Fréttablaðið - 17.09.2022, Side 2
Við erum auðvitað að
stefna á fyrsta sætið en
það er ekki auðvelt
verkefni.
Ásta
Kristinsdóttir
Aldrei eins mikil þörf, segir Ómar
Íslenska kvennalandsliðið í
hópfimleikum mun keppa til
úrslita á Evrópumeistaramót-
inu í hópfimleikum klukkan
12 í dag en stelpurnar eiga titil
að verja frá því í fyrra.
mhj@frettabladid.is
FIMLEIKAR Ásta Kristinsdóttir, sem
hefur sannarlega verið að stíga upp
með kvennalandsliðinu í fimleikum
í ár og átt frábært mót, segir stelp-
urnar algjörlega tilbúnar í slaginn í
dag er keppt verður til úrslita á EM.
Ásta segir verkefnið þó erfitt þar
sem miklar breytingar hafa orðið
á liðinu frá því þær unnu Evrópu-
meistaratitilinn í fyrra.
Alls hafa fjórar nýjar stelpur
komið inn í kvennalandsliðið
úr unglingalandsliðinu og ein úr
blandaða unglingalandsliðinu.
Engu að síður enduðu íslensku
stelpurnar í þriðja sæti eftir undan-
keppnina, einungis 1,625 stigum á
eftir Svíunum sem leiddu keppn-
ina. Þess má geta að í fyrra munaði
tveimur heilum stigum á Íslandi og
Svíþjóð en stelpurnar bættu upp
muninn í úrslitunum og tóku Evr-
ópumeistaratitilinn.
Ásta segir að það megi í raun líta
á undankeppnina sem bara annan
æfingadag en stigin fylgja liðunum
ekki inn í úrslitin.
„Við erum auðvitað að stefna á
fyrsta sætið en það er ekki auðvelt
verkefni. Við erum búnar að vinna
mikið fyrir þessu heima á Íslandi
og það er að skila sér í höllinni. Við
erum samt sem áður með annað lið
núna og erum búnar að fara í gegn-
um þó nokkrar mannabreytingar.
Við mætum hins vegar ákveðnar
á morgun með sama markmið í
huga,“ segir Ásta.
Spurð um undankeppnina segir
Ásta stelpurnar mjög sáttar en með-
vitaðar um að þær geti bætt sig.
„Fimmtudagurinn fór bara eins
og hann átti að fara. Við eigum að
eiga eitthvað inni. Við vorum með
helling af hnökrum,“ segir Ásta og
bætir við það hefði ekki verið gott
fyrir andlegu hliðina hefðu þær átt
sinn besta dag í undankeppninni.
„Við vitum að við eigum helling
inni sem er annað en önnur lið,“
segir Ásta. Norsku stelpurnar urðu
fjórðu í undankeppninni, næst á
eftir Íslandi en þær áttu mögulega
sinn besta dag en það dugði ekki til.
„Við munum auka erfiðleikann
á dýnu í úrslitunum, við vorum að
spara nokkrar á fimmtudaginn vilj-
andi. Svo verða líka gerðar breyting-
ar á dansinum,“ segir Ásta og bætir
við að það sé gott fyrir hugarfarið að
vita að það séu stig inni til að sækja.
„Við viljum alltaf hafa einhverja
punkta til að hugsa um. Við viljum
ekki koma inn á mótið og hugsa: við
gerðum allt fullkomið á fimmtu-
daginn, við viljum frekar vera að
hugsa hvað það sé sem við þurfum
að laga,“ segir Ásta.
Stelpurnar tóku því rólega í gær
eftir undankeppnina. „Við vöknuð-
um snemma og tókum teygjuhring
fyrir utan hótelið. Okkur stelp-
unum var síðan boðið út að borða
hjá Happ í hádeginu í gær. Það var
skemmtilegt,“ segir Ásta.
Spurð um hvernig líkamlega
standið er á stelpunum eftir und-
ankeppnina segir Ásta þær í góðu
standi.
„Eins góðar og við getum verið,
svona miðað við,“ segir Ásta. n
Miklar liðsbreytingar en
markmiðið alltaf það sama
Liðað geislaði af sjálfsöryggi í undankeppninni. MYND/FJÓLA ÞRASTARDÓTTIR
Heilsuvara vikunnar
GJAFALEIKUR
bth@frettabladid.is
ORKUMÁL „Það skiptir rosalegu máli
að setja kraft í orkuskiptin. Ívilnanir
eru fjárfestingar til framtíðar,“ segir
Halla Hrund Logadóttir orkumála-
stjóri.
„Ef við náum ekki loftslagsmark-
miðum verðum við að sæta viður-
lögum sem munu kosta okkur fjár-
muni. Það er betra að fjárfesta í
hvötum til að hlaupa hraðar hvað
varðar orkuskiptin en að aðhafast
ekkert,“ segir Halla Hrund.
Margir hafa gagnrýnt að í fjár-
lagafrumvarpinu hafi ríkisstjórnin
undir forystu Katrínar Jakobs-
dóttur, sem kennir eigin f lokk við
umhverfisvænar áherslur, tekið
ákvörðun um að hætta ívilnunum
til þeirra sem festa kaup á umhverf-
isvænum bílum.
Mikil losun fylgir bruna jarðefna-
eldsneytis. Milljónahvatar til að
kaupa rafmagns- eða tengiltvinnbíl
verða senn úr sögunni samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu sem Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra
lagði fram á mánudag. Hafa ýmsir
mótmælt þeirri ákvörðun, ekki síst
þingmenn stjórnarandstöðunnar.
„Við þurfum með öllum leiðum
að halda áfram að styðja við orku-
skiptin,“ segir Halla Hrund.
Spurð hvort þessi þáttur fjárlaga-
frumvarpsins hafi valdið henni von-
brigðum, svarar orkumálastjóri:
„Það skiptir máli að settur verði
sterkur fókus á þennan málaflokk.
Það er ekki tímabært að fara þá leið
að draga úr stuðningi.“ n
Ekki tímabært að
minnka stuðning
vegna orkuskipta
Halla Hrund Logadóttir orkumála-
stjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Ragnar Arnalds,
fyrr verandi ráð-
herra og alþingis-
maður, er látinn, 84
ára að aldri.
Ragnar lauk lög-
fræði prófi frá Há-
skóla Ís lands. Hann
var for maður Al-
þýðu banda lagsins frá 1968 til 1977.
Fram kemur á vef Alþingis að Ragnar
var landskjörinn alþingismaður á
Norðurlandi vestra á árunum 1963-
1967 og alþingismaður fyrir það
kjördæmi á árunum 1971-1999, fyrst
fyrir Alþýðubandalagið og síðan
Samfylkinguna eftir stofnun þess
flokks. Hann var menntamála- og
samgönguráðherra 1978-1979 og
fjármálaráðherra 1980-1983.
Eftir lifandi eigin kona Ragnars er
Hall veig Thor la cius brúðu leikari.
Dætur þeirra eru Guð rún og Helga. n
Ragnar Arnalds
er látinn
Ragnar Arnalds.
Milljóna afsláttur
vegna kaupa á raf-
magns- eða tengil-
tvinnbíl verður senn
úr sögunni samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu.
„Almennt séð er aðalatriðið í viðurkenningu á borð við þá sem er kennd við Sigríði í Brattholti það að í henni felst hvatning til að langstærsta málefni þess-
arar aldar og okkar lands, meðferð á náttúruverðmætum, sé sinnt sem best. Þess hefur aldrei verið eins mikil þörf og nú,“ segir Ómar Ragnarsson sem í gær
tók við Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti úr hendi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2 Fréttir 17. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ