Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 6
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ6 Fimmtudagur 25. ágúst Lágafellskirkja kl. 20: Tónleikar með hljómsveitinni LÓN í Lágafellskirkju. Hljómsveitina skipa þjóðþekktir tónlistarmenn: Valdimar Guðmunds- son, Ásgeir Aðalsteinsson og Ómar Guðjónsson. Ókeypis aðgangur. sunnudagur 28. ágúst Mosfellskirkja kl. 18: Kyrrðarstund og biblíuleg íhugun í og við Mosfellskirkju. Umsjón: Sr. Henning Emil Magnússon og Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Létt hressing í boði. Kvöldmessa í Mosfellskirkju kl. 20. Sr. Henning Emil Magnússon þjónar. Þórður Sigurðarson, organisti, leiðir tónlistina. sunnudagur 4. september Kl. 11: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon þjónar. Kl. 13: Upphaf barnastarfsins í Lágafellskirkju. Söngur, saga, leikir og brúðuleikrit. Umsjón: Bogi æskulýðs- fulltrúi og sunnudagaskólaleiðtogar. sunnudagur 11. september Kl. 11: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon þjónar. Kl. 13: Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju. Fermingarskráning Fyrir vorið 2023 Minnum á skráningu í fermingar- fræðslu á heimasíðu safnaðarins. Stekkjarflöt álafoSSkvoS kjarni varmárvöllur íþróttamiðStöðin að varmá Hlégarður Að vanda verður líf og fjör í Mosfellsbæ þegar bæjarhátíðin Í túninu heima fer fram helgina 26.-28. ágúst. Loksins geta Mos- fellingar komið saman á bæjarhátíðinni Í túninu heima eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki taka virkan þátt í hátíðinni og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þekktir liðir verða á sínum stað, svo sem flugvéla- og fornvélasýning á Tungubökk- um, kjúklingafestival og Pallaball, en einnig opið hús á slökkvistöðinni við Skarhóla- braut sem notið hefur mikilla vinsælda. setning og ullarpartý á föstudagskvöld Dagskrá hátíðarinnar verður æ veglegri með árunum og hefst nú á þriðjudegi, en hátíðin er þó formlega sett á föstudag. Skrúðgöngur í hverfalitunum fjórum leggja af stað frá Miðbæjartorgi kl. 20:45 á föstu- dag með hestamannafélagið Hörð í broddi fylkingar. Þaðan liggur leiðin í Álafosskvos þar sem hátíðin er sett. Að því loknu verður Ullarpartý með brekkusöng og skemmti- dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Í Álafosskvos fer fram markaður og skátafélagið Mosverjar skapar notalega kaffihúsastemningu. Útimarkaður í Mos- fellsdal verður á sínum stað. Gljúfrasteinn opnar dyrnar að safninu upp á gátt og verður frítt inn á laugardeginum í tilefni bæjarhátíðarinnar. Heilsueflandi dagskrárliðir Mosfellsbær er heilsueflandi samfé- lag og því vel við hæfi að á dagskrá hátíðarinnar eru fjallahjólakeppn- in Fellahringurinn, fótboltamót og Tindahlaupið, en það er eitt vinsælasta utanvegahlaup landsins. Fjórar vegalengdir eru í boði, einn, þrír, fimm eða sjö tindar á fellunum umhverfis bæinn. mosfellingar bjóða heim Mosfellingar taka vel á móti gestum og gangandi, skreyta hús og garða sína í hverfislitunum og bjóða heim. Fjölbreytileg dagskrá er í görðum bæjarbúa og opnar vinnustofur víða. Hápunktur á torginu Stórtónleikar á Mið- bæjartorgi eru hápunktur hátíðarinnar. Þar skemmta landsþekktar hljómsveitir ásamt heimamönnum og björgunarsveitin Kyndill stendur fyrir glæsilegri flug- eldasýningu. Frítt verður í strætó, í Varmárlaug og á Gljúfrastein allan laugardaginn. Dagskrá hátíðarinnar er að finna í miðopnu blaðsins og á vefsíðu Mosfellsbæjar www.mos.is. Í túninu heima fer fram um helgina • Líf og fjör um allan bæ • Dagskrá í miðopnu loksins hægt að halda bæjarhátíð Mosfellsbæjar Höfðar, Hlíðar, Tún og Mýrar Tangar, Holt og Miðbær Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Dalur Reykjahverfi og Helgafellshverfi HveRfasKReyTingaR Mosfellsbæ er skipt upp í fjóra hluta og hefur hver hluti sinn sérstaka lit til að skreyta með. Íbúar eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima eða á þar til gerðum bílastæðum og rölta um og njóta. karamellukaSt moSfellSbær á góðum degi Stuðmenn verða á miðbæjartónleikunum Fjölbreyttur úti­ markaður í Kvosinni Markaðurinn í Álafosskvosinni verður á sínum stað Í túninu heima. Opið verður föstudagskvöld kl. 19:30-22:00 og á laugardag kl. 12:00-16:00. Á föstudagskvöldinu fer fram Ullarpartí í Kvosinni með skemmtidagskrá og brekkusöng. Á laugardeginum verður fjölbreytt dagskrá á sviðinu allan daginn. Hópakstur traktora og fornvélasýning Wings’n Wheels fornvélasýning fer fram á Tungubakkaflugvelli í tengslum við bæjarhátíðina um helgina. Sýningin er haldin á laugardaginn kl. 12-17 og er að- gangur ókeypis. Þar er hægt að virða fyrir sér gamlar flugvélar, fornbíla, dráttarvélar, mótorhjól og kl. 16:30 verður karamellukastið vinsæla. Þeir sem eiga spennandi tæki sem ættu heima á sýningu eru beðnir um að hafa samband við Sigurjón í s. 858-4286. Hátíðin hefst kl. 12 með hópakstri dráttarvéla, fornbíla og tækja um Mosfellsbæ. Ferguson- félagið stendur fyrir akstrinum og hvetur alla til þátttöku. Kjúklingafestival haldið í sjöunda sinn Hjalti Úrsus býður til matarveislu ársins í Mosfellsbæ laugardaginn 27. ágúst. Kjúklingafestivalið hefur fest sig í sessi á bæjarhátíðinni og stækkar með hverju árinu. Festivalið fer fram við íþrótta- miðstöðina að Varmá kl. 14-16. „Kjúklingafram- leiðendur sem dagsdaglega eru í harðri samkeppni koma saman í einn dag, sameina krafta sína og kynna fyrir fólki þennan holla og góða mat,“ segir Hjalti Úrsus. „Mos- fellsbær hefur alltaf verið þekktur sem kjúklingabær og stendur svo sannarlega undir nafni.“ bærinn Skreyttur miðbæjar- torg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.