Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 13

Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 13
1962 Norrœn tíðindi KALEVALA Þegar Uhro KekJconen Finnlandsforseti kom í opinbera heimsókn til íslands í ágústmánuöi 1957 afhenti dr. Gylfi Þ. Gislason, menntamálaráðherra, forseta Finnlands fyrsta eintakiö af fyrra bindi Kalevalaljóða í íslenzkri þýöingu eftir Karl ísfeld. I formálsoröum þeirrar bókar segir dr. Gylfi Þ. Gíslason m. a.: „Mörg og margvtsleg eru þau bönd, sem tengja Finna og Islendinga. Báöar eiga þjóöirnar langa sögu aö baki, og menning beggja hvilir á gömlum merg. En rtki þeirra eru ung, yngst á Norðurlöndum. Þótt Islendingar og Finnar séu ekki skyldar þjóöir og tali óltkar tungur, heyra þær báðar til þeirri þjóðarfjöl- skyldu, sem norræn menning og norrænir þjóðfélagshættir hafa bundið bönd- um, sem eru jafnvel vináttutengslum eldri og traustari. Og svo margt er líkt í sögu og hefð, örlögum og lyndiseinkunn Finna og Islendinga, að aukin kynni hljóta að leiða og hafa leitt til sivaxandisamhygðar.“ Nú á þessu ári var annað bindi Kalevala-þýðingum Karls ísfeld gefið út. Útgáfa þessa verks, sem að mörgu leyti er skylt okkar fornbókmenntum, er mikill bókmenntaviðburður. Þýðing Karls Isfeld er með miklum, glæsibrag, — orðavalið er hljómfagurt og þróttmikið. Verkið er allmikið stytt í íslenzku þýðingunni. Hin viðurkennda heildarút- gáfa Kalevala-kvæðanna frá 18ý9 er um það bil þriðjungi lengri. Bókaútgáfa Menningarssjóðs hefur annast útgáfu þessa verks, sem almennt er talið eitt af öndvegisverkum heimsbókmenntanna. Finnska þjóðkvæðasafnið Kalevala er mikill og sérkennilegur kvæðabálkur. Ljóðin eru 50 talsins og alls um 23.000 vers. Kalevala-kvæðin mynda ekki eina afmarkaða heild, hvorki að efni til né að uppruna. Þau eru safn gamalla ljóð- rænna þjóðkvæða, hetjukvæða, helgi- sagna og söguljóða frá ýmsum tímum og og úr ýmsum landshlutum Finn- lands, en mörg kvæðanna eru af forn- um toga spunnin. Ýmsir fræðimenn hafa safnað þess- um þjóðkvæðum og túlkað þau, en sá sem öðrum fremur hefur bjargað þess- um sérstæðu söguljóðum frá gleymsku er málvísindamaðurinn Elias Lönnrot (1802—1884). Elias Lönnrot ferðaðist árum saman um Finnland þvert og endilangt, en einkum um byggðir finnskumælandi manna og safnaði miklum fjölda af gömlum kvæðum og sögum, sem lifðu á vörum manna. Síðan felldi hann og aðstoðarmenn hans kvæðin saman í einn samstæðan kvæðabálk, sem hlaut nafn- ið Kalevala. Elias Lönnrot áleit, að þessi kvæði, sem oft voru sögð fram eða sungin af sérstökum kvæðamönnum, væru brot úr stórum bálki söguljóða, er ort- ur var endur fyrir löngu, en tvístrað- ist síðan og greindist í f jölmörg minni kvæði. Þótt fáir séu nú þeirrar skoð- unar, þá hvílir sérstæður ljóðrænn 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Norræn tíðindi

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2988-8220
Tungumál:
Árgangar:
8
Fjöldi tölublaða/hefta:
14
Gefið út:
1956-1963
Myndað til:
1963
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Norðurlönd : Menningartengsl : Norræna félagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað: 1-2. tölublað (01.12.1962)
https://timarit.is/issue/423953

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1-2. tölublað (01.12.1962)

Aðgerðir: