Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 17
1962
Norrœn tíðindi
Félagsdeild stofnuð í Kópavogi
Hinn 5. des. 1962 var efnt til fundar
í Gagnfræðaskóla Kópavogs og þar
samþykkt að stofna deild úr Norræna
félaginu fyrir Kópavogskaupstað.
Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri, sem
ásamt Magnúsi Gíslasyni, framkvæmda-
stjóra N. F., hafði einkum unnið að
stofnun deildarinnar, mælti nokkur inn-
gangsorð um tildrög til fundarboðunar
og undirbúning málsins.
Magnús Gíslason skýrði síðan stutt-
lega markmið og tilgang Norrænu fé-
laganna. Sérstaklega rakti hann sögu
og verkefni Norræna félagsins á íslandi
og gat helztu atriða í lögum þess. Að
lokum svaraði hann nokkrum fyrir-
spurnum fundarmanna. Var síðan form-
lega samþykkt að deildin skyldi stofnuð.
Stofnfélagar samkvæmt áskriftarlistum
voru 63 og 30—40 þeirra voru mættir
á fundinum.
Síðan var gengið til stjórnarkjörs og
Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri, einróma
kjörinn formaður félagsdeildarinnar. Þá
voru kjörnir fjórir meðstjórnendur og
fjórir til vara. Þessir voru kjörnir aðal-
menn: Frú Þorbjörg Halldórs frá Höfn-
um, Andrés Kristjánsson, ritstjóri, Frí-
mann Jónasson, skólastjóri og Gunnar
Guðmundsson, skólastjóri. Varamenn:
Oddur A. Sigurjónsson, skólastjóri,
Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur,
Axel Benediktsson, bæjarfulltrúi og frú
Petrína Jakobsson, teiknari.
Nýkjörinn formaður þakkaði fundar-
mönnum það traust, er sér væri sýnt
og drap á væntanleg verkefni deildar-
innar.
Arnheiður Jónsdóttir, námsstjóri, var
mætt á fundinum, en hún á sæti í stjórn
Norræna félagsins. Bar hún fram árn-
aðaróskir til deildarinnar og mælti
hvatningarorð.
Fundarstjóri á fundinum var Jónas
Pálsson, sálfræðingur.
I upphafi fundarins var sýnd yfirlits-
kvikmynd frá Noregi og í lok hans önn-
ur af listaverkum í ráðhúsi Osló-borgar.
Óðalsfrúin Útgarðsþjóðar
orðin felldi i bragarskorðnr:
„Veigaþöllin vill þig eiga,
veita yndi, tryggðum bindasl,
armi vefja, ylja á barmi.
Eig nú leik við haddinn bleika“.
Málalok þessi urðu mikil vonbrigði
fyrir Váinámöinen og hann ræður eldri
mönnum frá því að biðja sér ungrar
meyjar. Síðan er efnt til brúðkaups í
landi norðursins. Váinámöinen er með-
al boðsgesta. Hann skemmtir brúð-
kaupsgestum með söng og hljóðfæra-
slætti. Hann leikur á kantele, en það er
hörputegund, gamalt finnskt strengja-
hljóðfæri.
I síðasta Kalevala-kvæðinu er svo
sagt frá því, að áður en Váinámöinen
yfirgaf land sitt hinzta sinni, færði
hann Finnlandi og finnsku þjóðinni að
gjöf sitt sérstæða og hljómfagra hljóð-
færi, kantele.
Kvæðin, sem hann söng hlutu nafnið
Kanteletar, en það þýðir mey hörp-
unnar.
Þannig eignaðist finnska þjóðin sína
ágætu hörpu og sín frægu söguljóð.
M. G.
15