Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 17

Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 17
1962 Norrœn tíðindi Félagsdeild stofnuð í Kópavogi Hinn 5. des. 1962 var efnt til fundar í Gagnfræðaskóla Kópavogs og þar samþykkt að stofna deild úr Norræna félaginu fyrir Kópavogskaupstað. Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri, sem ásamt Magnúsi Gíslasyni, framkvæmda- stjóra N. F., hafði einkum unnið að stofnun deildarinnar, mælti nokkur inn- gangsorð um tildrög til fundarboðunar og undirbúning málsins. Magnús Gíslason skýrði síðan stutt- lega markmið og tilgang Norrænu fé- laganna. Sérstaklega rakti hann sögu og verkefni Norræna félagsins á íslandi og gat helztu atriða í lögum þess. Að lokum svaraði hann nokkrum fyrir- spurnum fundarmanna. Var síðan form- lega samþykkt að deildin skyldi stofnuð. Stofnfélagar samkvæmt áskriftarlistum voru 63 og 30—40 þeirra voru mættir á fundinum. Síðan var gengið til stjórnarkjörs og Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri, einróma kjörinn formaður félagsdeildarinnar. Þá voru kjörnir fjórir meðstjórnendur og fjórir til vara. Þessir voru kjörnir aðal- menn: Frú Þorbjörg Halldórs frá Höfn- um, Andrés Kristjánsson, ritstjóri, Frí- mann Jónasson, skólastjóri og Gunnar Guðmundsson, skólastjóri. Varamenn: Oddur A. Sigurjónsson, skólastjóri, Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur, Axel Benediktsson, bæjarfulltrúi og frú Petrína Jakobsson, teiknari. Nýkjörinn formaður þakkaði fundar- mönnum það traust, er sér væri sýnt og drap á væntanleg verkefni deildar- innar. Arnheiður Jónsdóttir, námsstjóri, var mætt á fundinum, en hún á sæti í stjórn Norræna félagsins. Bar hún fram árn- aðaróskir til deildarinnar og mælti hvatningarorð. Fundarstjóri á fundinum var Jónas Pálsson, sálfræðingur. I upphafi fundarins var sýnd yfirlits- kvikmynd frá Noregi og í lok hans önn- ur af listaverkum í ráðhúsi Osló-borgar. Óðalsfrúin Útgarðsþjóðar orðin felldi i bragarskorðnr: „Veigaþöllin vill þig eiga, veita yndi, tryggðum bindasl, armi vefja, ylja á barmi. Eig nú leik við haddinn bleika“. Málalok þessi urðu mikil vonbrigði fyrir Váinámöinen og hann ræður eldri mönnum frá því að biðja sér ungrar meyjar. Síðan er efnt til brúðkaups í landi norðursins. Váinámöinen er með- al boðsgesta. Hann skemmtir brúð- kaupsgestum með söng og hljóðfæra- slætti. Hann leikur á kantele, en það er hörputegund, gamalt finnskt strengja- hljóðfæri. I síðasta Kalevala-kvæðinu er svo sagt frá því, að áður en Váinámöinen yfirgaf land sitt hinzta sinni, færði hann Finnlandi og finnsku þjóðinni að gjöf sitt sérstæða og hljómfagra hljóð- færi, kantele. Kvæðin, sem hann söng hlutu nafnið Kanteletar, en það þýðir mey hörp- unnar. Þannig eignaðist finnska þjóðin sína ágætu hörpu og sín frægu söguljóð. M. G. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað: 1-2. tölublað (01.12.1962)
https://timarit.is/issue/423953

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1-2. tölublað (01.12.1962)

Aðgerðir: