Fréttablaðið - 17.09.2022, Side 12

Fréttablaðið - 17.09.2022, Side 12
Leiðslan mun geta flutt yfir 50 milljarða rúm- metra af gasi á ári hverju er hún verður tekin í notkun en búist er við að lagningu hennar ljúki árið 2030. Það má gera ráð fyrir aukinni eftirspurn eftir orku hér heima vegna þessa ástands. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri Rússar og Kínverjar hafa gert með sér samning um nýja risavaxna gasleiðslu sem færa mun gas frá Síberíu til Kína. Leiðslan er talin eiga að koma í stað NordStream 2 gasleiðslunnar sem auka átti gasflutning frá Rússlandi til Þýskalands en verður ekki tekin í notkun. ragnarjon@frettabladid.is ORKUMÁL Risavaxin gasleiðsla sem ber nafnið Power of Siberia 2 eða „Kraftur Síberíu 2“ er nú á undir­ búningsstigi en leiðslan mun sjá um að dreifa rússnesku jarðgasi frá Síberíu til Kína í gríðarlegu magni. Leiðslan mun geta f lutt yfir 50 milljaðra rúmmetra af gasi á hverju ári er hún verður tekin í notkun en búist er við að lagningu hennar ljúki árið 2030. Það samsvarar flutnings­ getu NordStream 1 leiðslunnar sem áður sá um flutning á gasi frá Rúss­ landi til Evrópu. Sú leiðsla hefur verið lokuð síðan 2. september en Rússar skrúfuðu fyrir gasflutninga til Evrópu í kjölfar viðskiptaþving­ ana gagnvart landinu síðan innrás þeirra í Úkraínu hófst. Áður hafði staðið til að Nord­ Stream 2 gasleiðslan yrði tekin í notkun sem myndi sjá meginlandi Evrópu fyrir samsvarandi magni af gasi og Kraftur Síberíu 2 mun geta f lutt. Rússar horfa nú í auknum mæli til Kína og Asíu um sölu á gasi sínu eftir að tengsl Evrópulanda og Rússlands hafa dvínað í kjölfar stríðsins. Gasleiðslan hefur lengi verið í hugmyndabanka Rússa og á sér fyrirmynd í leiðslu sem nú þegar f lytur gas frá Síberíu til Kína og nefnist Kraftur Síberíu 1. Sú gas­ leiðsla var tekin í notkun árið 2019 en lagning leiðslunnar hefur staðið yfir í átta ár. Rússar auka sölu á orku til Kína með nýrri gasleiðslu Verkamenn í Kína vinna að lagningu gas- leiðslu milli Rússlands og Kína í Austur- Jiangsu-héraði. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Xi Jinping, forseti Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Rammar inn mikilvægi sjálfstæðis í orkumálum bth@frettabladid.is Evrópa hefur ekki byggt upp inn- viði sem skyldi til að tækla orku- krísuna í kjölfar Úkraínustríðsins. Þetta segir Halla Hrund Loga- dóttir orkumálastjóri. „Þess vegna er Þýskaland að auka raforku frá kolum um 30 prósent milli ára. Sem dæmi hafa ekki verið byggðar upp stöðvar í Þýskalandi til að taka á móti fljótandi gasi frá öðrum ríkjum en Rússlandi.“ Ef Kínverjar ákveða að kaupa stórfellt magn af Rússum í gegnum risavaxna gasleiðslu milli landanna gæti það þýtt að Evrópa þurfi að hugsa öll sín orkumál upp á nýtt. Innviðakrísa er annað nafn yfir orkukreppuna að sögn Höllu Hrundar. „Átökin í Úkraínu endurspegla ósjálfstæði Evrópu í orku- málum,“ segir Halla, einkum er kemur að loftslagsmarkmiðum. Evrópa hafi veðjað á ódýrt gas frá Rússlandi í þeim efnum. Nú kvikni spurningar um hvort Þýskalandi sé stætt á að loka síðustu kjarnorkuverunum eins og stefnt hefur verið að. „Kjarnorka hefur átt mikinn þátt í að ekki hefur farið enn verr á þessum krísutímum. Það verður áhugavert að sjá hvaða svör Evrópa hefur í innviðaupp- byggingunni þegar og ef sam- skiptin við Rússland halda áfram að versna.“ Orkuverð hefur hækkað margfalt í sumum ríkjum frá upphafi innrásarinnar. Verðþaki hefur verið komið á til dæmis í Bretlandi. Heimili þar munu ekki greiða nema 2.500 pund á ári sem þó gæti aðeins orðið brot af því sem orkan mun kosta. Mikil umræða er um að Evr- ópusambandið hafi brugðist og að endurskoða þurfi löggjöf um orkumarkað. Endurhanna þurfi regluverk um orkumarkaðinn til að hann þjóni almenningi betur, líka á krísutímum. „Hér heima finnum við mun minna fyrir þessu ástandi samanborið við löndin á megin- landi Evrópu, vegna þess hve langt við höfum náð nú þegar í orkuskiptum. En það má gera ráð fyrir aukinni eftirspurn eftir orku hér heima vegna þessa ástands,“ segir Halla Hrund. Orkumálastjóri minnir einnig á að tækifæri geti falist í krísum. Krefjandi aðstæður hafi leitt til lagningar hitaveitu í flestar byggðir hér á landi og gríðar- legrar uppbyggingar íslensks orkuiðnaðar. „Við sjáum það nú hve gott er að vera sjálfstæð í orkumálum. Á sama tíma er mikilvægt að við setjum í forgang að klára orku- skiptin. Mikið er eftir í flugi og í siglingum en ekki eftir neinu að bíða að klára orkuskiptin í landi. Orkuöryggi og loftslagsmál eru efst á baugi,“ segir Halla Hrund. Evrópa brást of seint við Svo virðist sem efnahagsað- gerðir Evrópulanda og Banda- ríkjanna hafi ekki eins mikil áhrif á Rússland og vonast var til. Samdráttur í rússneskum efnahag hefur mælst 4 prósent en Rússar hafa grætt gríðar- lega á sölu jarðefnaeldsneytis eftir að verð á orku rauk upp vegna stríðsins. Heildarverð- mæti orkusölu Rússa er talið 93 milljarðar evra á fyrstu hundrað dögum stríðsins samkvæmt Orku- og umhverfisrannsóknar- stofnun Finnlands. Sérfræð- ingar segja að líklegast muni efnahagsaðgerðir vestrænna ríkja því ekki hafa áhrif fyrr en á næsta ári. Á meðan stefni allt í að orkukrísa muni geisa í Evrópu eftir að innflutningur á rússnesku gasi stöðvast. Fara í gegnum Mongólíu Forseti Mongolíu Ukhnaagiin Khu­ relsukh tók þátt í sameiginlegum fundi með Vladímír Pútín Rúss­ landsforseta og Xi Jinping, forseta Kína, nú á fimmtudaginn en Khu­ relsukh hefur lýst yfir stuðningi sínum við uppbyggingu leiðslunnar. „Við styðjum við uppbyggingu olíu­ og gasleiðsla sem flytja munu gas frá Rússlandi til Kína en tæknilegar og efnahagslegar aðstæður réttlæta bygginguna að okkar mati,“ sagði forseti Mongólíu á fundinum en þó hafa engar áætlanir um olíuleiðslu verið formlega lagðar fram. n FRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 17. september 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.