Fréttablaðið - 17.09.2022, Qupperneq 18
Við erum með góðan
hóp og að fara spila við
hörkulið. Þetta verður
gott einvígi
Davíð Snorri Jónasson
Kvennalið Íslands
hefur þrisvar orðið
Evrópumeistari.
Jamaíka er einu sæti
fyrir ofan Ísland á
heimslista FIFA.
Vita allir hvað hann
getur gefið þessu liði
Arnar Þór Viðars-
son, landsliðs-
þjálfari íslenska
karlalandsliðsins
18 Íþróttir 17. september 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 17. september 2022 LAUGARDAGUR
helgifannar@frettabladid.is
FÓTBOLTI Karlalandslið Íslands í
flokki 21 árs og yngri mætir Tékk-
landi í umspilsleikjum um sæti í
lokakeppni Evrópumótsins á næsta
ári. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari
liðsins, er brattur fyrir komandi
verkefni.
Fyrri leikur liðanna fer fram á Vík-
ingsvelli á föstudag en sá síðari ytra
fjórum dögum síðar.
„Þetta leggst mjög vel í mig. Maður
er búinn að bíða lengi eftir þessum
leikjum,“ segir Davíð í samtali við
Fréttablaðið.
„Við erum með góðan hóp og
að fara að spila við hörkulið. Þetta
verður gott einvígi.“
Davíð telur Ísland eiga góða mögu-
leika gegn Tékkum en tekur þó fram
að liðið sé afar sterkt.
„Tékkneskur fótbolti er kannski
ekki mest á radarnum hér á Íslandi.
Þeir spiluðu góða leiki við England,
unnu örugga sigra heima og fóru
í útileiki sem voru erfiðir og unnu
góða sigra.“
Kristall Máni Ingason, leikmaður
Rosenborg, er hluti af hópnum sem
mætir Tékkum. Hann hefur verið að
glíma við meiðsli og komu tíðindin
því nokkuð á óvart.
„Tímalínan með meiðslin hans er
svolítið þannig að það er hver dagur
sem skiptir máli. Hann kemur hing-
að heim og við munum skoða hann
þegar þar að kemur.“
Nokkrir leikmenn sem eru í hópi
A-landsliðs karla fyrir komandi verk-
efni þar eru gjaldgengir í U-21 árs
liðið. Það er hugsanlegt að einhverjir
þeirra verði kallaðir yfir í yngra liðið
fyrir seinni leikinn gegn Tékkum.
Það fer eftir því hvort A-landsliðið
eigi möguleika fyrir leik sinn gegn
Albaníu í Þjóðadeildinni. Hann fer
fram sama dag.
„Þegar við erum að undirbúa
svona er ýmislegt rætt, en við erum
ekki komnir í það mikil smáatriði.
Eins og staðan er núna leggjum við
upp með að klára gluggann svona,“
segir Davíð og bætir við að sam-
bandið á milli hans og þjálfara A-
landsliðsins sé gott.
Davíð segir mikilvægt að fólk fylli
stúkuna í fyrri leiknum hér heima.
„Það var þvílíkt gaman að spila hér
heima í júní fyrir framan frábæra
áhorfendur. Hér eru tvö lið að fara
að spila úrslitaleik og það er eitthvað
sem fólk vill ekki missa af.“ n
Möguleikinn sé til staðar gegn góðum mótherja
Fram undan eru
afar mikilvægir
umspilsleikir
hjá undir 21 árs
landsliði Íslands
Landsliðshópur íslenska karla-
landsliðsins í knattspyrnu
fyrir komandi verkefni liðsins
undir lok septembermánaðar
var opinberaður í höfuðstöðv-
um Knattspyrnusambands
Íslands í gær. Reynslumiklir
leikmenn bætast við hópinn.
aron@frettabladid.is
FÓTBOLTI Íslenska landsliðið
leikur tvo leiki í komandi verkefni.
Æfingaleik gegn Venesúela í Austur-
ríki og þá mætir liðið Albaníu á úti-
velli í Þjóðadeild UEFA, leikur sem
gæti orðið úrslitaleikur um það
hvort liðið fái sæti í A-deild næsta
árs.
Aron Einar Gunnarsson, Guð-
laugur Victor Pálsson og Alfreð
Finnbogason koma allir inn á nýjan
leik í landsliðið eftir mismikla fjar-
veru en það er kærkomin viðbót í
hópinn fyrir Arnar.
Fær fyrirliðabandið á ný
Áhugaverðasta viðbótin er án efa
Aron Einar Gunnarsson sem mun
bera fyrirliðabandið á ný í íslenska
landsliðinu. Aron Einar hefur ekki
spilað landsleik síðan í júní á síðasta
ári. Um miðbik síðasta árs komu
fram ásakanir á hendur honum og
kollega hans Eggerti Gunnþór Jóns-
syni, leikmanni FH.
Aron og Eggert voru sakaðir
um að hafa nauðgað konu í Kaup-
mannahöfn árið 2010 og kyn-
ferðisbrotamál höfðað gegn þeim.
Ríkis sak sóknari hefur nú staðfest
niður fellingu Héraðs sak sóknara á
málinu og því ekkert sem meinar
Arnari Þór, miðað við gildandi
reglur KSÍ, að velja Aron á ný í lands-
liðið.
Íslenska landsliðið undanfarið ár
hefur verið meðal yngstu landsliða
Evrópu. Arnar Þór segir áskoranir
felast í því, það hægi á þróuninni
hjá liðinu.
„Þetta hefur oft ekki verið besta
blandan, það hefur vantað reynslu-
meiri leikmenn inn með þessum
yngri. Þessir reyndari leikmenn sem
koma inn núna jafna þessa blöndu,“
sagði Arnar Þór á blaðamannafundi
gærdagsins. „Þetta er kjörið fyrir
okkur því reynslumeiri leikmenn
koma til með að hjálpa þeim yngri
innan sem utan vallar.“
Það stóð ekki á svörum hjá Arn-
Mun fá fyrirliðabandið á nýjan leik
Aron Einar
Gunnarsson,
snýr aftur í
íslenska lands-
liðið í komandi
verkefni liðsins
undir lok sept-
ember.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
ari er hann var spurður hvað Aron
Einar gæfi landsliðinu í endur-
komunni. „Aron Einar var að sjálf-
sögðu í mínum fyrstu hópum og
það vita allir hvað hann getur gefið
þessu liði. Hann hefur verið fyrirliði
liðsins í mörg ár og hvað reynsluna
varðar getur hann gefið mikið af
sér.“
Lið fram yfir leikmann
Önnur stór frétt varðandi ný til-
kynntan landsliðshóp er sú að
Albert Guðmundsson, leikmaður
ítalska félagsins Genoa, er ekki í
hópnum. Arnar Þór talaði hreint
og beint um stöðu Alberts í lands-
liðinu. Hann er ekki ánægður með
hugarfar leikmannsins.
„Ég var bara mjög óánægður og
svekktur með hugarfar Alberts í síð-
asta landsliðsverkefni. Fyrir mér er
það þannig að það felst í því mikill
heiður að spila fyrir íslenska lands-
liðið, það kallar á hundrað prósent
hugarfar alla daga og alltaf. Annað
hvort ertu hundrað prósent með í
því sem við erum að gera eða ekki.“
Arnar lokar þó ekki á þann
möguleika að Albert verði í hans
landsliðshópum í framtíðinni. „Við
þurfum ekki að horfa langt aftur í
tímann til að sjá að allir bestu leik-
menn landsliðsins undanfarin ár
hafa alltaf sett frammistöðu liðsins
fram yfir sína eigin frammistöðu.
Það er eina leiðin til að ná árangri.“
Hefur trú á fremstu mönnum
Framherjastaðan hefur verið haus-
verkur fyrir íslenska landsliðið
undanfarið og í landsliðshópnum
voru opinberaðir þrír hreinræktaðir
framherjar landsliðsins, bræðurnir
Sveinn Aron og Andri Lucas Guð-
johnsen. Þá snýr Alfreð Finnboga-
son aftur í landsliðið eftir meiðsla-
hrjáða fjarveru.
Alfreð er kominn á skrið með
danska úr valsdeildar félag inu
Lyngby og Arnar Þór er ánægður
með framherjana sem hann hefur
úr að velja.
„Alfreð hefur spilað alla þá leiki
sem hann hefur getað spilað síðan
hann skrifaði undir hjá Lyngby. Að
sjálfsögðu þarf hann í kjölfarið að
koma sér í betra leikform en það er
alveg ljóst í mínum augum að Alfreð
Finnbogason á sæti í íslenska lands-
liðinu skilið. Ég er mjög ánægður
með að hann sé kominn aftur eftir
erfið ár.
Sveinn Aron og Andri Lucas hafa
verið í undanförnum landsliðs-
hópum hjá mér.
Þetta eru leikmenn sem ég hef
mikla trú á og veit að þeir munu
skila vel af sér því hlutverki sem við
gefum þeim. Ég er mjög ánægður og
ber mikið traust til þessara þriggja
framherja.“ n
Kvennaliðið í gólfæfingu á fimmtu-
daginn. MYND/STEFÁN ÞÓR FRIÐRIKSSON
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI Staðfest var í gærkvöldi
að Heimir Hallgrímsson yrði næsti
þjálfari karlaliðs Jamaíku í knatt-
spyrnu, Reggístrákanna eins og
þeir kallast. Heimir skrifaði undir
fjögurra ára samning í Kingston
og stýrir liðinu í fyrsta sinn gegn
Argentínu þann 27. september
næstkomandi. Þetta er fyrsta starf
Heimis í rúmt ár eða frá því að hann
lét af störfum hjá Al-Arabi í Katar.
Heimir tekur við liðinu af heima-
manninum Paul Hall sem sagði
upp störfum fyrr á þessu ári eftir
deilur við knattspyrnusambandið
um aðstöðu og aðbúnað. Heimir
verður tólfti erlendi þjálfari Jama-
íku frá upphafi og tekur við liðinu í
62. sæti heimslistans, einu sæti ofar
en Ísland.
Reggístrákarnir hafa ekki komist
í lokakeppni HM frá 1998 en eru í
dauðafæri á að komast á næsta mót
þar sem sex þjóðir frá Norður- og
Mið-Ameríku komast inn á næsta
HM og tvær þjóðir til viðbótar fá
sæti í umspili. n
Heimir á Jamaíku
næstu fjögur ár
Heimir kom Íslandi á HM í fyrsta sinn
árið 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
kristinnpall@frettabladid.is
FIMLEIKAR Karla- og kvennalandslið
Íslands keppa í úrslitum á Evrópu-
mótinu í hópfimleikum í Lúxem-
borg í dag. Kvennalandsliðið hefur
gull að verja frá því í fyrra en karla-
landsliðið nældi í silfurverðlaun á
síðasta ári. Fylgst verður með gangi
mála á vef Fréttablaðsins.
Kvennalandsliðið lenti í þriðja
sæti í undanúrslitunum á fimmtu-
dag þrátt fyrir nokkur smávægileg
mistök og getur liðið hæglega náð
að endurtaka leikinn frá því í fyrra
með góðri frammistöðu í dag.
Það sama má segja um karlaliðið
sem lenti í fimmta sæti í undanúr-
slitunum þrátt fyrir nokkur mistök
á undanúrslitakvöldinu. n
Verja gullið í dag