Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2022, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 17.09.2022, Qupperneq 32
Þetta eru ofsalega skemmti- leg ferða- lög. Ef fólk ætlar að ferðast í húsbíl á það endi- lega að hafa með sér góð hjól eða rafmagns- hjól. Guðmundur Hilmarsson gummih @frettabladid.is Sirrý Ágústsdóttir heyrði fyrst af krafti túrmeriks árið 2015. Þá var hún í seinni krabbameinsmeðferð sinni og leitaði meðal annars lausna við bjúgsöfnun. „Ég er enn bólgusækin og fæ auðveldlega bjúg og liðverki. Þar finnst mér hjálpa mjög að taka túrmerik og önnur bætiefni,“ segir hún. Sirrý greindist fyrst með leg- hálskrabbamein árið 2010. „Ég var nýbúin að eiga fjórða barnið mitt svo þetta var ákveðið áfall,“ segir Sirrý. Fimm árum síðar tók krabbameinið sig upp aftur. „Ég fór í tvær þungar meðferðir sem reyndu mjög á kroppinn. Eftir svona harkalega meðferð fer maður til dæmis á ótímabært breytingaskeið. Einnig eykur með- ferðin á beinþynningu og orsakar bólgur í líkamanum. Það fylgja miklir liðverkir og svefnraskanir. Einnig fylgir léleg upptaka á bæti- efnum í maga. Ég hætti til dæmis alveg að framleiða B12 og þarf að hafa fyrir því að halda vítamína- og steinefnamagni í líkamanum í lagi.“ Kynntist krafti túrmeriks „Ég heyrði fyrst af túrmeriki 2015 frá vinkonu minni, Mörtu Ernstsdóttur hlaupara og byrjaði að taka það inn í olíuformi og í hylkjum. Þegar ég prófaði túr- merik frá ICEHERBS fann ég hvað það fór vel í magann á mér og mér leið vel af því. Túrmerik- hylkin frá ICEHERBS eru kröftug og ég fann mun á mér á sjötta eða sjöunda degi, aðallega í bólgu- söfnun. Hylkin fannst mér virka vatnslosandi og ég fann fyrir mun minni þrota í fingrum og fótum. Áður var ég í vandræðum með að hafa giftingarhringinn á mér. Ég var með æxli vinstra megin upp við sogæð og síðan hefur sogæða- kerfið virkað illa. Ég bólgna því almennt meira í vinstri helmingi líkamans og túrmerik virðist hjálpa mér að halda bólgum niðri. Margar konur, og örugglega karlar líka, glíma við bólgur og eru við- kvæm fyrir bjúgsöfnun. Ég get ímyndað mér að túrmerik frá ICE- HERBS geti verið hjálplegt fyrir mjög marga.“ Hraustari með ICEHERBS „Regluleg inntaka bætiefna hjálpar mér að vinna á sýkingum. Eftir meðferðirnar er ég með lélegt ónæmiskerfi, enda drepur meðferðin hvítu blóðkornin sem vernda okkur gegn ýmsum sýk- ingum. Þarna skiptir auðvitað líka máli gott og heilbrigt mataræði og svo hreyfing.“ Lífskraftur Sirrýjar Sirrý stofnaði Lífskraft fyrir rúmum tveimur árum. „Lífskraftur er góðgerðarfélag sem hefur staðið á bak við krabbameins- deildina og meðal annars safnað fyrir endurbótum á tækjakosti. Við fórum í göngu á Hvannadals- hnjúk og Vatnajökul fyrir ekki svo löngu síðan. Ef faraldurinn leyfir kynnum við fljótlega næsta verkefni. Ég sæki mikið í hreyfingu og útivist og finn að það skiptir miklu máli að taka rétt bætiefni þegar ég er undir álagi. Bætiefnin frá ICEHERBS virðast hafa þau áhrif að ég verð sjaldan, eða eiginlega aldrei veik. Þegar við Snjódrífurnar vorum að æfa fyrir Lífskraft fann ég augljósan dagamun á mér ef ég gleymdi að taka inn túrmerik og önnur bætiefni. Ég fékk ýmist meiri bjúg, var stanslaust að fá sinadrætti, var lengur að jafna mig í vöðvunum eftir æfingar og var almennt þreyttari. Orkan var einfaldlega minni. Ég finn líka mikinn mun á mér í vinnunni og heima, en ég starfa hjá Epal og stend í fæturna allan daginn. Svo er ég með stórt heimili. Það skiptir því miklu fyrir mig að gera allt sem ég get til þess að vera heilsuhraust. Mér líður vel í dag og ég lifi ekki í ótta við að krabbameinið taki sig upp að nýju. Ég nýt þess að vera til alla daga og hef gaman af því að stunda útivist og hreyfa mig. Heils- an skiptir mig gríðarlega miklu máli upp á að njóta þess að vera til, að vera heilbrigð og hraust. Ég finn líka að ég er öflugri ef ég er dugleg að nýta mér þau úrræði sem mér standa til boða, eins og að taka inn bætiefni sem hafa áhrif á mína heilsu.“ Árangursrík blanda Túmerik hefur verið notað í þúsundir ára til þess að vinna gegn ýmsum bólgum og sjúkdómum en virka efnið kúrkúmín er talið hafa sterk bólgu- eyðandi og andoxandi áhrif. Þá hafa bólgu- eyðandi eiginleikar túmeriks gefið sér- staklega góða raun gegn gigtarsjúkdómum og lið- verkjum auk þess sem það örvar blóðflæði og hefur góð áhrif á húðvandamál og sár. Blandan inniheldur svartan pipar sem margfaldar upptöku túrmeriks. Túrmerik blandan frá ICEHERBS inni- heldur fjallagrös en virkni þeirrar lækningarjurtar hefur gefið henni viðurnefnið ginseng Íslands. Í fjallagrösum er að finna svokallaðar betaglúkan trefjar sem eru taldar aðstoða við þyngdartap, draga úr bjúg, bæta meltingu og styrkja þarmana, sér í lagi ristilinn. Þau hafa meðal annars reynst árangursrík gegn slímmyndun og óæskilegum bakteríum. Fjalla- grösin gera ICEHERBS blönduna að ofurblöndu en þau hafa öldum saman verið notuð sem náttúru- leg og viðurkennd lækningajurt á Íslandi. Þau eru rík af steinefnum og eru talin auka skilvirkni í upp- töku næringarefna sem gera bæði innihaldsefnin sterkari saman. n ICEHERBS fæst í öllum betri mat- vöruverslunum, apótekum og heilsuvöruverslunum. Sjá nánar á iceherbs.is. Fann lífskraft með túrmerikinu Sirrý segir túrmerik hjálpa við að halda niðri bólgum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Adolf Ingi Erlingsson og eiginkona hans, Þórunn Sig- urðardóttir, hafa notið lífsins á Norður-Spáni og í Portúgal undanfarnar vikur en í tilefni 60 ára afmælis Adolfs þann 8. þessa mánaðar ákváðu þau hjónin að fara í mánaðar- reisu, sem er rétt hálfnuð. Dolli og Systa, eins þau eru oftast kölluð, leigðu sér húsbíl og tvö raf- magnshjól og hafa þvælst um í afar fallegu umhverfi á Norður-Spáni og eru nú komin til Portúgals. „Fyrir fjórum árum þegar við héldum upp á þrjátíu ára brúð- kaupsafmæli okkar leigðum við okkur húsbíl, keyptum hjól og ferðuðumst um Toskana á Ítalíu og Króatíu. Okkur fannst þetta svo rosalega skemmtilegt að við erum búin að vera að bíða eftir því að komast aftur í svona ferð. Núna ákváðum við að taka Spán og Portúgal,“ segir Adolf, sem um árabil var fastagestur á skjáum landsmanna sem íþróttafrétta- maður á RÚV. Adolf segir að þessi ferðamáti sé afar skemmtilegur. „Það skiptir mjög miklu að vera með hjól í svona ferð. Í þetta skipti ákváðum við að leigja okkur rafmagnshjól sem gerir það að verkum að við förum lengra og víðar og gerir okkur kleift að fara upp brekkur sem maður mundi ekki leggja í að fara í á venjulegu hjóli. Við vorum til að mynda í litlu fiskiþorpi, Cudillero, sem er á norðurströnd Spánar. Þetta er eitt skemmtilegasta og fallegasta svæði sem ég hef komið á og minnir mann svolítið á Cinque Terre-þorpin á Ítalíu en er vinalegra og með færri ferðamenn. Brekkan þar upp er sú brattasta sem ég hef tekist á við. Húsbíll og hjól í afmælisferðinni Adolf og Þórunn hafa verið saman í 44 ár og njóta nú lífsins á Íberíuskag- anum. MYND/AÐSEND Þótt við værum á rafmagnshjóli ætlaði ég varla að hafa brekkuna og ég þurfti að halla mér fram svo hjólið prjónaði ekki. Maður kemst yfir svo miklu meira svæði með hjólunum, sér miklu meira, hreyfingin verður meiri og ég mæli svo sannarlega með þessum ferða- máta. Þetta eru ofsalega skemmti- leg ferðalög. Ef fólk ætlar að velja að ferðast í húsbíl þá á það endilega að hafa með sér góð hjól eða raf- magnshjól,“ segir Adolf Ingi. Rómantískt og skemmtilegt Adolf segir að það sé mjög þægilegt að ferðast í húsbílnum. „Það er frekar dýrt að leigja svona húsbíla en í vor datt ég inn á góða síðu, eins konar Airbnb fyrir húsbíla, og við fengum bílinn á hálfvirði miðað við það sem maður fær á bílaleigum. Það er fín aðstaða í bílnum og gott að sofa í honum. Að vísu er ekki loftræsting svo þegar hitinn var yfir 30 stig fyrstu dagana þá svitnaði maður svolítið mikið. Við eldum ekki mikið í bílnum en borðum heil- mikið í og við hann. Að sitja úti á kvöldin fyrir utan bílinn og borða í rólegheitum er rómantískt og skemmtilegt. En auðvitað förum við líka af og til út að borða. Þessi ferðamáti gefur manni svo mikið frelsi,“ segir Adolf Ingi. „Við Systa þolum hvort annað alveg þokkalega í þessu litla rými í bílnum,“ segir Adolf en þau skötuhjú hafa verið saman í 44 ár. „Maður þarf svolítið að læra og aðlagast því að umgangast svona rými. Það er ekki pláss fyrir báða aðila að vera að gera eitthvað. Við höfum hins vegar komið okkur upp ákveðinni rútínu til vera ekki að þvælast fyrir hvort öðru. Hlutir sem lenda á mér eru til dæmis að tæma klósettið, fylla á vatnið og sjá um rafmagnið en Systa sér meira um að reyna að halda öllu í horfinu í bílnum. Vanalega veljum við okkur tjaldstæði með tilliti til þess að geta hjólað í bæina eða farið í góða hjólatúra. Það eru fín tjaldstæði úti um allt og ég held að Google Maps hafi bjargað mörgum hjónaböndum,“ segir Adolf og hlær. „Nú þarf ekki annar aðilinn að vera með kortið á lofti til að reyna að rata réttu leiðina. Stundum erum við ekki búin að ákveða hvar eigi að leggja bílnum fyrr en langt er liðið á daginn. Við reynum alltaf að finna svæði með sundlaug. Ég hef verið duglegur og hef synt í hálftíma á hverjum morgni. Við sameinum flakk, hreyfingu, að sjá marga fallega hluti og upp- lifum góðan mat og drykk. Þetta er geggjað líf.“ n 4 kynningarblað A L LT 17. september 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.