Fréttablaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 12
Leyfum þeim að dúsa í eigin heimi uns þeir tileinka sér nýtt hugar- far. Það er eina leiðin til að þrýsta á Pútín. Volodymyr Zelenskyj, forseti Úkraínu Skoðanakann- anir benda til þess að kjósendur í Chile samþykki ekki nýju stjórnarskrána. Heimildir: Frontex, Reuters, Schengen Visa. *Gögn frá 24. febrúar til 22. ágúst. © GRAPHIC NEWS ESB herðir reglur fyrir rússneska ferðamenn 8.052 281.957 54.618 275.150 49.123 Noregur 329.185 Finnland Eistland Lettland Litáen Pólland Krímskagi ÚKRAÍNA FRAKKLAND ÞÝSKALAND RÚSSLAND Vilja bann Úkraína og lönd ESB sem eiga landamæri að Rússlandi – Eistland, Lettland, Litáen, Finnland og Pólland vilja banna rússneskum ferðamönnum að ferðast til ESB. Vilja ekki bann Lönd í vesturhluta álfunnar líkt og Frakkland og Þýskaland segja að slíkt bann bitni á almennum rússneskum borgurum. Samstaða hefur náðst meðal ríkja Evrópusambandsins um að er¤ðara verði fyrir rússneska ferðamenn að fá vegabréfsáritun til að ferðast til landa þess en ekki náðist eining um algjört bann. ESB: Tólf milljónir Rússa eru með vegabréfsáritun til landanna 26 sem tilheyra Schengen-svæðinu en Ísland er eitt þeirra. Fjöldi löglegra heimsókna Rússa til ESB* Tæp ein milljón Rússa hefur farið y¤r landamæri ESB síðan innrásin í Úkraínu hófst. ESB/Schengen-svæðið. Einungis í Schengen. Einungis í ESB. Eftir langar viðræður tókst ríkjum Evrópusambandsins að koma sér saman um aðgerðir til að gera rússnesk- um ferðamönnum erfiðara að ferðast til sambandsins. thp@frettabladid.is ALÞJÓÐAMÁL Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hafa hávær- ar raddir verið uppi um að óásættan- legt sé að rússneskir ferðamenn geti ferðast til 27 ríkja Evrópusambands- ins. Eftir erfiðar samningaviðræður utanríkisráðherra sambandsins, sem fram fóru í Prag í vikunni, hefur loks tekist að ná samstöðu um að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara að fá vegabréfsáritanir til að komast á Schengen-svæðið. Samkomulagið var undirritað árið 2007, með það að markmiði að auka samvinnu og samskipti Rússlands og ESB. Fimm ESB-lönd með landamæri að Rússlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litáen, Finnlandi og Póllandi vildu blátt bann við að veita Rússum vega- bréfsáritanir, sem stjórnvöld í Úkra- ínu fóru einnig fram á. „Leyfum þeim að dúsa í eigin heimi uns þeir tileinka sér nýtt hugarfar. Það er eina leiðin til að þrýsta á Pútín,“ sagði Volodymyr Zelenskyj Úkraínuforseti í viðtali í síðasta mánuði. Aðgerðir litlu skilað Ekki liggur fyrir hvort ríkin fimm grípi til harðari aðgerða til að sporna við ferðalögum Rússa. Pól- land og Tékkland hættu að veita Rússum vegabréfsáritanir skömmu eftir innrásina og í síðasta mánuði hætti Eistland því sömuleiðis. Finn- ar hafa dregið úr veitingu þeirra um 90 prósent. Þar sem önnur lönd héldu áfram að veita áritanir höfðu ESB slítur samningi við Rússland um vegabréfsáritanir fyrir ferðamenn aðgerðir í einstaka löndum hverf- andi áhrif á fjölda Rússa sem ferðast hafa til Evrópu. Tólf milljónir Rússa eru með gildar vegabréfsáritanir til ESB og utan- ríkisráðherrar sambandsins hafa falið framkvæmdastjórn þess að kanna hvort mögulegt sé að grípa til ráðstafana vegna þeirra. Af ríkjum ESB var Finnland vinsælasti áfanga- staður Rússa árið 2019 er landið var heimsótt tæplega fjórum milljón sinnum samkvæmt rússneska landa- mæraeftirlitinu. Alls fóru Rússar 48 milljónir ferða erlendis það árið, að langstærstum hluta til Tyrklands. Frá 2012 til 2019, áður en Covid-faraldurinn hófst, fjölgaði rússneskum ferðamönnum sem komu um Keflavíkurflugvöll Kai Kai fagnaði fimmtán ára afmæli Pandan Kai Kai, sem dvalið hefur í dýragarði í Singapúr síðan 2012, fagnaði fimmtán ára afmæli sínu í gær. Hér grandskoðar hún afmælisgjöf sem hún fékk í tilefni dagsins. Stjórnvöld í Kína og Singapúr endurnýjuðu fyrir skömmu samning um vist dýranna í Singapúr og verða þær þar í minnst fimm ár til viðbótar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA ár frá ári. Voru þeir hátt í 17 þúsund árið 2019 samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Gæti alið á andstöðu við ESB Frakkland og Þýskaland vildu ekki ganga svo langt með þeim rökum að slíkt bitnaði mest á rússneskum almenningi og gæti gert stjórnarand- stæðingum erfiðara að flýja heima- land sitt. Washington Post ræddi við ónefnda diplómata hjá ESB sem sagði að algjört bann gæti haft þær af leiðingar að snúa Rússum, sem andsnúnir væru stríðinu, gegn ESB. „Við komum okkur saman um að slíta samkomulagi um samstarf ESB og Rússa um vegabréfsáritanir,“ sagði Joseph Borrell, utanríkismálastjóri sambandsins, eftir fund utanríkis- ráðherranna þar sem ákveðið var að slíta samkomulaginu. „Þetta er orðið þjóðaröryggismál fyrir nágranna- ríkin,“ sagði hann enn fremur og það skyti skökku við að Rússar gætu ferðast um Evrópu sér til yndisauka líkt og innrás þeirra í Úkraínu væri ekki að eiga sér stað. n thp@frettabladid.is EÞÍÓPÍA Vopnahlé milli Eþíópíu- hers og uppreisnarmanna úr röðum Frelsishers Tigray, sem lýst var yfir í mars, heyrir sögunni til. Átök hafa brotist út á ný í Tigray-héraði í Eþí- ópíu en stríð hófst þar í nóvember 2020. Svo virðist sem stríðandi fylking- ar hafi nýtt vopnahléið til að undir- búa áframhaldandi átök. Afríku- sambandið hefur reynt án árangurs að stilla til friðar með aðkomu fleiri ríkja. Mikil neyð er í Tigray sökum stríðsins og illa gengur að koma þangað hjálpargögnum. Talið er að um tíu milljónir þurfi á mat- araðstoð að halda og meira en tvær milljónir eru á flótta innan Eþíópíu. Tölur um fjölda látinna eru mjög á reiki en óttast er að allt að fimmtíu þúsund séu fallin. n Átök brjótast aftur út í Tigray Eþíópískir hermenn í borginni Mek­ elle í Tigray­héraði. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thp@frettabladid.is CHILE Á sunnudag ganga Chilebúar að kjörborðinu og greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá. Hljóti hún náð fyrir augum kjósenda mun það marka tímamót fyrir réttindi inn- fæddra þar í landi og tryggja þeim meiri réttindi en í nokkru öðru ríki heims. Hún kveður á um að stofna skuli sjálfstjórnarhéruð fyrir marga hópa innfæddra, meðal annars með sérstöku dómskerfi. Hópar inn- fæddra yrðu skilgreindir sem sér- stakar þjóðir innan Chile og landið sjálft sem fjölþjóðaland, líkt og nágrannaríkið Bólivía. Samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti kjósenda ekki hlynnt- ur því að taka upp nýja stjórnarskrá og eru greinar hennar um réttindi innfæddra það sem sumir eru ósátt- ir við. Hægrisinnaður stjórnlaga- þingmaður segir að sjálfstjórnarhér- uðin yrðu „einveldi innfæddra“. n Chilebúar kjósa um stjórnarskrá Réttindi innfæddra í Chile yrðu stór­ bætt verði stjórnarskráin samþykkt. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 12 Fréttir 3. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.