Fréttablaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 18
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Það blasir nefnilega við nú um stundir hver sam- nefnari Evrópu er. Það er samband þjóða þess, sú megin- stofnun friðar og öryggis sem reist er á grunni lær- dómsins af seinni heimsstyrj- öldinni. Innst inni hljóta forsvars- menn VG að vita að flokkurinn er ekki það sem hann segist vera. En hvað er hann þá? Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Að kvöldi hins 23. apríl 1983 ríkti galsa- full spenna á ritstjórnarskrifstofu breska dagblaðsins The Sunday Times. Blað næsta dags var nýfarið í prentun. Á forsíðunni var stærsta fréttaskúbb aldarinnar: Brot úr nýuppgötvuðum dagbókum Adolfs Hitler. Ritstjóri blaðsins, Frank Giles, tók upp símann. Hann hugðist þakka Hugh Trevor- Roper, einum fremsta sagnfræðingi Breta, vel unnin störf en Hugh hafði gengið úr skugga um fyrir blaðið að dagbækurnar væru ósviknar. Þögn féll yfir ritstjórnina þegar raddblær ritstjórans snöggbreyttist. „Auðvitað krauma í manni efasemdir, Hugh. En ekki nógu miklar til að taka 180 gráðu viðsnúning, er það? Ó, ég skil. Þú ert að taka 180 gráðu viðsnúning.“ Efasemdir sagnfræðingsins hefðu ekki átt að koma ritstjóranum á óvart. Blaða- menn var tekið að gruna að maðkur væri í mysunni. Margir höfðu hvatt hann til að skoða dagbækurnar betur. Frank Giles hringdi með hraði í eiganda blaðsins, Rubert Murdoch. Enn var hægt að stöðva prentunina. En Murdoch vildi ekki heyra á það minnst. Blaðið hafði greitt milljón pund fyrir birtingarréttinn á dag- bókunum. Hann skipaði Giles að láta eins og ekkert væri. Næsta dag rokseldist blaðið. Fjöldi áskrif- enda rauk upp. Ekki leið þó á löngu uns í ljós kom að dagbækurnar voru falsaðar. The Sunday Times varð aðhlátursefni og Frank Giles var rekinn. Hvorki til vinstri né græn Sagan segir að til sé ljósmynd af ritstjóranum Frank Giles þar sem hann heldur bókstaflega fyrir eyrun á meðan æfir blaðamenn reyna að segja honum að dagbækur Hitlers kunni að vera falsaðar. Mér kom þessi mynd til hugar við ræðu Guðmundar Inga Guðbrands- sonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrrverandi umhverfisráðherra, á landsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi. VG hefur legið undir ámæli síðustu misseri fyrir að vera ekki til vinstri og enn síður græn. Í ræðunni veltir Guðmundur Ingi fyrir sér erindi Vinstri grænna í stjórnmálum, einkum í tengslum við veru flokksins í ríkisstjórn, og viðurkennir að erfitt hafi verið að láta umhverfisráðuneytið af hendi. Efasemdir sínar kæfir hann þó snarlega. Hann tekur óeiginlega fyrir eyrun og segir VG þrátt fyrir allt enn vera málsvara „mannréttinda, réttlátara samfélags og náttúrunnar“ og að umhverfisráðuneytið hafi ekki verið afhent Sjálfstæðisflokknum „í blindni“. Í ágúst árið 1984 var þýskur falsari, Kon- rad Kujau að nafni, dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að falsa fyrrnefndar dagbækur Hitlers. En hann hafði falsað fleira. Í áraraðir hafði Kujau málað og selt myndir sem hann sagði eftir Hitler. Þegar Kujau var sleppt úr haldi stofnaði hann listagallerí í Stuttgart þar sem hann seldi „ósviknar falsanir“ á verkum eftir aðra sem hann málaði sjálfur. Myndirnar nutu mikilla vinsælda. Hann varð þekkt sjónvarpsstjarna og bauð sig fram sem borgarstjóri Stuttgart. Kujau lést árið 2000. Tíu árum síðar var kona dæmd í fangelsi fyrir að falsa falsanir eftir falsarann Kujau. Fyrrum samstarfsmaður Frank Giles sagði ritstjórann innst inni hafa vitað að ekki væri allt með felldu þegar kom að meintri dagbók Hitlers. En stundum langar menn svo einlæg- lega til að eitthvað sé satt að þeir taka fyrir eyrun. Það glitti í efa í ræðu fyrrverandi umhverf- isráðherra. Innst inni hljóta forsvarsmenn VG að vita að flokkurinn er ekki það sem hann segist vera. En hvað er hann þá? Óbreytt fölsun? Ósvikin fölsun? Fölsuð fölsun? Fölsuð fölsun eftir falsara? Kannski að tími sé kominn til að Íslendingar eignist ósvikinn umhverfissinnaðan vinstriflokk. n Falsaðar falsanir Ekkert opnar augu manna meira en ógnin. Og þegar fólki stafar hvað mesta hættan af henni verður hugsun þess hvað skýrust. Aðalatriðin verða ljós, hismið skilst frá kjarnanum – og hægt er að greina það mikilvæga frá því létt- væga. Evrópustríðið sem nú geisar í austanverðri álfunni hefur haft þessi áhrif á milljónir manna frá norðri til suðurs og vestri til austurs. Þanka- gangurinn á meðal þjóðanna hefur breyst. Almenningur hefur öðlast nýjan skilning á því sem brýnast er í lífinu, að vera laus undan óttanum, yfirvofandi tortímingunni. Og það er af þessum sökum sem pólitísk umskipti eru að verða í mörgum þjóðríkjum, svo sem í Finnlandi og Svíþjóð þar sem ráða- menn og öll alþýða fólks áttar sig á því að hlut- leysi í alþjóðamálum er í besta falli barnsleg einlægni þegar krepptur hnefinn reiðir til höggs og ætlar sér engu að þyrma um ókominn tíma. Og það er líka sakir þessa sem Evrópu- sambandið hefur öðlast nýtt og meira vægi í álfunni, af því beinlínis að samstaðan skiptir meginmáli þegar sjálf lýðræðisgildin eru varin – og mannréttindi eru tekin fram yfir einræðis- legan yfirgang af verstu sort. Það blasir nefnilega við nú um stundir hver samnefnari Evrópu er. Það er samband þjóða þess, sú meginstofnun friðar og öryggis sem reist er á grunni lærdómsins af seinni heims- styrjöldinni. Og þar er komið hryggjarstykki álfunnar, samtakamátturinn gegn mannfjand- samlegu sovéti síðari tíma sem enn þá eirir engu þegar kemur að saklausu fólki, sem er réttdræpt í huga skúrkanna. Það er í þessu ljósi sem áhugavert er að fylgjast með þvermóðskunni í íslenskri þjóð- málaumræðu sem situr enn sem fyrr við sinn keip, hvað svo sem gengur á í álfunni. Og þar er staurblind trúin á fullveldi allri hugsun yfir- sterkari, því allt samband við aðrar þjóðir er örugglega til þess fallið að eyjarskeggjar tapi á því. Áunnin andúð íhaldsaflanna á Íslandi á stærsta mannréttindabandalagi heims er myllusteinninn um háls þjóðarinnar. Áskap- aður óttinn við að þiggja sæti við stærsta lýð- ræðisborð álfunnar er einhver átakanlegasta myndin sem blasir við í samfélaginu hér á norðurhjara. Og svo til arfgeng hræðslan við að geta greitt þar atkvæði um eigin lög og reglur er löngu orðin pínleg. Nei, það skal enn þá hírst á heiðinni uppi, af því Bjartur neitar að drepast. n Augun opnast Hvað er að frétta? Stöðugar fréttir allan daginn á frettabladid.is SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 3. september 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.