Norræn tíðindi - 01.12.1962, Side 8
Norrœn tíðindi
1962
Hátíðarsamkoma í Þjóðleikhúsinu.
Fjörutíu ára afmælisins var minnst
með hátíðarsamkomu í Þjóðleikhúsinu
laugardagskvöldið 29. sept. síðastliðinn.
Félagið bauð hinum góðkunnu leikur-
um Önnu Borg og Poul Reumert hingað
til lands í tilefni 40 ára afmælisins. Þau
voru heiðursgestir félagsins og lásu upp
kvæði, sögu og kafla úr leikriti á há-
tíðarsamkomunni.
Frú Anna Borg las kvæðið Svanerne
fra Norden eftir Seedorff Pedersen og
smásöguna Soninn eftir Gunnar Gunn-
arsson.
Poul Reumert las kvæðið Terje Vigen
eftir Henrik Ibsen. Auk þess fóru þau
bæði saman með síðasta þáttinn úr
Fjalla-Eyvindi eftir Jóhann Sigurjóns-
son.
Önnur atriði hátíðarsamkomunnar
voru: Ávarp formanns Norræna félags-
ins Gunnars Thoroddsen, fjármálaráð-
herra, einsöngur og einleikur á fiðlu.
Norskur söngvari Oiav Erikssen, söng
nokkur norsk lög, söngva eftir Edward
Grieg, og Kristinn Hallsson, óperu-
söngvari söng lög eftir finnsk tónskáld.
Undirleik annaðist Ámi Kristjánsson,
píanóleikari.
Sænskur fiðluleikari, Gert Crafoord,
flutti sænska tónlist við undirleik konu
sinnar, Ann Mari Fröier, píanóleikara.
Þessir ágætu listamenn frá Noregi og
Svíþjóð voru einnig gestir Norræna fé-
lagsins. Þeir komu hingað í tilefni 40
ára afmælisins að tilhlutan sendiherra
Noregs og Svíþjóðar.
Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs-
son og forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir,
heiðruðu félagið með nærveru sinni.
Forseti Islands er heiðursfélagi Nor-
ræna félagsins.
Kjömir heiðursfélagar.
Eftir hátíðarsýninguna í Þjóðleikhús-
inu, voru bornar fram veitingar í kristal-
sal leikhússins fyrir gesti félagsins.
Meðal gesta voru sendiherrar Norður-
landaþjóðanna á íslandi, Bjarne Poul-
son, sendiherra Dana, August von Hart-
mansdorff, sendiherra Svía, Johan
Cappelen, sendiherra Norðmanna og að-
alræðismaður Finna, Eggert Kristjáns-
son, stórkaupmaður.
Gunnar Thoroddsen, fjármálaráð-
herra, formaður Norræna félagsins,
bauð gesti velkomna. Sendiherrar
frændþjóðanna fluttu stuttar ræður,
ámuðu félaginu heilla og afhentu
blómakörfur frá systurfélögunum á
Norðurlöndum. Formaður félagsins
þakkaði fyrir hönd Norræna félagsins
og las því næst afmæliskveðjur og
heillaóskir, sem félaginu höfðu borizt.
Síðan skýrði Gunnar Thoroddsen frá
því, að þrír fyrrverandi formenn félags-
ins hefðu verið kjörnir heiðursfélagar.
Hann ávarpaði hina nýkjörnu heiðurs-
félaga nokkrum orðum og afhenti þeim
skrautrituð skjöl. Fyrstur þeirra var
prófessor Sigurður Nordal, en hann var
formaður félagsins 1932—1936. Prófes-
son Sigurður Nordal þakkaði félaginu
heiðurinn og árnaði því allra heilla.
Þá skýrði Gunnar Thoroddsen frá því
að samband hefði verið haft við Stefán
Jóhann Stefánsson, sendiherra, um að
hann hefði verið kjörinn heiðursfélagi
og hefðu þakkir og heillaóskir til félags-
ins borizt frá honum. Stefán Jóhann Ste-
fánsson var formaður Norræna félags-
ins 1936—1952. Að lokum ávarpaði
Gunnar Thoroddsen Guðlaug Rósin-
kranz, þjóðleikhússtjóra, og afhenti
honum heiðursskjal, en þjóðleikhús-
stjóri var formaður félagsins 1952—
6