld Norræna félagið efndi til kynningar- kvölds í Þjóðleikhúskjallaranum 20. sept. s.l. og bauð þangað þeim nemend- um, sem voru á förum utan til náms við lýðháskóla á Norðurlöndum fyrir milli- göngu félagsins og einnig þeim, sem áð- ur hafa stundað nám á slíkum skólum á vegum þess. Margir fyrri nemendur komu á fundinn og notuðu tækifærið til að biðja fyrir kveðju til skóla sinna og sögðu frá dvöl sinni og kynnum af nor- rænum lýðháskólum. Þessi fræðslu- og skemmtifundur hófst kl. 20,30, aðgang- ur var ókeypis og nemendum var heim- ilt að taka með sér gesti. Þeir Sveinn Ásgeirsson, ritari Norræna félagsins, og Magnús Gíslason, framkvæmdastjóri þess, ræddu við nemendur og gáfu ýms- ar hagnýtar upplýsingar. Um 500 nemendur á 8 árum. Um 60 íslenzkir unglingar munu stunda nám á vetri komanda fyrir milli- göngu Norræna félagsins á lýðháskólum í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Sví- þjóð. Á s.l. 8 árum hafa um 500 íslend- ingar notið fyrirgreiðslu félagsins í þessu efni, og er þessi liður starfsemi þess því mjög umfangsmikill. Allir hljóta nemendurnir styrki til námsdval- arinnar í þeim löndum, sem þeir dvelja í, og verður því skólavistin þeim til- tölulega mjög ódýr. Hér er um heima- vistarskóla að ræða, þar sem áherzla er lögð á almenna menntun og félags- legan þroska. Þá er það auk sjálfs náms- ins mikils vert fyrir hina íslenzku nem- endur, að þeim gefst sérstakt tækifæri til að tileinka sér vel eitt Norðurlanda- málanna, sem þeir búa að æ síðan, og tengjast frændþjóðum vorum traustum vináttuböndum. Er reynslan af dvöl ís- lenzkra nemenda á lýðháskólum á Norð- urlöndum hin ágætasta. 8

x

Norræn tíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.