Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 8
Við höfum sett okkur háleit markmið hvað Mílu varðar. Við ætlum að spýta hraustlega í lófana á næstu árum og erum ekkert feimin við að tala um það. Daniel Graf von der Schulenburg, framkvæmda- stjóri hjá Ardian H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Styrkir úr Tónlistarsjóði 2023 Auglýst er eftir styrkumsóknum úr Tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu: 1. janúar – 30. júní 2023. Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. Umsóknarfrestur rennur út 1. nóvember 2022 kl. 15.00. Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is. Umsóknum og lokaskýrslum er skilað rafrænt. Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími: 515 5800 tonlistarsjodur@rannis.is. Framkvæmdastjóri innviða- fjárfestinga hjá Ardian segir það fagnaðarefni að kaupin á Mílu skuli loks vera gengin í gegn. Ferlið hafi vissulega tekið á, en nú geti fyrirtækið einbeitt sér að 30 milljarða fjárfestingunni sem sé í píp- unum hér á landi. ggunnars@frettablaðið FJARSKIPTI Eftir samningavið- ræður sem staðið hafa yfir í tæpt ár hefur Samkeppniseftirlitið loks lagt blessun sína yfir kaup franska sjóðstýringarfyrirtækisins Ardian á Mílu. Þar með er ljóst að upphaf- legur verðmiði Mílu hefur lækkað um samtals 8,5 milljarða króna frá því sem upphaflega var kynnt. Þá hefur jafnframt náðst samkomulag um öll þau skilyrði sem eftirlitið setti fyrir sölunni. Kaup Ardian á Mílu ganga form- lega í gegn þann 30. september næstkomandi, en þar með verða hlutabréfin í Mílu formlega komin í fangið á dr. Daniel Graf von der Schulenburg, framkvæmdastjóra innviðafjárfestinga fyrirtækisins í Norður-Evrópu. Daniel segist ánægður með að samningar séu í höfn en viðurkennir að ferlið hafi tekið á. „Fyrsta tilfinningin er einhvers konar blanda af þreytu og spennu. Þetta voru f lóknari viðræður en við gerðum ráð fyrir í upphafi, ég get alveg viðurkennt það, en að vissu leyti skiljum við f lækjustigið. Þetta er risastór erlend fjárfesting. Það er eðlilegt að eftirlitsstofnanir vilji fara varlega,“ segir Daniel, en bætir við að nú sé loks hægt að beina kröftunum að uppbyggingu fjar- skiptainnviða á Íslandi. „Við höfum tröllatrú á þessari fjárfestingu. Sú afstaða hefur ekkert breyst.“ En hvað felst í þessum áformum og hvernig verður uppbyg gingu fjarskiptainnviða háttað nú þegar kaup Ardian á Mílu eru orðin að veruleika? „Við höfum sett okkur háleit markmið hvað Mílu varðar. Við ætlum að spýta hraustlega í lóf- ana á næstu árum og erum ekkert feimin við að tala um það. Áherslan verður á að efla 5G-fjarskiptakerfi og ljósleiðara fyrirtækisins um allt land.“ Til að gefa fólki einhverja hug- mynd um umfangið segist Daniel vel geta sett hlutina í fjárhagslegt samhengi. „Við erum að tala um fjárfestingu upp á 30 milljarða króna á næstu sjö til átta árum. Það er áætlunin sem við vinnum eftir. Hvort okkur tekst að ná settu marki verður að koma í ljós, en við erum sannar- lega reiðubúin að leggja hart að okkur. Við sjáum einfaldlega fyrir okkur að Ísland verði meðal fyrstu landa heims sem reiða sig alfarið á ljósleiðara og 5G-tengingar. Ef allt gengur upp.“ Að mati Daniels eru markmiðin vissulega metnaðarfull en hann telur Mílu hafa alla burði til að hrinda slíkum áformum í framkvæmd. „Fjárfestingargeta Mílu hefur aukist umtalsvert með þessum við- skiptum. Á því leikur enginn vafi. En þá þurfum við líka að hafa í huga að Ardian er ekki sjóður sem stundar áhættufjárfestingar. Við erum ein- göngu á höttunum eftir langtíma- fjárfestingum og kaupin á Mílu eru slík fjárfesting.“ Hann segir mikilvægt að halda til haga að breytt eignarhald muni hafa jákvæðar breytingar í för með sér hvað samkeppni varðar. „Míla verður hér eftir opin fyrir viðskiptum við öll fjarskiptafyrir- tæki landsins. Það er mikilvæg breyt- ing frá því sem verið hefur. Ekki síst út frá sjónarhóli neytenda.“ En þá kunna margir að velta fyrir sér af hverju Ardian leggi upp í slíka fjárfestingu í landi sem er bæði strjálbýlt og fámennt. Eftir hverju er Ardian að slægjast? Daniel segir eðlilegt að slíkar spurningar vakni. „En ef við horfum bara á vöxtinn í gagnaumferð á Íslandi undanfarin ár þá sjáum við að landið er á hvínandi siglingu í síbreytilegu tæknilegu umhverfi. Við værum ekki að þessu ef við værum ekki sannfærð um að fjárfesting af þessari stærðargráðu muni bera ávöxt á endanum. Fyrir alla aðila,“ segir Daniel. n Míla hyggst ráðast í þrjátíu milljarða fjárfestingu í innviðum á næstu árum kristinnpall@frettabladid.is SVEITARSTJÓRNIR Jónína Brynj- ólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir tvö lögfræðiálit hafa verið lögð til grundvallar er einum fulltrúa í sveitarstjórninni var gert að víkja af fundi og vara- maður hans kallaður inn í staðinn. „Það var búin að koma upp til- laga um vanhæfi í þessu máli fyrr á þessu ári á sveitarstjórnarfundi þar sem við vorum með álit bæjar- lögmannsins,“ segir Jónína sem kveður álits lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga einnig hafa verið aflað. Fulltrúa Miðf lokksins, Þresti Jónssyni, var vikið af fundinum vegna vanhæfis er kom að aðal- skipulagsbreytingu vegna Fjarðar- heiðarganga og með atkvæðum allra nema Þrastar sjálfs. „Vegna vensla teljum við að Þröstur sé vanhæfur og lögfræði- álitin styðja það,“ segir Jónína. Sjálfur sagði Þröstur um að ræða pólitískt of beldi sem ætti sér engin fordæmi á Íslandi. Sagðist hann vera með álit lögmanns sem stað- festi að hann sé ekki vanhæfur og telur að þetta sé brot á málfrelsi. „Það er búið að svipta mann málfrelsi. Yfirleitt er maður ekki víttur í pontu nema maður sé með dólgslæti,“ sagði Þröstur í viðtali á vef Fréttablaðsins í gær. Jónína segir að það sé í raun ekk- ert óeðlilegt í þessu tilviki. „Til þess að tryggja réttláta máls- meðferð var þessi tillaga lögð til og tíu sveitarstjórnarmenn af ellefu voru samþykkir því og kom vara- maður inn í hans stað úr Mið- flokknum. Það er ekkert endilega óalgengt í minni sveitarfélögum að einstaklingar séu vanhæfir,“ segir Jónína. „Þegar meirihlutinn er kominn í rökþrot, grípur hann til slíkra óyndisúrræða. Slíkt er alvarleg ógn við lýðræðið og málfrelsið í landinu sem er stjórnarskrár- bundið,“ bókaði Þröstur á fund- inum. Verið væri að „þagga niður skoðanir sem eru andstæðar skoð- unum meirihlutans“. n Fulltrúi Miðflokksins segist sviptur málfrelsi eftir að vera vikið af fundi Ljósleiðari lagður við Suðurstrandarveg. Kaup Ardian á Mílu ganga formlega í gegn 30. september. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Jónína Brynjólfs- dóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings Þröstur Jónsson, meðlimur sveitar- stjórnar Múlaþings thp@frettabladid.is SÚRÍNAM Bandar ísk og súr í- nömsk yfirvöld ræða nú um hvort síðarnefnda ríkið geti tekið á móti afgönsku f lóttafólki sem ekki fær dvalarleyfi í Bandaríkjunum af öryggisástæðum. Fólkið er nú í bandarísku herstöð- inni Camp Bondsteel í Kósóvó eftir að hafa flúið heimaland sitt er Talib- anar komust aftur til valda í fyrra. Nokkur hafa kosið að snúa aftur heim í stað þess að dvelja í Kósóvó, eða bíða eftir að komast annað. „Við íhugum þetta,“ segir Marten Schalkwijk, sendiherra Súrínam í Washington. Landið sé vel í stakk búið til að taka við fólki. n Vilja senda Afgani til Súrínam Flóttafólkið dvelur í Camp Bond- steel herstöðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Ráðist var á Blom Bank í Beirút í gær. thp@frettabladid.is LÍBANON Síðan árið 2019 hefur verið mikil efnahagskreppa í Líbanon. Aðgengi sparifjáreigenda að fjár- munum sínum í bönkum hefur verið mjög takmarkað og eru margir þeirra komnir með nóg af ástandinu. Undanfarið hafa nokkrir þeirra gripið til þess ráðs að endurheimta sparifé sitt með valdi vopnaðir skot- vopnum. Í gær urðu slík atvik í átta bönkum víðs vegar um landið og nú hefur verið ákveðið að loka öllum bönkum landsins fyrstu þrjá dagana í næstu viku. n Líbanskir bankar loka vegna árása 8 Fréttir 17. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.