Norræn tíðindi - 01.12.1962, Síða 19
1962
Norrœn tíðindi
HELGIDÓMUR ÞAGNARINNAR
Oænhús í höll Sameinuðu þjóðanna
I höll Sameinuðu þjóðanna í New
York lét Dag Hammarskjöld aðalritari
samtakanna innrétta lítið herbergi sem
bænhús, helgidóm þagnarinnar.
Þar eru aðeins 8 stólar. Þeir eru með
hálmsætum og eru af mjög einfaldri
gerð. Á miðju gólfi stendur málmsteins-
blokk og úr lofti herbergisins fellur
Dag Hammars'kjöld
Ijósgeisli yfir steininn. Annan hliðar-
veginn hefur sænski listamaðurinn Bo
Beskow myndskreytt. Aðrir munir eru
ekki í herberginu.
Við inngang þessarar litlu vistarveru
fá gestir afhent dálítið blað, þar sem
aðalritarinn kynnir „herbergi þagnar-
innar“ í fáum orðum.
Orð Dag Hammarskjölds eru á þessa
leið:
Þetta herbergi er helgað hug-
sjón friðarins og þeim sérstaklega, er
fórna lífi stnu í þágu friðarins.
Innst t vorri vitund á kyrrðin grið-
land. Þar ræður þögnin rtkjum.
1 þessari byggingu, sem Hinar Sam-
einuðu þjóðir reistu yfir starfsemi stna
t þágu friðarins, þar sem fulltrúar hinna
ýmsu þjóða skiptast á skoðunum t rök-
ræðum, leita samstöðu eða leitast við
að sætta fjarskyld sjónarmið, er fúll
þörf fyrir vistarveru, sem helguð er
þögninni, út á við gagnvart umhverf-
inu og kyrrðinni, inn á við gagnvart
vorri innstu vitund.
Tilgangurinn var að skapa athvarf t
litlu friðhelgu herbergi, þar sem hægt
er að vera í einrúmi með hugsanir stn-
ar og bænagjörð, þar sem dyr standa
opnar inn t ómælis heim frjálsrar hugs-
unar og þögullar bænar.
Fólk, sem aðhyllist hin fjarskyldustu
trúarbrögð er ætlað að eiga hér athvarf,
þess vegna mega engin þau tákn, sem
að jafnaði eru notuð við guðsþjónustu
hinna ýmsu safnaða fyrirfinnast hér.
En hér eru þó tákn, sem tala sama
máli til vor allra. Vér höfum leitað að
sltkum táknum og höldum oss hafa
fundið þau t Ijósgeislanum úr lofti her-
bergisins, er flœðir yfir glitrandi málm-
grýtið.
1 miðju herberginu sjáum vér þann-
ig tákn þess, hvernig Ijós himinsins gef-
ur jörðinni, sem fóstrar oss, Ijós og
17