Fréttablaðið - 17.09.2022, Page 29

Fréttablaðið - 17.09.2022, Page 29
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 17. september 2022 Edda Gustafsson segist ekki upplifa nein eftirköst eftir æfingar í OsteoStrong. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Miklu betri líðan með OsteoStrong Edda Gustafsson bjó í New York og Kaupmannahöfn í 34 ár en flutti heim fyrir nokkrum árum. Laxveiði á hug hennar og að henda öngli í sjó. Edda nýtur þess að stunda Osteo­ Strong og finnst frábært hvað hún finnur mikla breytingu með stuttri vikulegri ástundun. 2 Breytingar hafa átt sér stað á vinnu- markaðnum eftir Covid. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY elin@frettabladid.is Tveggja ára heimsfaraldur hefur leitt til þess að fjöldi fólks um allan heim hefur breytt lífsskoðun sinni og á það ekki síst við gagnvart vinnu. Í Bandaríkjunum kveðja að meðaltali fjórar milljónir manna störf sín í hverjum mánuði. Í Hol­ landi og Tékklandi eru 5% starfa laus og enginn vill þau. Í Kína ótt­ ast yfirvöld straum af ungu fólki sem ekki er tilbúið að taka þátt í atvinnulífinu. Bandaríski prófessorinn Anth­ ony Klotz hefur kallað fyrir­ bærið „The Big Quit“ og „The Great Resignation“ eða afsögnina miklu. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey hefur spurt meira en 13.000 manns um allan heim hvort þeir íhugi að hætta störfum á næstu 3­6 mán­ uðum. Hlutfall þeirra sem svöruðu játandi var mest á Indlandi og Singapúr en það var líka hátt á Vesturlöndum. Mun ekki líða hjá Þetta er ekki þróun sem mun líða hjá og tengist ekki bara heimsfar­ aldri, er haft eftir Bonnie Dowling sem greindi tölur McKinsey. Hún telur atvinnulífið aldrei verða það sama eftir faraldurinn. „Heimsfar­ aldurinn gæti hafa verið hvati fyrir marga til breytinga,“ segir Knut Inge Fostervold vinnusálfræðingur við forskning.no. „Margir upplifðu rólegri vinnudag í heimavinnu og fannst léttir að þurfa ekki að ferðast til og frá vinnu.“ n Vilja ekki lengur fasta vinnu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.