Fréttablaðið - 17.09.2022, Síða 28
Eftir að ég átti Frosta
fékk ég bara fæðingar-
þunglyndi og kom inn
í æfingatímabilið
svo lítið þung á því. Svo
eftir bara eina viku af
því að syngja og hlæja
þá leið mér eins og mér
væri batnað.
Þjóðleikhúsið frumsýndi í
gær söngleikinn Sem á himni.
Með aðalhlutverk fara Elmar
Gilbertsson og Salka Sól sem
sameinuðust í gegnum söng-
inn þrátt fyrir að koma frá
ólíkum tónlistarbakgrunni.
Elmar Gilbertsson og Salka
Sól Eyfeld fara með aðal-
hlutverkin í söngleiknum
Sem á himni sem var frum-
sýndur í Þjóðleikhúsinu
í gær. Sem á himni er byggður á
sænsku kvikmyndinni Så som i
himmelen sem vakti mikla athygli
þegar hún kom út 2004 og var síðar
aðlöguð söngleikjaforminu af upp-
runalegum handritshöfundum
upprunalegu myndarinnar, hjón-
unum Carin og Kay Pollak, með
tónlist eftir Fredrik Kempe.
Salka segir Sem á himni vera
frábrugðinn flestum öðrum söng-
leikjum sem hún hefur tekið þátt í.
Salka: „Það sem gerir kannski
þennan söngleik ólíkan þeim sem
ég þekki er að þetta er nánast leikrit
með söng.“
Elmar: „Þetta er ekki Broadway-
sýning. Við erum að gera þetta á
svolítið einlægan hátt. Það er boð-
skapur í þessari sögu sem þarf að
komast til skila.“
Að sögn Sölku er það sem kveikti
mestan áhuga hennar á verkinu
það að um er að ræða hversdagslega
sögu sem er bæði stór og djúp. Elmar
tekur undir það.
Elmar: „Þetta er saga af venjulegu
fólki og það eru skírskotanir í kar-
akterunum við alla í þjóðfélaginu.
Við erum öll að glíma við einhver
áföll. Leikstjórinn Unnur Ösp nálg-
ast viðfangsefnið af miklu hjarta,
einlægni og heiðarleika.“
Stórt listrænt teymi tekur þátt í
uppsetningunni, alls um fjörutíu
manns, þar af tólf manna hljóm-
sveit. Með tónlistarstjórn fer Jón
Ólafsson, leikmyndin er eftir Ilmi
Stefánsdóttur, lýsing er gerð af
Birni Bergsteini Guðmundssyni,
búningar eftir Filippíu I. Elísdóttur
og danshöfundur er Lee Proud.
Dreymdi um að verða leikari
Elmar fer með hlutverk Daníels,
heimsþekkts hljómsveitarstjóra
sem flytur í lítið þorp á landsbyggð-
inni til að jafna sig eftir hjartaveik-
indi. Elmar er búsettur í Þýskalandi
og er fastráðinn tenór við Staats-
oper í Stuttgart.
Þú ert einn af okkar þekktustu
óperusöngvurum en þetta er þitt
fyrsta hlutverk sem leikari. Hvernig
var að takast á við það?
Elmar: „Það var bara alveg ótrú-
lega skemmtilegt og gefandi. Ég átti
mér alltaf draum þegar ég var yngri
um að verða leikari og þess vegna
er ákveðinn draumur að rætast hjá
mér að fá að standa á Stóra sviði
Þjóðleikhússins og vinna með öllu
því frábæra fólki sem er þar. Þetta
var náttúrlega svolítið öðruvísi,
þetta er öðruvísi meðgöngutími
og öðruvísi nálgun en ég fékk mjög
mikið út úr þessu og þetta er þrosk-
andi fyrir mig.“
Setur aðra í fyrsta sæti
Salka Sól fer með hlutverk Lenu,
ungrar konu úr þorpinu sem tengist
Daníel nánum böndum í gegnum
tónlistina. Spurð um hvers konar
karakter Lena hafi að geyma segir
hún:
Salka: „Það sem einkennir hana
er að hún elst upp á þessum litla
stað, ég held að margir Íslendingar
tengi við það að alast upp í annað-
Heilandi og
frelsandi
söngleikur
Elmar Gilbertsson og Salka Sól fara með aðalhlutverkin í Sem á himni sem þau lýsa sem frelsandi verki. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Elmar og Salka
sameinuðust
í gegnum
sönginn þrátt
fyrir að koma úr
gjörólíkum tón-
listarbakgrunni.
MYND/JORRI
hvort litlum bæjum eða litlum
hverfum. Hún hefur kannski ekki
leitað mikið út fyrir þann stað en
hún er of boðslega hjartahlý og á
auðvelt með að ná til annarra. Fólk
sækir í hana og leitar huggunar en
hún hefur kannski ekki alltaf náð að
hugga sjálfa sig nógu vel.“
Elmar: „Þetta er svona manneskja
sem setur alltaf alla aðra í fyrsta
sæti.“
Ólíkir en samstíga söngvarar
Þau Elmar og Salka koma úr ólíkum
áttum í tónlistinni, hann óperu-
söngvari og hún poppsöngkona,
en fundu þó fljótt að þau pössuðu
mjög vel saman sem söngvarar.
Salka segir það hafa verið frábært
að leika á móti Elmari.
Salka: „Við erum mjög ólíkir
söngvarar og syngjum mjög mikið
saman en ég held að við séum með
frábæra tengingu okkar á milli. Við
erum bæði svolítið blaut á bak við
eyrun miðað við meðleikara okkar
eins og Örn Árnason, Eddu Björg-
vins og Sigga Sigurjóns. En þetta
æfingaferli hefur verið svo mikil
samvinna og samstaða að mér hefur
aldrei liðið eins og ég sé eitthvað
minni leikkona en þau.“
Elmar tekur undir orð Sölku og
segist njóta þess að syngja með
henni og aðlaga sig henni.
Elmar: „Það hefur verið ákveðin
áskorun fyrir mig að fara út fyrir
þægindarammann. Óperusöngv-
arar eru alltaf að vinna í fáguninni,
óperan gengur út á fágaðan söng
og fegurð tónlistarinnar og ég hef
kannski verið svolítið hvattur til
að fara á móti því í þessu verkefni.
Það hefur verið rosalega þroskandi
Þorvaldur S.
Helgason
tsh
@frettabladid.is
fyrir mig að fá aðeins að sleppa tök-
unum.“
Hjartað í sögunni
Elmar, hvernig karakter er Daníel?
Elmar: „Daníel er það sem maður
myndi lýsa á góðri íslensku sem
fagidjót, hann er algjört nörd og það
kemst ekkert annað að hjá honum
en tónlist. Hans sýn á músíkina er
að hún geti hjálpað fólki að komast
yfir tilfinningar og hindranir. Eins
og karakterinn hennar Sölku þá
gleymir hann svolítið að hugsa um
sjálfan sig og er að díla við áföll úr
æsku. Hjartað í sögunni er svolítið
þessi karakter. Hann er með ofboðs-
lega stórt hjarta og kemur í þetta
litla bæjarfélag þar sem enginn er í
raun og veru tilbúinn fyrir svo stórt
hjarta.“
Salka tekur í sama streng og segir
það hafa komið skýrt fram á einu af
lokarennslum sýningarinnar hversu
stórt hjarta sýningarinnar er.
Salka: „Eftir rennslið í gær þá
fann ég bara hvað það skilaði sér vel
til áhorfenda, hvernig þau horfðu
á allt þetta fólk í kórnum opnast.
Þetta var bara eins og spilaborg eða
keilur að falla.“
Læknaðist af fæðingarþunglyndi
Sem á himni fjallar að miklu leyti
um kraft tónlistarinnar og segist
Salka hafa fundið það skýrt á eigin
skinni hversu heilandi tónlist og
söngur geta verið.
Salka: „Það sem er svo ótrúlega
fallegt í þessu er að ég held að fólk
sem stundar kórstarf eigi eftir að
finna hvað það er dýrmætt að vera
í félagsskap og þenja raddböndin.“
Í byrjun árs eignaðist Salka son-
inn Frosta með eiginmanni sínum,
tónlistarmanninum Arnari Frey
Frostasyni, en fyrir áttu þau hjónin
dótturina Unu Lóu.
Salka: „Eftir að ég átti Frosta fékk
ég bara fæðingarþunglyndi og kom
inn í æfingatímabilið svolítið þung
á því. Svo eftir bara eina viku af því
að syngja og hlæja þá leið mér eins
og mér væri batnað. Þá var ég búin
að fara í alls konar meðferðir og ég
veit ekki hvað. Þetta var bara eins og
heilun og það var svo skrýtið að vera
að vinna í verki sem fjallar bókstaf-
lega um þetta og upplifa það á eigin
skinni.“
Verkið sem þjóðin þarf
Magnús Geir Þórðarson þjóðleik-
hússtjóri sagði nýlega í viðtali við
Fréttablaðið að hann hefði þá trú
og tilfinningu að Sem á himni væri
akkúrat verkið sem þjóðin þyrfti í
kjölfar Covid. Elmar og Salka segjast
bæði vera sammála því.
Salka: „Hún er á einhvern hátt
frelsandi, mér líður eins og fólk
muni labba út og vilja opna sig. Ég
held að við séum öll svolítið dösuð
og skrýtin á því eftir þetta tímabil.“
Elmar tekur undir orð Sölku og
segist upplifa mikla núvitund í
sýningunni.
Salka: „Ég vil hvetja fólk sem
hefur áhuga á söngleikjum, fólk sem
hefur áhuga á leikhúsi og líka fólk
sem hefur það ekkert endilega til
að sjá hana. Það er ákveðinn hópur
sem gæti haft einhvers konar for-
dóma fyrir söngleikjum en ég held
að sá hópur gæti líka haft gaman af
þessu.“
Elmar: „Það er vonandi að fólk
sem kemur að sjá þessa sýningu og
hefur átt sér draum um að vera í kór
eða langar að fara í kór láti bara slag
standa og drífi sig.“ n
28 Helgin 17. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ