Fréttablaðið - 17.09.2022, Page 22

Fréttablaðið - 17.09.2022, Page 22
Þær Snjólaug Lúðvíksdóttir og Saga Garðarsdóttir eru sagðar eðlilegustu og fyndnustu konur landsins í kynningu uppistandssýningarinnar Allt eðlilegt hér sem fram fer í Bæjarbíói í kvöld bjork@frettabladid.is Við kynntumst í gegnum sameiginlega vini og uppist andið,“ seg ir Snjólaug þegar blaða- maður spyr hana út í kynni þeirra. „Við höfðum oft talað um að gera eitthvert grín saman en það fannst aldrei tími – svona eins og þegar fólk segir „tökum kaffi bráðlega“ og svo talast það aldrei aftur við,“ segir hún í léttum tón. „En allt í einu kom einhver óskiljan- legur drifkraftur yfir okkur og við höfðum samband við Bæjarbíó og bara kýldum þetta í gegn. Held við höfum verið soldið æstar eftir allt slenið í Covid, það hefur hjálpað.“ Þó að þær Snjólaug og Saga eigi grínið sameiginlegt eru aðstæður þeirra ólíkar og er það meðal umfjöllunarefna sýningarinnar, önnur ráðsett og hin í eilífri leit að ástinni. „Saga er með rassamæla á heil- anum og talar soldið um þá. Svo gerir hún grín að eiginmanni sínum og foreldrum, líkamsræktardellu Íslendinga og Tenerife-ferðalögum og alls konar annarri þvælu,“ segir Snjólaug. „Ég tala um dapurleg ástarmál mín og slæmar stefnumótasögur, svo á ég sjötíu systkini og f lókna samsetta fjölskyldu og geri soldið grín að stjúptengslum og flækjum tengdum þeim,“ segir hún og bætir við að í sameiningu nái þær að dekka íslenskt samfélag ágætlega. Ég er skíthrædd við hana Stöllurnar skrifuðu hvor í sínu lagi og eru hvor með sitt uppistandið. „Svo hittumst við nokkrum sinn- um og fengum saman taugaáfall yfir því að vera mögulega ekkert fyndnar – en peppuðum hvor aðra upp úr þeirri holu fljótt.“ Snjólaug segir viðbrögðin hafa verið virkilega góð. „Fólk hlær og hlær og slær sér á lær – við erum í skýjunum eftir hverja sýningu og bara frekar góðar með okkur.“ Þegar hún er svo spurð um mögu- legar uppákomur í ferlinu má greina örlítinn alvarleika í Snjólaugu: „Saga er í mjög fallegum grænum silkikjól á sýningunum sem hún er agalega stressuð yfir að krumpa, hún fer í hanska og gufar hann fyrir hverja sýningu – svo sest hún ekki niður í honum og það má bara helst ekki líta í áttina að henni þegar hún er í kjólnum. Fólk gerir sér engan veginn grein fyrir því hversu mikil díva hún er. Ég er skíthrædd við hana.“ Samkvæmt tix.is eru einhver sæti laus á sýninguna í kvöld sem er sú síðasta í bili en aðspurðar segja þær þó mögulegt að sýningin verði aftur tekin upp í nóvember. n Hann sagði málið eitt það alvar- legasta sem hann hefði komið að en þau mál eru nú komin yfir eitt þúsund. Snjólaug Lúðvíksdóttir gerir grín að dapurlegum ástarmálum sínum en einnig stjúpfjölskyldum enda segist hún sjálf eiga sjötíu systkini. MYNDIR/AÐSENDAR Ólíkar aðstæður þeirra Snjó- laugar og Sögu eru uppspretta uppistands þeirra, önnur er ráðsett móðir en hin í eilífri leit að ástinni en hvoru tveggja getur verið uppspretta kómískra að- stæðna. Rassamælar og dapurlegt ástarlíf á sviði Bæjarbíós Ólafur Arnarson n Í vikulokin BJORK@FRETTABLADID.IS Við mælum með Abbababb! í bíó Hin glænýja íslenska dans- og söngvamynd Abbababb! er komin í sýningar í Háskóla- og Smárabíó. Kvikmyndin sem er stútfull af gleði og glimmeri er byggð upp í kringum tónlist samnefndrar plötu Dr. Gunna frá árinu 1997 þó að ný lög bætist við. Yfir 200 börn leika í myndinni og hefur annað eins sjónarspil í lit- ríkum búningum, pallíettum, hár- spreyi, dansi og glimrandi gleði varla sést áður í íslenskri kvikmynd og mælum við með að ungir sem aldnir smelli sér í bíó og komi út í stuði! Verzlanahöllinni Á efri hæðinni við Laugaveg 26 er Verzlanahöllin sem stendur fyrir umboðssölu á notuðum fatnaði frá einstaklingum. Verslunin er sér- lega vel staðsett, aðgengileg og vel uppsett og þar leynast gullmolar af skvísum í miðbænum, fyrir skvísur í miðbænum og alla aðra. Enda er gott úrval af fatnaði í ólíkum stærð- um og vintage fatnaði. n Í vor fjallaði Fréttablaðið um mál Melissu Lucio sem taka átti af lífi í Texas. Melissa er fátæk fjórtán barna móðir sem sökuð var um að hafa banað þá yngsta barni sínu, tólf árum fyrr. Gísli Guðjónsson, réttarsálfræðingur og frumkvöðull á því sviði, veitti sérfræðiálit sitt í málinu þrátt fyrir að hafa að nafninu til farið á eftirlaun fyrir áratug. Hann sagði málið eitt það alvarlegasta sem hann hefði komið að en málin eru nú komin yfir eitt þúsund. Dómurinn var byggður á játningu Melissu sem hafði ítrekað neitað að hafa valdið dauða barnsins. Lögreglumenn beittu hana miklum þrýstingi og hún hafði ekki lögmann sér til halds og trausts. Að lokum gafst hún upp og sagði: „Ætli ég hafi þá ekki gert þetta, ég ber ábyrgð á þessu.“ Gísli kom að málinu í febrúar en aftakan var ráð- gerð í apríl og byggði á módeli sem hann sjálfur hefur þróað um áhættuþætti sem geta haft áhrif á áreiðan- leika játninga og er byggt á aðferð sem hann notaði til að meta játningar í Guðmundar- og Geirfinnsmál- unum. Skemmst er frá því að segja að ríkisstjóri Texas sló aftöku Melissu á frest ótímabundið í kjölfar grein- ingar Gísla. Saga Melissu er aðeins ein margra slíkra sagna. n Þvílíkt ævistarf Sagt er að hver þjóð fái þá valdhafa sem hún á skilið. Sé þetta rétt eigum við Íslendingar fátt gott skilið. Niðurstöður kosninga hér á landi eru oft með slíkum ólíkindum að velta má fyrir sér hvort við Íslend- ingar séum einstaklega skyni skroppið fólk. Eða, eru allar taln- ingar eins og í Norðvestur og ekki greidd atkvæði sem ráða úrslitum? Í Bandaríkjunum hefur stundum verið gantast með að ekki skipti öllu máli að vinna kosninguna, öllu máli skipti að vinna talninguna. Hér á Íslandi er landsbyggðin er með allt að tvöfaldan atkvæðisrétt á við okkur sem búum á höfuðborgar- svæðinu. Ákveðinn hroki felst í því að kenna slíkt fyrirkomulag við lýð- ræði. Talningin er unnin fyrirfram. Reyndar sagði Karl Marx að lýð- ræðið væri blekking. Fólk héldi að það hefði val en staðreyndin væri hins vegar sú að valda- og fjármála- elítan leyfði fólki einungis að halda á nokkurra ára fresti að það væri að velja fulltrúa og stefnu. Þegar horft er yfir svið íslenskra stjórnmála koma orð Marx upp í hugann. Margir kjósa Sjálfstæðis- flokkinn til að skattheimtu sé hald- ið í skefjum. Flokkurinn hefur stýrt fjármálaráðuneytinu með stuttum hléum frá stofnun. Skattar og álögur hér á landi eru með þeim hæstu í heiminum og fara síhækkandi undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Raunar er öll gjaldtaka af fólki og fyrirtækjum hömlulaus, nema af fyrirtækjunum sem f lokkurinn gefur fiskinn í sjónum. Margir kjósa Vinstri græn sem Vitlaust gefið í hvert einasta sinn verkalýðsf lokk og gegn NATO. Horfa síðan á eftir flokknum í sam- starf með Sjálfstæðisflokknum og formanninum á fínar ráðstefnur með helstu leiðtogum NATO hér og hvar um heiminn. Eftir situr almenningur í fátækt- argildru krónuhagkerfisins, með dýrustu húsnæðislán í heimi, á meðan valda- og fjármálaelítan leikur sér og veit að næstu kosningar skipta engu máli. Kannski talningin en ekki kosningin. Það er nefnilega vitlaust gefið. n Reyndar sagði Karl Marx að lýðræðið væri blekk- ing. 22 Helgin 17. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 17. september 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.