Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 27
1962
Norrœn tíðindi
reynslu en hliðstæð samtök í stærri
löndum. Þannig getum við miðlað af
reynslu okkar og þegið fróðleik og
fengið hugmyndir frá öðrum í starfi,
sem hefur það að markmiði að vera
neytandanum til leiðbeiningar og að-
stoðar. Á fundinum í Kaupmannahöfn
báru menn saman bækur sínar, tjáðu
skoðanir sínar og rökræddu, hvemig
bezt myndi hægt að verða neytendum
að liði. Þar voru samræmdar rannsókn-
ir og rannsóknaraðferðir og rædd mál,
sem voru á döfinni í hverju landi og
hliðstæður þeirra í hinum. Eitt mál vil
ég sérstaklega nefna, sem mikið var
rætt — ég nefni það sem dæmi, því að
í þeim efnum erum við aftastir allra.
Það eru vörumerkingar. I hinum lönd-
unum hefur tekizt að ná samkomulagi
við framleiðendur fjölda margra vöru-
tegunda um ítarlegar upplýsingar um
vörurnar, sem veittar er usamkvæmt
sérstökum reglum, og fylgja þeim á
litlum miðum, sem skýra frá öllu, sem
neytandann skiptir máli. Innihald, sam-
setning, meðferð, þol, o.s.frv. Hvílíkum
verðmætum er ekki forðað á þann hátt
fyrir einstaklinginn og þar með þjóðfé-
lagið í heild, og hve mikið fer ekki í
súginn hjá þeim, — hjá okkur, sem
hirða ekki um að veita neinar slíkar
upplýsingar og leiðbeiningar? — Hér
þurfa menn ekki einu sinni að láta
framleiðanda getið, hvað þá annars,
þótt um vöru sé að ræða, sem hundruðir
króna kostar og jafnvel þúsundir. Við
þekkjum vandann, þegar leitað er til
Neytendasamtakanna hér eftir bitra
reynslu. Hér er brýn þörf ákveðinna
aðgerða og úrbóta, eins og Neytenda-
samtökin hafa margsinnis krafizt.
Við væntum þess að reynsla og fyrir-
mynd annarra Norðurlanda verði til
þess að flýta fyrir framkvæmdum í
þessum málum hér á landi. Hin nor-
ræna samstarfsnefnd um neytendamál-
efni gegnir tvímælalaust hinu þarfasta
hlutverki og er glöggt dæmi um raun-
hæfa, norræna samvinnu, eins og hún
reyndar birtist á mörgum sviðum, og í
þessu tilfelli á vettvangi þeirra, er vinna
að hagsmunamálum neytenda.
Sveinn Ásgeirsson.
Norrœna félagið
Heiðursf élagar:
Ásgeir Ásgeirsson, forseti Islands
C. V. Bramsnæs, fyrrv. aSalbankastjóri.
Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri
Sigurður Nordal, prófessor
Stefán Jóhann Stefánsson, sendiherra.
Sambandsstjórn Norrænu félaganna:
Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra,
formaður
Arnheiður Jónsdóttir, námsstjóri
Gunnar Ólafsson, skólastjóri
Steindór Steindórsson, yfirkennari
Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur
Þórleifur Bjarnason, námsstjóri
Þóroddur Guðmundsson, rithöfundur.
Varamenn:
Baldur Eiríksson, bæjarstjórnarforseti
Grethe Ásgeirsson, frú
Guðmundur Jónsson, skólastjóri
Páll Isólfsson, tónskáld
Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri
Vilhjálmur Sigurjónsson, gjaldkeri.
Stjórn Norræna félagsins í Reykjavík:
Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra,
formaður
Arnheiður Jónsdóttir, námsstjóri
Páll Isólfsson, tónskáld
Sigurður Magnússon, blaðafulltrúi
Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur
Thorolf Smith, fréttamaður
Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri.
Framkvæmdastjóri félagsins:
Magnús Gíslason, námsstjóri.
Heimilisfang Norræna félagsins:
Vonarstræti 8. Pósth. 912, Reykjavík.
25