Norræn tíðindi - 01.12.1962, Qupperneq 9
1962
Norrœn tíðindi
Gunnar Thoroddsen, formaður Norræna fé-
lagsins, afhenti hinum nýkjörnu heiðursfélög-
um N.P., Sigurði Nordal, prófessor (efri mynd-
in) og Guðlaugi Rósinkranz, þjóðleikhússtjóra
(neðri myndin), skrautrituð skjöl frá félag-
inu við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóð-
leikhússins hinn 29. sept. 1962.
54, en ritari félagsins var hann árin
1931—52. Hann flutti nokkur þakkar-
orð og óskaði félaginu góðs gengis í
framtíðinni.
Fimm menn eru nú heiðursfélagar
Norræna félagsins. Auk þessara þriggja
nýkjörnu heiðursfélaga eru forseti Is-
lands hr. Ásgeir Ásgeirsson (kjörinn
4. maí 1954) og fyrrverandi þjóðbanka-
stjóri C. V. Bramsnæs (kjörinn 27. júlí
1960) heiðursfélagar. C. V. Bramsnæs,
fyrrum formaður norræna félagsins í
Danmörku, er heiðursfélagi allra félag-
anna.
Afmæliskveðjur og heillaóskir.
I tilefni af 40 ára afmælinu bárust
félaginu margar kveðjur og árnaðar-
óskir. Blómakveðjur bárust frá nor-
rænu félögunum í Danmörku, Noregi og
Svíþjóð og skrautritað ávarp frá finnska
félaginu.
Auk þess barst blómakarfa frá Banda-
lagi ísl. listamanna og heillaóskir frá
félagsdeildum, einstaklingum og öðrum
aðilum bæði erlendum og innlendum, m.
a. barst svohljóðandi kveðja frá Há-
skóla íslands undirritað af háskóla-
rektor, Ármanni Snævarr:
„Háskóli Islands sendir Norræna fé-
laginu beztu afmæliskveðjur og þakkar
víðtækt og mikilvægt starf til eflingar
menningartengslum við þær þjóðir, sem
oss standa næst fyrir sakir skyldleika,
sameiginlegrar menningararfleifðar og
áþekkra lífsviðhorfa. Megi félaginu vel
famast í framtíðarstarfi, megi sam-
vinna og samhugur Norðurlandaþjóða
enn eflast“.
7