Mosfellingur - 12.05.2022, Page 49

Mosfellingur - 12.05.2022, Page 49
verslum í heimabyggð Opnunartími sundlauga lágafellslaug Virkir dagar: 06.30 - 21.30 Helgar: 08:00 - 19:00 Varmárlaug Virkir dagar: 06.30-08:00 og 15:00-21:00 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00 Við sinnum öllum alhliða garðyrkjustörfum s.s jarðvegsvinnu, hellulögnum, steinhleðslum, timburverki, gróðursetningu, trjáklippingum. Garðmenn leggja áherslu á fagleg vinnu- brögð, vandvirkni og skjóta þjónustu. Sími 893 5788 www.bmarkan.is GÓÐiR mENN EHF Rafverktakar GSM: 820-5900 • nýlagnir • viðgerðir • • hönnun og uppsetning á öryggiskerfum • síma og tölvulagnir Löggiltur rafverktaki Á fundi bæjarstjórnar 4. maí sl. var samþykktur samningur Blikastaða- lands ehf. sem er í eigu Arion banka og Mosfellsbæjar um uppbyggingu á Blikastaðalandi. Samningurinn var samþykktur með 5 atkvæðum fulltrúa meirihlutans. Þar sem ég fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar átti enga aðkomu að þessum samningi sat ég hjá við atkvæðagreiðsl- una. Samningurinn er líklega sá stærsti sem Mos- fellsbær hefur gert til þessa og markar tímamót í uppbyggingu í Mosfellsbæ. Hann er að mörgu leyti okkur hagfelldur og í honum er kveðið á um að landeigendur greiði samtals 10 milljarða til uppbyggingar innviða á Blikastaðalandinu. Það er vissulega fagnaðarefni að hafin sé uppbygging á Blikastaðalandi en það eru vonbrigði hvernig aðkoma kjörinna fulltrúa að samningnum var. Við bæjarfulltrúar fengum kynningu á honum rúmri viku áður en hann var samþykktur endanlega í bæjarstjórn. Það var sá tími sem við höfðum til þess að taka afstöðu til hans og vorum bundin trúnaði á þeim tíma. Viðreisn vill ná breiðari samstöðu í stórum ákvarðanatökum sem þessi samningur sannar- lega er. Eðlilegt hefði verið að bæjarstjórn, þar sem fulltrúar íbúa eiga sæti, hefði verið með í því að móta samningsmarkmið og verið upplýst að einhverju leyti um gang mála. Um svona samning þarf að vera trúnaður meðan á samningavið- ræðum stendur en þegar við komum að borðinu var samningum lokið, og okkur boðið að samþykkja eða hafna honum. Ég lýsti því meðal annars á fundinum að ég hefði viljað fá nánari greiningar á áhrifum þessarar uppbyggingar sem eru fyrirhuguð er á landinu. Við erum að tala um 9 þúsund manna byggð sem bætist við bæinn og það þarf að meta hvaða áhrif það hefur á bæjarfélagið í heild sinni. Einnig lét Viðreisn bóka að mikilvægt væri að uppbygging á Blikastaðalandi komi ekki í veg fyrir uppbyggingu á öðrum byggingarreit- um í sveitarfélaginu. Það bíður næstu bæjarstjórnar að fjalla áfram um þennan samning því lögum samkvæmt er skipulagsvaldið i höndum Mosfellsbæjar. Ég vona að þeim fulltrúum sem í henni munu sitja beri gæfa til þess að eiga betra samtal við íbúa um svona stór mál. Við í Viðreisn munum sannarlega beita okkur fyrir því. Valdimar Birgisson Bæjarfulltrúi Viðreisnar Takmörkuð aðkoma bæjarstjórnar að samningi um Blikastaðaland Um þessar mundir er leitun að stjórn- málaflokki sem á jafnt lítið erindi inn í stjórnmál og Vinstri græn. Hvort sem litið er til þátttöku þeirra í ríkisstjórn eða sveitarstjórn. Flokkur sem málar sig upp í sterkum litum, en á bak við þá er ekkert vinstri og ekkert grænt lengur. Þetta sést hvað gleggst í stuðningi VG við spillingar- flokkana í ríkistjórn og nú síðast í tengslum við söluna á Íslandsbanka. Hann leggur fátt til og er aðgerðalítill í að koma stefnumálum sínum sem hann var stofnaður í kringum á framfæri. Passar bara upp á að stjórnin hangi. Sextán ár Þannig hefur það líka verið um enn lengri tíma hér í Mosfellsbæ eða í 16 ár. Eftir allan þann tíma sem flokkurinn hefur verið í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í Mosfellsbæ stendur lítið eftir nema lítið notað fuglaskoð- unarhús við Leiruvoginn. Þvílíkt afrek! Í hverju málinu á fætur öðru hefur fulltrúi VG stutt Sjálfstæðisflokkinn jafnvel þótt það hafi gengið gegn yfirlýstum meginmarkmið- um flokksins. Rétt eins og við höfum séð hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem hefur ekki þótt ástæða til að taka á spillingarmálum ráðherra ríkistjórnar sinnar og brotum þeirra á jafnréttislögum svo eitthvað sé nefnt. Lokaorð bæjarfulltrúa VG í oddvitakappræð- um á RÚV voru lýsandi fyrir þetta erindisleysi. Sagan endurtók sig síðan á fundi í Hlégarði sem boðað var til af félagi aldraðra í bænum. Enginn metnaður um úrbætur eða framtíðarsýn. Sama var uppi á teningnum í umræðum á síðasta bæjarstjórnarfundi þar sem bæjarfull- trúinn tók þátt í að þvinga í gegn með íhaldinu áform um Blikastaðaland með samningi við banka sem ekki var unninn af kjörnum fulltrúum heldur embættismönnum í mikilli leynd. Kjörnir fulltrúar fengu viku til að skoða málið og máttu ekki ráðfæra sig við neina aðra, þar sem málið var flokkað sem trúnaðarmál. Samningur sem varðar tugi milljarða króna. Stóra og nánast eina áhyggjuefni bæjarfulltrúa VG var hvort einhver starfsemi yrði í gamla Blikastaðabæn- um því jú þar hefði aldrei fokið hey. Með fullri virðingu fyrir þeim bæ, því- líkt erindi inn í pólitík! Fólk með framtíðarsýn Í aðdraganda þessara kosninga hefur orðið deginum ljósara að atkvæði greitt Vinstri græn- um í Mosfellsbæ er atkvæði greitt Sjálfstæðis- flokknum, enn einu sinni. Gefum núverandi meirihluta frí og gefum fólki með framtíðarsýn og metnað fyrir góðri þjónustu við íbúa Mosfellsbæjar tækifæri. Tækifæri til að styðja betur við skólana okkar, til að hlúa betur að öldruðum og fötluðum, til að fjölga fjölbreyttum búsetukostum, til að skipuleggja bæinn í samstarfi við íbúa og til að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Ef þú kjósandi góður ert til í þetta þá er það góður kostur að setja X við S á kjördag. Ólafur Ingi Óskarsson, skipar 2. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar Sunna Arnardóttir, skipar 6. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar Hvað er vinstri og hvað er grænt? www.fastmos.is 586 8080 Sími: Viltu selja? Hafðu samband Svanþór Einarsson Löggiltur fasteignasali Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is Aðsendar greinar - 49

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.