Fréttablaðið - 03.09.2022, Síða 16
Myndin Svar við bréfi
helgu segir frá Bjarna
sem verður ásfanginn
af Helgu í afskekktum
firði á 5. áratug síðustu
aldar og þurfti því að
finna allt í verkið til að
leikmyndin gengi upp.
Svar við bréfi Helgu er
frumsýnd um helgina en
meginsagan er sögð á árunum
1940-1945 og allt til okkar
daga. Það þurfti því að finna
alls konar hluti sem passa og
það kom í hlut Drífu Freyju
og Ármannsdóttur að láta allt
líta vel út.
KVIKMYNDIR „Það er eiginlega ekki
hægt að segja annað en að það sé
mjög f lókið að gera períódumynd
hér á Íslandi,“ segir Drífa Freyju og
Ármannsdóttir sem sér um leik-
myndina í Svari við bréfi Helgu sem
frumsýnd er um helgina.
Myndin segir frá Bjarna sem verð-
ur ásfanginn af Helgu í afskekktum
firði á 5. áratug síðustu aldar og
þurfti því að finna allt í verkið til að
leikmyndin gengi upp. Það tókst svo
eftir er tekið.
Drífa segir að stóra verkið hafi
verið að finna húsin sem óðals-
bóndinn Bjarni og ástkonan hans,
Helga, sveitakonan á Ströndum,
dreymir um að búa í. Þau búa hlið
við hlið með sínum mökum. Þau
fundu húsin á Reykjanesi og er
húsið hans Bjarna á Hvalsnesi.
„Gallinn við það hús var að það var
nýbúið að gera það upp þannig við
breyttum því öllu. Settum límfilmu-
veggfóður á alla neðri hæðina og
máluðum allt og byggðum allt upp
á nýtt. Byggðum yfir eldhúsinn-
réttinguna og skiptum um lampa
og svoleiðis.“
Drífa lærði og hefur unnið mikið
í Svíþjóð og segir að munurinn á
leikmunaleigu RÚV og sænska ríkis-
sjónvarpsins sé mikill. „Leikmuna-
leiga sænska ríkissjónvarpsins er
eins og safn. Allt er merkt og það er
hægt að ganga í hluti frá öllum tíma-
bilum. Öll menning Svía er geymd
þar og það er lítið mál að gera svona
períódumynd þar. Það er ekkert
svoleiðis á Íslandi, meðal annars út
af fjársvelti leikmunaleigu RÚV og
þess vegna er rosaerfitt að gera per-
íodumyndir á Íslandi.“
Hún var í góðu samstarfi við Þjóð-
minjasafn og Árbæjarsafn og aðrar
leikmunaleigur. Þá bendir hún á að
hún var ekki ein í þessu verkefni
því hennar helsta samstarfsfólk
var Anna Karen Kristjánsdóttir,
Dögg Ármannsdóttir, Valdimar
Harðarson Steffensen, Davíð Geir
Jónasson, Almar S. Atlason og
Björg Fríður Freyja.
„Þetta var æðislegt verkefni. Að
þurfa að kafa svona mikið í for-
tíðina var skemmtilegt því það var
svo mikil heimildarvinna sem lá að
baki myndinni.
Þet t a er ek k i hei m i ld a r-
mynd heldur listaverk en við
reyndum eins og við gátum að ná
fílingnum. Þetta spannar tíma-
bilið frá 1930 til okkar daga þótt
meginsagan gerist 1940-1945.
Það var rosalega gaman að kafa
ofan í þennan heim og að vera á
Ströndum.“
Hún segir að Strandir séu ein-
stakur staður og fólkið ekki síðra.
„Þetta er svo dásamlegur staður.
Það var svakalega erfitt að keyra
þangað og það þýddi lítið að
gleyma hlutum ef maður var að
fara þangað. Það hefði ekki gengið,“
segir hún létt. SJÁ SÍÐU 38
Óðalsbóndinn á
Ströndum tekinn
upp á Hvalsnesi
Börn Helgu
og Hallgríms
í myndinni,
tekið upp í
Innri-Njarðvík.
Sigurrós Ylfa
Rúnarsdóttir og
Halldór Huga-
son.
Drífu tókst að
breyta stofunni
og láta hana líta
út eins og stofu
hjá óðalsbónda
á Ströndum.
Siggi Sigurjóns tekur við fyrirmælum frá Ásu leikstjóra.
Þorvaldur að koma í hlað á forláta traktor sem hann ekur um á í myndinni. MYNDIR/AÐSENDAR
Anna Karen Kristjánsdóttir, Þorvaldur Davíð og Björn bóndi a Melum í Árneshreppi.
Benedikt Bóas
Hinriksson
benediktboas
@frettabladid.is
16 Fréttir 3. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ