Fréttablaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 16
Myndin Svar við bréfi helgu segir frá Bjarna sem verður ásfanginn af Helgu í afskekktum firði á 5. áratug síðustu aldar og þurfti því að finna allt í verkið til að leikmyndin gengi upp. Svar við bréfi Helgu er frumsýnd um helgina en meginsagan er sögð á árunum 1940-1945 og allt til okkar daga. Það þurfti því að finna alls konar hluti sem passa og það kom í hlut Drífu Freyju og Ármannsdóttur að láta allt líta vel út. KVIKMYNDIR „Það er eiginlega ekki hægt að segja annað en að það sé mjög f lókið að gera períódumynd hér á Íslandi,“ segir Drífa Freyju og Ármannsdóttir sem sér um leik- myndina í Svari við bréfi Helgu sem frumsýnd er um helgina. Myndin segir frá Bjarna sem verð- ur ásfanginn af Helgu í afskekktum firði á 5. áratug síðustu aldar og þurfti því að finna allt í verkið til að leikmyndin gengi upp. Það tókst svo eftir er tekið. Drífa segir að stóra verkið hafi verið að finna húsin sem óðals- bóndinn Bjarni og ástkonan hans, Helga, sveitakonan á Ströndum, dreymir um að búa í. Þau búa hlið við hlið með sínum mökum. Þau fundu húsin á Reykjanesi og er húsið hans Bjarna á Hvalsnesi. „Gallinn við það hús var að það var nýbúið að gera það upp þannig við breyttum því öllu. Settum límfilmu- veggfóður á alla neðri hæðina og máluðum allt og byggðum allt upp á nýtt. Byggðum yfir eldhúsinn- réttinguna og skiptum um lampa og svoleiðis.“ Drífa lærði og hefur unnið mikið í Svíþjóð og segir að munurinn á leikmunaleigu RÚV og sænska ríkis- sjónvarpsins sé mikill. „Leikmuna- leiga sænska ríkissjónvarpsins er eins og safn. Allt er merkt og það er hægt að ganga í hluti frá öllum tíma- bilum. Öll menning Svía er geymd þar og það er lítið mál að gera svona períódumynd þar. Það er ekkert svoleiðis á Íslandi, meðal annars út af fjársvelti leikmunaleigu RÚV og þess vegna er rosaerfitt að gera per- íodumyndir á Íslandi.“ Hún var í góðu samstarfi við Þjóð- minjasafn og Árbæjarsafn og aðrar leikmunaleigur. Þá bendir hún á að hún var ekki ein í þessu verkefni því hennar helsta samstarfsfólk var Anna Karen Kristjánsdóttir, Dögg Ármannsdóttir, Valdimar Harðarson Steffensen, Davíð Geir Jónasson, Almar S. Atlason og Björg Fríður Freyja. „Þetta var æðislegt verkefni. Að þurfa að kafa svona mikið í for- tíðina var skemmtilegt því það var svo mikil heimildarvinna sem lá að baki myndinni. Þet t a er ek k i hei m i ld a r- mynd heldur listaverk en við reyndum eins og við gátum að ná fílingnum. Þetta spannar tíma- bilið frá 1930 til okkar daga þótt meginsagan gerist 1940-1945. Það var rosalega gaman að kafa ofan í þennan heim og að vera á Ströndum.“ Hún segir að Strandir séu ein- stakur staður og fólkið ekki síðra. „Þetta er svo dásamlegur staður. Það var svakalega erfitt að keyra þangað og það þýddi lítið að gleyma hlutum ef maður var að fara þangað. Það hefði ekki gengið,“ segir hún létt. SJÁ SÍÐU 38 Óðalsbóndinn á Ströndum tekinn upp á Hvalsnesi Börn Helgu og Hallgríms í myndinni, tekið upp í Innri-Njarðvík. Sigurrós Ylfa Rúnarsdóttir og Halldór Huga- son. Drífu tókst að breyta stofunni og láta hana líta út eins og stofu hjá óðalsbónda á Ströndum. Siggi Sigurjóns tekur við fyrirmælum frá Ásu leikstjóra. Þorvaldur að koma í hlað á forláta traktor sem hann ekur um á í myndinni. MYNDIR/AÐSENDAR Anna Karen Kristjánsdóttir, Þorvaldur Davíð og Björn bóndi a Melum í Árneshreppi. Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas @frettabladid.is 16 Fréttir 3. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.