Fréttablaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 6
Kerfið okkar er svo- lítið ferkantað og við þurfum að finna fleiri og fjölbreytt ari leiðir inn í nám. Sara Dögg Svan- hildardóttir, verkefnisstjóri hjá Þroskahjálp Það er gaman að geta gefið henni þetta tækifæri og við erum mjög spenntar að sjá hvernig þetta gengur. Erla H. Halldórs- dóttir, náms- brautarformað- ur í sagnfræði við HÍ Verkefnisstjóri hjá Þroska- hjálp segir stöðu ungs fatlaðs fólks þegar kemur að náms- framboði hafa hingað til verið algjörlega óboðlega. Hún segist himinlifandi yfir því að Lára Þorsteinsdóttir hafi náð þeim áfanga að komast inn í nám að eigin vali við Háskóla Íslands, en Lára er einhverf. erlamaria@frettabladid.is MENNTUN Lára Þorsteinsdóttir, 23 ára einhverf kona, vann áfanga- sigur á dögunum þegar hún komst inn í sagnfræðiáfangann Sagn- fræðileg viðbrögð, sem kenndur er við hugvísindasvið Háskóla Íslands. Lára hefur opinberlega gagnrýnt námsframboð fyrir fatlað fólk við Háskóla Íslands og talað fyrir því að fatlaðir eigi rétt á menntun eins og allir aðrir. Erla Hulda Halldórsdóttir, náms- brautarformaður í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir vilja hjá Háskóla Íslands til að hleypa fötl- uðu fólki inn í nám. Hins vegar þurfi það að vera með viðeigandi hjálp. „Í hennar tilfelli ákváðum við að láta á þetta reyna og við erum að prófa okkur áfram, en við höfum ekki verið með nemanda áður sem er með fötlun af sama tagi og Lára er með,“ segir Erla. Þetta hafi verið ákvörðun sem hún hafi tekið í sam- ráði við Ragnheiði Kristjánsdóttur, kennara við deild heimspeki, sagn- fræði og fornleifafræði, og Ágústu Rós Björnsdóttur, verkefnisstjóra í starfstengdu diplómanámi við Háskóla Íslands. „Þetta er kúrsinn Sagnfræðileg viðbrögð sem hún fékk samþykki fyrir að sitja, ákveðinn kjarnakúrs, sem er bæði hjálplegt fyrir okkur, og í tilfelli Láru, hjálplegt fyrir hana þar sem hún lærir um fagsviðið,“ segir Erla. Hún segir að þetta fyrsta skref sem háskólinn sé að taka í þessum efnum sé á svolítið persónulegu stigi. „Ákvarðanir eru teknar á per- sónulegum grundvelli en ekki eftir stjórnvaldsákvörðunum. Það er gaman að geta gefið henni þetta tækifæri og við erum mjög spenntar að sjá hvernig þetta gengur,“ segir Erla. Sara Dögg Svanhildardóttir, verk- efnisstjóri við samhæfingu náms- framboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp, segist himinlifandi yfir því að Lára hafi náð þessum áfanga. Staða ungs fatlaðs fólks þegar kemur að námsframboði hafi hingað til verið algjörlega óboðleg. „Lára hefur verið birtingarmynd þess þegar kerfið er þannig að ein- staklingurinn þarf að berjast með kjafti og klóm og sýna þrautseigju og gefast ekki upp til að fá veittan aðgang að frekara námi sem fer eftir áhugasviði viðkomandi,“ segir Sara Dögg. Hún telur nauðsynlegt að bæði háskólasamfélagið og mennta- kerfið í heild sinni taki til endur- skoðunar hvernig kerfið er byggt upp gagnvart fötluðu fólki. „Kerfið okkar er svolítið ferkant- að og við þurfum að finna f leiri og fjölbreyttari leiðir inn í nám,“ segir Sara Dögg. Árangurinn sem Lára standi nú frammi fyrir sé gríðar- lega mikilvægt skref í rétta átt. „Veruleiki og lífsmynstur fatlaðra ungmenna hefur breyst mjög mikið á undanförnum 15 til 20 árum. Fötluð ungmenni ganga í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, sem þau gerðu ekki áður. Það er svo mikil breyting sem þau hafa verið að ganga í gegnum og það eru svo mikil vonbrigði að þegar þau verða tvítug taki samfélagið ekki lengur á móti þeim,“ segir Sara Dögg, og heldur áfram: „Við vonum svo sannarlega að þessi árangur Láru verði til þess að samfélagið vakni svolítið. Réttur til náms er bundinn í lög og við erum ekki að standa okkur nægilega vel þegar kemur að fötluðu fólki.“ n Segir árangur Láru Þorsteinsdóttur gríðarlega mikilvægt skref í rétta átt gar@frettabladid.is TRÚFÉLÖG Framk væmdanefnd þjóðkirkjunnar hefur lagt blessun sína yfir ósk rekstraraðila hótelsins í Skálholti um að fá að byggja sólpall með heitum pottum og sánaklefa við hótelið. Kveðst framk væmdanefndin gera ráð fyrir að enginn kostnaður falli á þjóðkirkjuna vegna þessara framkvæmda og að breytingarnar verði gerðar í samráði við hönnuði hússins. Það eru Gunnhildur Helga Gunn- arsdóttir og Bjarki Þór Ingigerðar- Sólmundsson sem hafa rekið hótel- ið í Skálholti frá því í fyrrasumar. n Þjóðkirkjan veitti samþykki fyrir sólpalli og sána Lára Þorsteinsdóttir hefur opinberlega gagnrýnt námsframboð fyrir fatlað fólk við Háskóla Íslands og talað fyrir því að fatlaðir eigi rétt á menntun eins og allir aðrir. MYND/AÐSEND Í Skálholti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ragnarjon@frettabladid.is FANGELSISMÁL Nýleg sk ý rsla umboðsmanns Alþingis hefur leitt í ljós að fangar á Kvíabryggju hafi ekki nægilega gott aðgengi að tann- lækningum þar sem þeir hafi ekki fjárhagslega burði. Umboðsmaður heimsótti fang- elsið í mars og lauk með því reglu- bundinni skoðun sinni á grundvelli OPCAT-eftirlitsins. Beindi hann því til fangelsisins að tryggja aðgang að tannlækningum óháð fjárhag. Einnig setti umboðs- maður fram tilmæli og ábendingar um skort á heimsóknar- og viðtals- aðstöðu og endurbætur á húsnæði fangelsisins. Fjallað verður frekar um málið á vef Fréttablaðsins. n Ekki nægt fé til fyrir tennur fanga Skúli Magnús- son, umboðs- maður Alþingis 6 Fréttir 3. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.