Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 10

Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 10
Norrœn tíðindi 1962 íslenzkum kennurum boöið til Danmerkur í sumar Nýlega barst Norræna félaginu bréf, þar sem Norræna félagið í Danmörku og dönsk kennarasamtök bjóða 20 ís- lenzkum kennurum til þriggja vikna ókeypis námsdvalar í Danmörku næsta sumar. Gert er ráð fyrir að íslenzku kennar- arnir fari utan með „Dronnmg Alex- andrine“ 2. ágúst og komi til Kaup- mannahafnar 7. ágúst. Síðan verði dvai- ist í Höfn í þrjá daga, skoðuð söfn og farið í námsferðir um Norður-Sjáland. Sunnudaginn 11. ágúst verður svo farið til Sonderborg á eyjunni Als við Suður-Jótland, og dvalið þar á Iþrótta- skólanum til laugardagsins 24. ágúst. Farið verður í fræðsluferðir um ná- grennið og til landamærahéraða Suður- Jótlands. Laugardaginn 24. ágúst til laugar- dags 31. ágúst verður kennurum síðan boðin námsdvöl í Kaupmannahöfn. Gist verður á hótelum. Heimsóttir verða skólar. Danskir skólar hefja störf um miðjan ágúst. Ýmsar aðrar mennta- stofnanir verða heimsóttar bæði í Kaupmannahöfn og nágrenni. Væntanlegir þátttakendur eiga svo kost á skipsferð heim með m.s. Gullfossi laugardaginn 31. ágúst frá Höfn. Kynningarkvöld Norræna félagið efndi til kynningar- kvölds í Þjóðleikhúskjallaranum 20. sept. s.l. og bauð þangað þeim nemend- um, sem voru á förum utan til náms við lýðháskóla á Norðurlöndum fyrir milli- göngu félagsins og einnig þeim, sem áð- ur hafa stundað nám á slíkum skólum á vegum þess. Margir fyrri nemendur komu á fundinn og notuðu tækifærið til að biðja fyrir kveðju til skóla sinna og sögðu frá dvöl sinni og kynnum af nor- rænum lýðháskólum. Þessi fræðslu- og skemmtifundur hófst kl. 20,30, aðgang- ur var ókeypis og nemendum var heim- ilt að taka með sér gesti. Þeir Sveinn Ásgeirsson, ritari Norræna félagsins, og Magnús Gíslason, framkvæmdastjóri þess, ræddu við nemendur og gáfu ýms- ar hagnýtar upplýsingar. Um 500 nemendur á 8 árum. Um 60 íslenzkir unglingar munu stunda nám á vetri komanda fyrir milli- göngu Norræna félagsins á lýðháskólum í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Sví- þjóð. Á s.l. 8 árum hafa um 500 íslend- ingar notið fyrirgreiðslu félagsins í þessu efni, og er þessi liður starfsemi þess því mjög umfangsmikill. Allir hljóta nemendurnir styrki til námsdval- arinnar í þeim löndum, sem þeir dvelja í, og verður því skólavistin þeim til- tölulega mjög ódýr. Hér er um heima- vistarskóla að ræða, þar sem áherzla er lögð á almenna menntun og félags- legan þroska. Þá er það auk sjálfs náms- ins mikils vert fyrir hina íslenzku nem- endur, að þeim gefst sérstakt tækifæri til að tileinka sér vel eitt Norðurlanda- málanna, sem þeir búa að æ síðan, og tengjast frændþjóðum vorum traustum vináttuböndum. Er reynslan af dvöl ís- lenzkra nemenda á lýðháskólum á Norð- urlöndum hin ágætasta. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.