Fréttablaðið - 17.09.2022, Page 36
Gildi er fjölmennasti lífeyrissjóður
landsins með um 26 þúsund lífeyrisþega
og 53 þúsund greiðandi sjóðfélaga en yfir
250.000 einstaklingar eiga réttindi hjá
sjóðnum. Heildareignir sjóðsins námu
916 milljörðum króna um síðustu áramót.
Áhersla er lögð á að sjóðurinn hafi á að
skipa hæfu starfsfólki sem vinnur sem
ein heild í góðu starfsumhverfi. Gildi
hefur sett sér stefnu í starfsmanna-
og jafnlaunamálum og hefur hlotið
jafnlaunavottun.
Gildi-lífeyrissjóður auglýsir eftir einstaklingi til að vinna að fjölbreyttum verkefnum í lífeyrisdeild
sjóðsins. Hjá sjóðnum starfar samhentur fjörutíu og fjögurra manna hópur og leggur Gildi áherslu á
góðan starfsanda, góð starfsskilyrði og jafnræði kynjanna. Gildi var Fyrirmyndarfyrirtæki VR árið 2021.
Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að veita fyrsta flokks þjónustu og ráðgjöf til sjóðfélaga,
með reynslu af starfi innan lífeyrissjóðs og af margþættum verkefnum á skrifstofu. Viðkomandi þarf
að búa yfir sjálfstæði í starfi, vilja til að tileinka sér nýjungar og takast á við fjölbreytt verkefni. Næsti
yfirmaður er deildarstjóri lífeyrisdeildar.
Starfssvið:
• Upplýsingagjöf og samskipti við viðskiptavini.
• Ráðgjöf varðandi réttindi sjóðfélaga.
• Móttaka, meðhöndlun og úrvinnsla umsókna.
• Lífeyrisútreikningar og skráningar.
• Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Reynsla af starfi innan lífeyrissjóðs er kostur.
• Góð starfsreynsla af alhliða skrifstofustörfum.
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
• Sjálfstæði í starfi, nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
• Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar.
• Góð íslenskukunnátta.
• Góð tölvukunnátta skilyrði.
Umsjón með starfinu hafa Auður
Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Hildur
J. Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is).
Fulltrúi í lífeyrisdeild
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsóknarfrestur er til og með 26. september nk.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Heimaleiga er hratt vaxandi fyrirtæki sem
þjónustar 200 hótelíbúðir í skammtímaleigu.
Meðal helstu verkefna Heimaleigu má nefna
Sif Apartments, Blue Mountain Apartments og
Iceland Comfort Apartments.
www.heimaleiga.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein
fyrir ástæðu umsóknar og settur fram
rökstuðningur um færni viðkomandi til
að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Jensína K.
Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og
Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is).
Markaðsstjóri
Heimaleiga leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi til þess að leiða markaðsstarf
fyrirtækisins. Markaðsstjóri sér um uppbyggingu vörumerkja fyrirtækisins ásamt umsjón
með öllu markaðsstarfi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Áætlanagerð og stefnumótun á sviði markaðsmála.
• Uppbygging og markaðssetning vörumerkja.
• Stafræn markaðssetning og vefumsjón, ásamt textagerð og ábyrgð á öllu kynningarefni.
• Umsjón með samfélagsmiðlum, þar með talið auglýsingum.
• Sölu- og markaðsgreiningar, greining markhópa ásamt leitarvélabestun.
• Google Analytics og greiningar.
• Yfirumsjón með framsetningu íbúða á sölurásum, Booking.com, Airbnb o.fl.
• Þátttaka í stefnumótun og hugmyndavinnu.
• Ýmis önnur tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla af markaðsmálum.
• Þekking og reynsla af vefumsjón, stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum.
• Reynsla af greiningum og Google Analytics.
• Reynsla af gerð kynningarefnis og textagerð.
• Frumkvæði, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð og metnaður til að ná árangri.
• Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni.
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 26. september nk.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.