Fréttablaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 10
HHÍ hefur þegar lagt í umtalsverða fjárfest- ingu og vinnu við að innleiða rafræn spila- kort. Bryndís Hrafn- kelsdóttir, forstjóri Happ- drættis Háskóla Íslands Við munum rýna þetta málefni innan ráðu- neytisins með það að leiðarljósi að lágmarka þennan kostnað. Ásmundur Einar Daðason, menntamála- ráðherra 1. sep - 17. sep Heilsudagar Fjarðarkaupa ninarichter@frettabladid.is MENNTAMÁL Fréttablaðið kall- aði eftir svörum mennta- og barnamálaráðherra á mánudag og  sendi  ítrekun á fimmtudag. Fyrirspurnin var í fjórum liðum og varðaði aðstöðumun framhalds- skólanema út frá tekjutengdum þáttum; spurt var hvort ferli væri komið af stað, hvort þörf væri á tímabundnum aðgerðum á þessu skólaári, hvort ráðuneytið viður- kenndi aðstöðumuninn og hvort hann væri brot á jöfnum réttindum barna til náms, og hvort kæmi til greina að fylgja norrænni fyrir- mynd varðandi námsgagnakaup. Í gær bárust svör ráðuneytisins við ofangreindri fyrirspurn. Engum spurningum var svarað efnislega en svör ráðherra voru á þá leið að börn á Íslandi ættu óskoraðan rétt til náms til 18 ára aldurs. „Ég er að sjálfsögðu þeirrar skoð- unar að öllum börnum eigi að standa til boða jafnræði til náms við hæfi enda er það mikilvægur þáttur í því að tryggja farsæld þeirra út í lífið,“ segir Ásmundur Einar Daða- son ráðherra. „Í tengslum við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna lítum við til margra þátta sem geta haft áhrif á það hversu farsælir einstaklingar börn verða og hvernig kerfin okkar geta stutt betur við þau svo þau eigi meiri líkur á því að verða far- sælir einstaklingar,“ segir hann og bætir við að þar sé menntun lykil- þáttur og skýrsla um brottfall fram- haldsskólanema sé vegvísir í þeirri vinnu. „Við munum rýna þetta mál- efni innan ráðuneytisins með það að leiðarljósi að lágmarka þennan kostnað nemenda.“ Í Fréttablaðinu á þriðjudag var rætt við stjórnendur nokkurra framhaldsskóla sem voru ekki á einu máli um þörf á fjárhagsstuðn- ingi við nemendur. Var meðal ann- ars  vísað til nýlegrar skýrslu um brottfall framhaldsskólanema. Ísland er eina landið á Norður- löndum sem lætur nemendur sjálfa bera kostnað af námsgögnum á framhaldsskólastigi. Meirihluti nemenda stundar vinnu á meðan námi stendur. n Menntamálaráðuneyti vill margþætta nálgun fyrir farsæld einstaklinganna ragnarjon@frettabladid.is BORGARMÁL Borgarstjórnarflokkur Sósíalista mun leggja fram tillögu um að Reykjavíkurborg stofni bygg- ingarfélag. „Félagið myndi sjá um að byggja íbúðir handa þeim sem eru í hvað mestri þörf,“ segir Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgar- fulltrúi Sósíalistaflokksins. „Þetta þekkist meðal annars í Helsinki þar sem borgin sjálf hefur verið að byggja íbúðir fyrir fólk og hefur það gengið mjög vel,“ segir hann. Tillagan felur í sér að borgin sam- þykki að fela viðeigandi sviðum innan borgarinnar að stofna félag- ið með það að markmiði að byggja íbúðir og sjá um útleigu þeirra með óhagnaðardrifinn rekstur í huga. „Fólki finnst þetta kannski róttækt en þetta tíðkast í mörgum borgum í Evrópu. Þannig erum við að leggja til leið sem er skynsöm og praktísk,“ segir Trausti. n Sósíalistar leggja fram tillögu um byggingarfélag Reykjavíkurborgar Trausti Breiðfjörð Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúar Sósíalista. Forstjóri Happdrættis Háskól- ans og framkvæmdastjóri Rauða krossins segja ekki rétt að verið sé að tefja úrbætur á spilamarkaði eða standa í vegi fyrir upptöku spilakorta. Skaðaminnkandi úrræði séu rétta leiðin á spilamarkaði. birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG Bryndís Hrafnkelsdótt- ir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ), segir Ölmu Hafsteins- dóttur, formann Samtaka áhuga- fólks um spilafíkn, fara með rangt mál eða tala gegn betri vitund þegar hún heldur því fram að HHÍ sé að tefja vinnu starfshóps dómsmála- ráðherra á sviði happdrættis- og veðmála og standi í vegi fyrir inn- leiðingu rafrænna spilakorta. Líkt og greint var frá í Frétta- blaðinu í fyrradag hefur starfs- hópurinn ekki skilað inn tillögum að úrbótum, upphaf legur frestur til þess var til 1. júní í fyrra en var hann framlengdur í ótilgreindan tíma. Sagðist Alma spyrja sig að því hvort rekstraraðilar spilakassa hér á landi væru hreinlega að tefja málið og þæfa til þess eins að geta haldið ótrauð áfram rekstri spilakassa í núverandi mynd. Þá sagði Alma ekkert standa í vegi fyrir því að rekstraraðilarnir grípi til takmarkandi ráðstafana, til dæmis með því að taka upp spilakort. „Nema þá mögulega að eigendur spilakassa geri sér grein fyrir að með upptöku spilakorta muni þeir verða fyrir tekjutapi,“ segir hún og bætir við að rekstraraðilar spilakassa séu meðvitað tilbúnir að níðast á spila- fíklum í hagnaðarskyni. Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil, sem er í eigu Lands- bjargar og Rauða kross Íslands, eiga og reka spilakassa á Íslandi. Sam- band áhugafólks um spilafíkn hefur kallað eftir því að spilakössum hér á landi verði lokað. Kristín S. Hjálmtýsdóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða krossins, segir því fara fjarri að eigendur Íslands- spila tefji vinnu starfshópsins. „Ásakanir um slíkt eru ómaklegar enda höfum við viljað breyta þessu umhverfi með skaðaminnkun í huga, og það sem fyrst.“ Bryndís segir að í tillögum HHÍ sem lagðar hafi verið fyrir starfs- hópinn í vor hafi komið fram skýr afstaða þeirra um að rétt sé að taka upp rafræn spilakort. „Það sem meira er þá hefur HHÍ þegar lagt í umtalsverða fjárfestingu og vinnu við að innleiða rafræn spilakort í starfsemi sína. Sú vinna hófst að frumkvæði HHÍ fyrir nokkrum árum, án aðkomu stjórnvalda og löngu áður en starfshópur dóms- málaráðherra var skipaður.“ Þá segir Bryndís það tæknilega f lókið að innleiða slík kort, fylgja verði lögum og reglum um Happ- drætti Háskólans og persónuvernd til hins ítrasta. Tæknin sem um ræði geri þó HHÍ betur kleift að uppfylla lagalegar skyldur um aðgerðir gegn peningaþvætti. „Kórónuveiru- faraldurinn hafði því miður áhrif á vinnuna, meðal annars hjá erlend- um samstarfsaðilum okkar, en við erum loksins farin að sjá fyrir end- ann á henni,“ segir hún. Kristín segir Íslandsspil telja að skaðaminnkandi úrræði séu far- sælasta leiðin. „Enda ætti f lestum að vera ljóst að bann leysir engan vanda heldur ýtir fólki með spila- vanda í af kima veraldarvefsins,“ segir hún. Bæði HHÍ og Íslandsspil segjast nú bíða eftir tillögum starfshópsins. Bryndís segist sammála ummælum Ölmu um að óheppilegt sé hversu lengi vinna hópsins hefur dregist. „Við höfðum miklar væntingar til starfshópsins, af allri þeirri vinnu sem lögð hefur verið þar fram, og að niðurstaðan myndi leiða til raun- verulegra úrbóta á happdrættis- og veðmálalöggjöfinni, enda um gríð- arlegt hagsmunamál að ræða fyrir íslenskt samfélag.“ n Segjast ekki standa í vegi fyrir innleiðingu spilakorta Starfshópur á vegum dóms- málaráðherra kannar nú hvernig innleiða skuli rafræn spilakort til að stemma stigu við spilafíkn. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmda- stjóri Rauða krossins 10 Fréttir 3. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.