Mosfellingur - 12.05.2022, Page 18

Mosfellingur - 12.05.2022, Page 18
 - www.mosfellingur.is18 Reitir og Mosfellsbæ undirrita samning • 90 þúsund fermetrar af atvinnusvæði sunnan við fyrirhugaða íbúðabyggð Uppbygging atvinnUkjarna í landi reita á blikastöðUm hafin Reitir og Mosfellsbær undirrituðu þann 6. maí samkomulag um uppbygginu á nýjum atvinnukjarna í landi Reita á Blikastöðum, á svæði við Vesturlandsveg milli Úlfarsfells og Korpu. Atvinnusvæði Reita er sunnan við fyrirhugaða nýja íbúðabyggð á svæðinu. Samkomulagið rammar inn samstarf Mosfellsbæjar og Reita um afgreiðslu deiliskipulags og gatnagerð í samræmi við skipulagstillögur sem Reitir hafa unnið að í samstarfi við sveitarfélagið á umliðnum árum. Atvinnukjarninn verður skipulagður fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi eins og skrifstofur, verslun og þjónustustarfsemi. Skipulag atvinnukjarnans gerir ráð fyrir 90 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði í um 30 byggingum. Þá tekur skipulagið mið af fyrirhugaðri Borgarlínu í gegnum svæðið og hverfið verður umhverfisvottað á grunni krafna BREEAM Communities, sem felur í sér að hugað verður mjög vel að umhverfis- þáttum og sjálfbærni hverfisins. Mun laða að sér framsýn fyrirtæki Samkomulagið gerir ráð fyrir að gatna- framkvæmdir geti hafist vorið 2023 og að byggingarframkvæmdir fyrsta áfanga hefjist strax í kjölfarið. „Við hjá Mosfellsbæ erum mjög ánægð með þróun þessa verkefnis og teljum að hugmyndir Reita falli vel að áherslum okk- ar og séu til þess fallnar að mæta framtíð- arkröfum atvinnulífsins um lifandi og opna atvinnukjarna,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Áherslur Reita á sviði umhverfismála falla vel að áherslum Mosfellsbæjar sem hefur verið leiðandi sveitarfélag á sviði umhverfismála enda erum við í nánum tengslum við náttúruna og landið og styðj- um öll góð áform í þeim efnum. Hinn nýi atvinnukjarni verður síðan vel tengdur við stórefldar almenningssamgöngur sem og nýja íbúabyggð í landi Blikastaða. Þessi uppbygging Reita er því einkar ánægjuleg og mun án alls efa stuðla að fleiri og fjöl- breyttari atvinnutækifærum í Mosfellsbæ.“ Fjölbreytt atvinnutækifæri „Þessi samningur er mikilvægur áfangi fyrir okkur hjá Reitum því nú fer verkefnið af skipulagsstigi yfir á framkvæmdastig,“ segir Friðjón Sigurðarson, framkvæmda- stjóri þróunarsviðs Reita. „Samhliða af- greiðslu á nýju deiliskipulagi getur gatna- hönnun hafist ásamt hönnun bygginga í fyrsta áfanga.“ Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita tekur í sama streng: „Á næstu árum munu Reitir standa að uppbyggingu á nýjum atvinnu- kjarna fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Land- ið er ákaflega vel staðsett og nýtur mikilla umhverfisgæða. Svæðið hefur verið skipulagt með um- hverfi og sjálfbærni að leiðarljósi, sem mun án efa laða til sín framsýn fyrirtæki sem vilja skapa fyrsta flokks aðstöðu fyrir starfsfólk og viðskiptavini í grænu um- hverfi.“ Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita handsala samninginn.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.