Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 52
kopavogur.is
Auglýsing um breytt deiliskipulag.
Boðaþing 5-13 – Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 13. september 2022 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulags-
laga nr. 123/2010, tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Boðaþing 5-13. Í breytingunni felst að innri byggingar-
reitur fyrir Boðaþing nr. 11 og nr. 13 breytist og færist fjær Boðaþingi 1-3. Gert er ráð fyrir aðkomu þjónustubíla
á norðurhluta lóðarinnar (sjúkra- sorp og matarbíla) með nýjum einbreiðum akvegi 3,5 til 4 m. á breidd sem liggur
frá núverandi bílastæðum að nýjum þjónustuinngangi austan núverandi þjónustukjarna. Að öðru leyti er vísað í
gildandi deiliskipulag samþykkt í bæjarstjórn 24. ágúst 2006 m.s.br. samþykkt 12. apríl 2016 og birt í B- deild
Stjórnartíðinda 26. apríl 2016.
Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum dags. 15. ágúst 2021.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Kynningarfundur verður í félagsmiðstöðinni Boðanum þann 12. október 2022 milli kl. 17-18
þar sem tillagan verður kynnt sérstaklega þeim sem þess óska.
Ofangreind tillaga er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum
um tillöguna er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar á netfangið skipulag@kopavogur.is.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar
skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopa-
vogur.is eigi síðar en kl. 13:00 föstudaginn 4. nóvember 2022.
Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.
Skógahverfi 3C og 5 -
Gatnagerð og lagnir
Akraneskaupstaður í samvinnu við Veitur ohf.,
Ljósleiðarann ehf og Mílu ehf., óskar eftir tilboði í
gatnagerð og lagnir í nýju hverfi, Skógahverfi á
Akranesi.
Í nýbyggingarhverfinu er um að ræða gatnagerð,
stígagerð, götulýsing og lagningu allra veitukerfa og
fjarskiptalagna í hluta af skipulagsáföngum
Skógahverfi 3C og 5.
Nokkrar stærðir í verkinu:
- Gröftur 105.000 m3
- Fylling 115.000 m3
- Fráveitulagnir 4.400 m
- Kaldavatnslagnir 2.600 m
- Hitaveitulagnir 4.500 m
Verkið er með áfangaskilum 15. janúar 2023, 30. júlí
2023, 30. október 2023 og verklok eru 30. ágúst
2024. Verkið er auglýst á EES svæðinu.
Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá
föstudeginum 16. september 2022 í gegnum
útboðsvef https://mannvit.ajoursystem.is/.
Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir
kl. 11:00 föstudaginn 21. október 2022.
Fundargerð verður send öllum bjóðendum eftir
opnun tilboða.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Innkaupaskrifstofa
Sími 411 1111
ÚTBOÐ
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Ævintýraborg – Vogabyggð - Lóðafrágangur, útboð 15657.
• Hagaskóli – lampakaup, útboð 15655
• Vogabyggð 2, Arkarvogur og Drómundarvogur.
Gatnagerð og lagnir, útboð 15654
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod
Framkvæmdastjóri
Félag prófessora við ríkisháskóla auglýsir laust til umsóknar
starf framkvæmdastjóra. Um hálft starf er að ræða.
Félag prófessora við ríkisháskóla er stéttarfélag prófessora við
Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann á Hólum og
Landbúnaðarháskóla Íslands, en starfsstöð framkvæmdastjórans
verður í Reykjavík.
Framkvæmdastjórinn vinnur náið með stjórn félagsins að mál-
efnum er varða félagið og félagsmenn þess. Í því felst að fylgja eftir
ákvörðunum stjórnar og sinna fyrirspurnum og fyrirgreiðslu við
einstaka félagsmenn vegna kjaratengdra málefna. Einnig er ætlast
til þess að framkvæmdastjóri sýni verulegt frumkvæði varðandi
daglegan rekstur skrifstofu og stefnumótun til lengri tíma.
Kröfur um menntun og reynslu:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfinu er skilyrði.
• Viðamikil reynsla af stjórnun og/eða rekstri félagasamtaka
er æskileg.
• Nákvæmni og öryggi í meðferð tölulegra gagna.
• Færni í mannlegum samskiptum og samstarfi.
• Reynsla af launaútreikningum og samingagerð er kostur.
• Reynsla af umsjón með uppfærslu og þróun heimasíðu er kostur.
Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2022
Umsókn og fyrirspurnir sendist til Félags prófessora
við ríkisháskóla fpr@hi.is
Í umsókn er mikilvægt að skýrt komi fram hvernig ofangreindum
hæfnikröfum er mætt. Geta þarf tveggja meðmælenda.
Óskað er eftir tilboðum í þjónustuna
rekstur mötuneytis í Kröflu og
Þeistareykjum samkvæmt útboðsgögnum
nr. 2022-37.
Bjóða skal í þjónustuna í heild sinni.
Samningstími er eitt ár með heimild
um framlengingu í tvö ár einu sinni og
eitt ár einu sinni.
Útboðsgögn og skil á tilboðum
eru í gegnum útboðsvef Landsvirkjunar
utbod.landsvirkjun.is
Vettvangsskoðun verður haldin þann
03.10.2022 kl. 15 í mötuneytinu á
Þeistareykjum og í framhaldi verður farið
í mötuneytið í Kröflu.
Skilafrestur á tilboðum
20.10.2022, kl. 10
Nöfn bjóðenda og heildarfjárhæðir verða
birtar eftir kl. 10 sama dag á landsvirkjun.is
Útboð nr. 2022-37
Rekstur mötuneytis í
Kröflu og Þeistareykjum
Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐNINGAR
RÁÐGJÖF
RANNSÓKNIR
20 ATVINNUBLAÐIÐ 17. september 2022 LAUGARDAGUR